Líður vel á áttunda degi hungurverkfalls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 23:01 Samuel er á áttunda degi hungurverkfalls. Hann segir það engar kvalir í samanburði við þær sem hinir drepnu hvalir þurftu að líða. Vísir/Einar Mörg hundruð kvikmyndagerðarmenn hafa farið fram á að hvalveiðar verði stöðvaðar. Dýraverndarsinnar segja einn hvalanna sem dreginn var á land í morgun hafa verið skotinn með minnst tveimur hvalskutlum. Þeir segja ekki koma á óvart ef lög um dýravelferð voru brotin við veiðar. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 lönduðu þremur langreyðum í Hvalfirði í morgun. Hvalirnir þrír eru fyrstu stórhvelin sem veidd eru á þessu tímabili, sem hófst 1. september síðastliðinn. „Þar sem við höfum verið á Íslandi í þeirri von um að hvalveiðum yrði hætt hefur verið mjög erfitt að sjá þrjá hvali dregna upp dráttarbrautina,“ segir Norðmaðurinn Samuel Rostøl norskur náttúruverndarsinni sem er hér á landi á vegum Captain Paul Watson Foundation. Kvalafullar síðustu mínútur Á myndum sem Samuel og kollegar hans tóku í morgun mátti sjá minnst tvo hvalveiðiskutla í fyrsta hvalnum sem dreginn var á land. Í reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi 1. september segir að við veiðar skuli ávallt stefnt að því að dýr aflífist samstundis. Samuel segir þetta skýrt mark um að þeim skilyrðum sé ekki hægt að fylgja. „Við gátum séð að það voru margar kvalafullar mínútur hjá þessu vesalings dýri,“ segir Samuel. „Það kemur mér í raun ekkert á óvart. Þrátt fyrir eftirlitsmennina í fyrra sáum við að þeir brutu dýraverndarlögin æ ofan í æ. Ég held að hvalveiðifyrirtækið beri enga virðingu fyrir lögunum. Ég held að þeir búist við að geta komið sér hjá lögunum og skjótist í gegn og fái leyfi fyrir næsta tímabil.“ Samuel hefur verið í hungurverkfalli frá því að Svandís kynnti ákvörðun sína um áframhald hvalveiða. Hann segir að sér líði vel, þrátt fyrir allt. „Þetta fer svolítið upp og niður. Stundum hef ég verið alveg uppgefinn og verð fljótt þreyttur. Ég var hræddur um að dagurinn í dag, langur úti í kaldri rigningunni, yrði erfiður en mér líður vel,“ segir hann. Hundruð kvikmyndagerðarmenn krefjast banns Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú krafist þess við Matvælastofnun að hún stöðvi hvalveiðarnar tafarlaust vegna meintra brota á reglugerð sem framin hafi verið í fyrsta veiðitúr þessa tímabils. SAmkvæmt upplýsingum frá MAST þarf hvalur að skila inn atvikaskýrslum innan tveggja virkra daga, sem verða skoðaðar af sérfræðingum MAST. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk sendi þá ákall til Liliju Alfreðsdóttur vinnumálaráðherra og Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra síðdegis um stöðvun veiðanna. Auk þeirra hafa hátt í hundrað kvikmyndagerðarmenn í Hollywood enn og aftur sent stjórnvöldum ákall um stöðvun veiðanna. Kristján Loftsson eigandi hvals hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hvalir Hvalveiðar Tengdar fréttir Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. 8. september 2023 17:32 Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01 Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 lönduðu þremur langreyðum í Hvalfirði í morgun. Hvalirnir þrír eru fyrstu stórhvelin sem veidd eru á þessu tímabili, sem hófst 1. september síðastliðinn. „Þar sem við höfum verið á Íslandi í þeirri von um að hvalveiðum yrði hætt hefur verið mjög erfitt að sjá þrjá hvali dregna upp dráttarbrautina,“ segir Norðmaðurinn Samuel Rostøl norskur náttúruverndarsinni sem er hér á landi á vegum Captain Paul Watson Foundation. Kvalafullar síðustu mínútur Á myndum sem Samuel og kollegar hans tóku í morgun mátti sjá minnst tvo hvalveiðiskutla í fyrsta hvalnum sem dreginn var á land. Í reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi 1. september segir að við veiðar skuli ávallt stefnt að því að dýr aflífist samstundis. Samuel segir þetta skýrt mark um að þeim skilyrðum sé ekki hægt að fylgja. „Við gátum séð að það voru margar kvalafullar mínútur hjá þessu vesalings dýri,“ segir Samuel. „Það kemur mér í raun ekkert á óvart. Þrátt fyrir eftirlitsmennina í fyrra sáum við að þeir brutu dýraverndarlögin æ ofan í æ. Ég held að hvalveiðifyrirtækið beri enga virðingu fyrir lögunum. Ég held að þeir búist við að geta komið sér hjá lögunum og skjótist í gegn og fái leyfi fyrir næsta tímabil.“ Samuel hefur verið í hungurverkfalli frá því að Svandís kynnti ákvörðun sína um áframhald hvalveiða. Hann segir að sér líði vel, þrátt fyrir allt. „Þetta fer svolítið upp og niður. Stundum hef ég verið alveg uppgefinn og verð fljótt þreyttur. Ég var hræddur um að dagurinn í dag, langur úti í kaldri rigningunni, yrði erfiður en mér líður vel,“ segir hann. Hundruð kvikmyndagerðarmenn krefjast banns Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú krafist þess við Matvælastofnun að hún stöðvi hvalveiðarnar tafarlaust vegna meintra brota á reglugerð sem framin hafi verið í fyrsta veiðitúr þessa tímabils. SAmkvæmt upplýsingum frá MAST þarf hvalur að skila inn atvikaskýrslum innan tveggja virkra daga, sem verða skoðaðar af sérfræðingum MAST. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk sendi þá ákall til Liliju Alfreðsdóttur vinnumálaráðherra og Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra síðdegis um stöðvun veiðanna. Auk þeirra hafa hátt í hundrað kvikmyndagerðarmenn í Hollywood enn og aftur sent stjórnvöldum ákall um stöðvun veiðanna. Kristján Loftsson eigandi hvals hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Hvalir Hvalveiðar Tengdar fréttir Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. 8. september 2023 17:32 Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01 Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. 8. september 2023 17:32
Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01
Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33