Arnar braut engar reglur og Víkingar sleppa við refsingu Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 19:35 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik Víkinga. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnudeild Víkinga hlýtur enga refsingu vegna samskipta Arnars Gunnlaugssonar þjálfara liðsins við varamannabekk Víkinga í leik gegn Val þann 20. ágúst. Arnar var í leikbanni í leiknum. KSÍ birti í dag úrskurð Aga- og úrskurðanefndar sambandsins í máli Vals gegn Knattspyrnudeild Víkings. Valur kærði Víkinga vegna afskipta Arnar Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í leik liðanna þann 20. ágúst en Arnar var í leikbanni í leiknum. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í útsendingunni sást til Arnars í stúkunni þar sem hann var í símanum. Eftir leik viðurkenndi Arnar síðan í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann að hann hefði verið í samskiptum við varamannabekk liðsins á meðan á leik stóð. Í kjölfarið lagði Knattspyrnudeild fram kæru á hendur Víkingum og vildi að liðinu yrði dæmdur sigur í leiknum og Víkingum gert að greiða sekt. Til vara að leikurinn yrði dæmdur ógildur og hann endurtekinn og að lokum til þrautavara að Víkingar skyldu greiða 300.000 krónur í sekt. Segja Arnar hafa stýrt liðinu Í greinargerð sinni vísa Valsmenn til 12. greinar reglugerðar KSÍ um aga og úrskurðamál þar sem fram kemur að sé þjálfari dæmdur í leikbann skuli hann „vera á meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið,“ ákveði hann að mæta á leikstað. Valsmenn vísa einnig til agareglna FIFA þar sem reglurnar eru ítarlegri og taka fram að þjálfurum sé bannað að mæta í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Einnig taka Valsmenn fram að samkvæmt knattspyrnulögum fyrir tímabilið 2023-24 sé óheimilt fyrir forráðamenn að nota rafrænan samskiptabúnað á meðan á leik stendur. „Kærandi byggir á því að Arnar Gunnlaugsson hafi í raun stýrt liði kærða í leiknum gegn kæranda með því að koma sér þannig fyrir á áhorfendasvæði Origovallar að hann hafi haft góða vallarsýn og getað þaðan fylgst nákvæmlega með framgangi leiksins,“ segir ennfremur í greinargerð Valsmanna sem birt er í úrskurði Aga- og úrskurðanefndar á heimasíðu KSÍ. Í dómsorðum sem birt er í dag kemur fram að óumdeilt hafi verið að Arnar Gunnlaugsson hafi komið skilaboðum og skipunum í gegnum farsíma áfram til starfsfólks og þjálfara Víkings á varamannabekknum í umræddum leik. Þar kemur einnig fram að það sé á valdsviði KSÍ að setja íslenskri kanttspyrnu lög og að nefndin sé ekki bundin af því ef reglur FIFA gangi lengra en reglur KSÍ. Hvað varðar áðurnefnda 12. grein reglugerðar KSÍ segir nefndin að þar sé tekið á því með tæmandi hætti hvar þjálfari sem mæti á leikstað megi vera staðsettur sé hann í leikbanni. Að mati nefndarinnar geti rafræn skilríki ekki ótvírætt falið í sér brot gagnvart reglugerðinni. Það er því niðurstaða nefndarinnar að Arnar Gunnlaugsson hafi ekki gerst brotlegur við reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Úrslit leiksins standa því óhögguð og Knattspyrnudeild Víkings ekki gert að sæta neinum viðurlögum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
KSÍ birti í dag úrskurð Aga- og úrskurðanefndar sambandsins í máli Vals gegn Knattspyrnudeild Víkings. Valur kærði Víkinga vegna afskipta Arnar Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í leik liðanna þann 20. ágúst en Arnar var í leikbanni í leiknum. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í útsendingunni sást til Arnars í stúkunni þar sem hann var í símanum. Eftir leik viðurkenndi Arnar síðan í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann að hann hefði verið í samskiptum við varamannabekk liðsins á meðan á leik stóð. Í kjölfarið lagði Knattspyrnudeild fram kæru á hendur Víkingum og vildi að liðinu yrði dæmdur sigur í leiknum og Víkingum gert að greiða sekt. Til vara að leikurinn yrði dæmdur ógildur og hann endurtekinn og að lokum til þrautavara að Víkingar skyldu greiða 300.000 krónur í sekt. Segja Arnar hafa stýrt liðinu Í greinargerð sinni vísa Valsmenn til 12. greinar reglugerðar KSÍ um aga og úrskurðamál þar sem fram kemur að sé þjálfari dæmdur í leikbann skuli hann „vera á meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið,“ ákveði hann að mæta á leikstað. Valsmenn vísa einnig til agareglna FIFA þar sem reglurnar eru ítarlegri og taka fram að þjálfurum sé bannað að mæta í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Einnig taka Valsmenn fram að samkvæmt knattspyrnulögum fyrir tímabilið 2023-24 sé óheimilt fyrir forráðamenn að nota rafrænan samskiptabúnað á meðan á leik stendur. „Kærandi byggir á því að Arnar Gunnlaugsson hafi í raun stýrt liði kærða í leiknum gegn kæranda með því að koma sér þannig fyrir á áhorfendasvæði Origovallar að hann hafi haft góða vallarsýn og getað þaðan fylgst nákvæmlega með framgangi leiksins,“ segir ennfremur í greinargerð Valsmanna sem birt er í úrskurði Aga- og úrskurðanefndar á heimasíðu KSÍ. Í dómsorðum sem birt er í dag kemur fram að óumdeilt hafi verið að Arnar Gunnlaugsson hafi komið skilaboðum og skipunum í gegnum farsíma áfram til starfsfólks og þjálfara Víkings á varamannabekknum í umræddum leik. Þar kemur einnig fram að það sé á valdsviði KSÍ að setja íslenskri kanttspyrnu lög og að nefndin sé ekki bundin af því ef reglur FIFA gangi lengra en reglur KSÍ. Hvað varðar áðurnefnda 12. grein reglugerðar KSÍ segir nefndin að þar sé tekið á því með tæmandi hætti hvar þjálfari sem mæti á leikstað megi vera staðsettur sé hann í leikbanni. Að mati nefndarinnar geti rafræn skilríki ekki ótvírætt falið í sér brot gagnvart reglugerðinni. Það er því niðurstaða nefndarinnar að Arnar Gunnlaugsson hafi ekki gerst brotlegur við reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Úrslit leiksins standa því óhögguð og Knattspyrnudeild Víkings ekki gert að sæta neinum viðurlögum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira