„Ömurlegur endir á góðu ferðalagi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2023 22:01 Frá vettvangi slyssins á þjóðvegi eitt sunnan Blönduóss í morgun. Vísir Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta með rúmlega tuttugu starfsmönnum Akureyrarbæjar valt snemma í morgun skammt frá Blönduósi. Þjónustustjóri segir þetta mikið áfall fyrir fólkið en flestir voru sofandi þegar atvikið átti sér stað. Rútuslysið varð þegar rúta á vegum SBA-Norðurleið valt um þrettán kílómetra suður af Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Um borð voru tuttugu og tveir starfsmenn nokkurra þjónustukjarna hjá Akureyrarbæ. Höfðu starfsmennirnir verið í skemmtiferð í Portúgal og var rútan að ferja þá aftur heim frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru fluttir til Reykjavíkur vegna slyssins en þeir sem voru minna slasaðir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, segir þetta hafa verið mikið áfall fyrir fólkið. „Fólk er sem betur fer ekki mikið slasað en þetta er auðvitað áfall að lenda í svona. Þetta voru erfiðar aðstæður. Þannig fólk þarf bara að fá sinn tíma núna og ná sér. Jafna sig, eftir svona byltu þá er þetta auðvitað bara erfitt,“ segir Karólína. Karólína ræddi við nokkra af starfsmönnunum í húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Þar fengu starfsmennirnir og þeirra fjölskyldur áfallahjálp. Hún segir það þurfa að taka vel utan um starfsmennina. „Þeir sem komu, ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir þá. Þarna var fullt af fólki til að styðja við þau og þetta var bara mjög gott. Svo þurfum við bara að halda áfram að styðja við þetta fólk þegar það kemur fram í næstu viku og fólk fer betur að átta sig á þessu öllu saman,“ segir Karólína. „Þetta var bara búið að vera mjög góð ferð og já, ömurlegur endir á góðu ferðalagi. Þetta er flottur hópur sem var búinn að eiga góðar stundir þarna úti. þannig þetta var bara mjög sorglegt.“ Samgönguslys Lögreglumál Húnabyggð Akureyri Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Rútuslysið varð þegar rúta á vegum SBA-Norðurleið valt um þrettán kílómetra suður af Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Um borð voru tuttugu og tveir starfsmenn nokkurra þjónustukjarna hjá Akureyrarbæ. Höfðu starfsmennirnir verið í skemmtiferð í Portúgal og var rútan að ferja þá aftur heim frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru fluttir til Reykjavíkur vegna slyssins en þeir sem voru minna slasaðir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, segir þetta hafa verið mikið áfall fyrir fólkið. „Fólk er sem betur fer ekki mikið slasað en þetta er auðvitað áfall að lenda í svona. Þetta voru erfiðar aðstæður. Þannig fólk þarf bara að fá sinn tíma núna og ná sér. Jafna sig, eftir svona byltu þá er þetta auðvitað bara erfitt,“ segir Karólína. Karólína ræddi við nokkra af starfsmönnunum í húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Þar fengu starfsmennirnir og þeirra fjölskyldur áfallahjálp. Hún segir það þurfa að taka vel utan um starfsmennina. „Þeir sem komu, ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir þá. Þarna var fullt af fólki til að styðja við þau og þetta var bara mjög gott. Svo þurfum við bara að halda áfram að styðja við þetta fólk þegar það kemur fram í næstu viku og fólk fer betur að átta sig á þessu öllu saman,“ segir Karólína. „Þetta var bara búið að vera mjög góð ferð og já, ömurlegur endir á góðu ferðalagi. Þetta er flottur hópur sem var búinn að eiga góðar stundir þarna úti. þannig þetta var bara mjög sorglegt.“
Samgönguslys Lögreglumál Húnabyggð Akureyri Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira