Segir að Henderson yrði leiður ef stuðningsmenn sneru baki við honum Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 09:31 Gareth Southgate landsliðsþjálfari og Harry Kane á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Úkraínu. Vísir/Getty Búist er við að Jordan Henderson verði í byrjunarliði Englands sem mætir Úkraínu í undankeppni EM í dag. Gareth Southgate vonast til að stuðningsmenn standi við bakið á liðinu í leiknum. Jordan Henderson yfirgaf Liverpool þar sem hann var fyrirliði og gekk til liðs við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq. Félagaskiptin vöktu töluverða athygli. Ekki síst í ljósi þess að Henderson hefur verið ötull talsmaður LGBTQ+ samfélagsins. Samkynhneigð er ólögleg í Sádi Arabíu og gæti verið refsað með dauðarefsingu. Þegar Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands valdi Henderson í landsliðshóp þjóðarinnar fyrir landsleikjagluggan nú í septemmber tilkynntu LGBTQ+ stuðningsmannasamtök Englands að þau myndu snúa baki í völlinn ef Henderson myndi spila fyrir þjóð sína. Það væri það sama og þeim fyndist hann hafa gert við þau. „Ég held að Jordan Henderson hafi tjáð sína skoðun í vikunni um að hann yrði leiður ef það væri þannig sem þeim liði. Tilfinningar hans til þessa samfélags hafa ekki breyst,“ sagði Southgate á blaðmannafundi í vikunni. „Sem lið þá er ég viss um að stuðningsmenn okkar munu standa við bakið á liðinu þegar leikurinn byrjar.“ Southgate sagðist skilja sum ummæli sem hafa fallið og virða þau. Hann sagðist ekki hafa íhugað að taka Henderson úr landsliðshópnum vegna málsins. „Ég vel ekki liðið út frá utanaðkomandi viðbrögðum. Hann er mjög reynslumikill atvinnumaður. Hann er með þroska til að ráða við aðstæðurnar. Hann hefur æft vel í vikunni líkt og allt liðið. Allir leikmenn eru tilbúnir í slaginn sem er mjög ánægjulegt. Jordan Henderson must think we re stupid to fall for his claim that he s gone to Saudi to develop the game there. The move s about money, not principles, so just say it s about the money. As stated here last week, the move s about hypocrisy, too, given his past support for the — Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2023 Henderson sjálfur var í viðtali við miðilinn The Athletic í vikunni þar sem hann varði ákvörðun sína að fara til Sádi Arabíu og sagðist staðfastlega trúa því að það hafi verið rétt í stöðunni. „Það sem ég hef alltaf reynt að gera er að hjálpa. Ég hef lagt mikið á mig til að hjálpa. Ég hef verið með reimar og armbönd, ég hef talað við fólk í þessu samfélagi til að nota mína stöðu til að hjálpa þeim. Það er það sem ég alltaf reynt að gera.“ Sádiarabíski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Jordan Henderson yfirgaf Liverpool þar sem hann var fyrirliði og gekk til liðs við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq. Félagaskiptin vöktu töluverða athygli. Ekki síst í ljósi þess að Henderson hefur verið ötull talsmaður LGBTQ+ samfélagsins. Samkynhneigð er ólögleg í Sádi Arabíu og gæti verið refsað með dauðarefsingu. Þegar Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands valdi Henderson í landsliðshóp þjóðarinnar fyrir landsleikjagluggan nú í septemmber tilkynntu LGBTQ+ stuðningsmannasamtök Englands að þau myndu snúa baki í völlinn ef Henderson myndi spila fyrir þjóð sína. Það væri það sama og þeim fyndist hann hafa gert við þau. „Ég held að Jordan Henderson hafi tjáð sína skoðun í vikunni um að hann yrði leiður ef það væri þannig sem þeim liði. Tilfinningar hans til þessa samfélags hafa ekki breyst,“ sagði Southgate á blaðmannafundi í vikunni. „Sem lið þá er ég viss um að stuðningsmenn okkar munu standa við bakið á liðinu þegar leikurinn byrjar.“ Southgate sagðist skilja sum ummæli sem hafa fallið og virða þau. Hann sagðist ekki hafa íhugað að taka Henderson úr landsliðshópnum vegna málsins. „Ég vel ekki liðið út frá utanaðkomandi viðbrögðum. Hann er mjög reynslumikill atvinnumaður. Hann er með þroska til að ráða við aðstæðurnar. Hann hefur æft vel í vikunni líkt og allt liðið. Allir leikmenn eru tilbúnir í slaginn sem er mjög ánægjulegt. Jordan Henderson must think we re stupid to fall for his claim that he s gone to Saudi to develop the game there. The move s about money, not principles, so just say it s about the money. As stated here last week, the move s about hypocrisy, too, given his past support for the — Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2023 Henderson sjálfur var í viðtali við miðilinn The Athletic í vikunni þar sem hann varði ákvörðun sína að fara til Sádi Arabíu og sagðist staðfastlega trúa því að það hafi verið rétt í stöðunni. „Það sem ég hef alltaf reynt að gera er að hjálpa. Ég hef lagt mikið á mig til að hjálpa. Ég hef verið með reimar og armbönd, ég hef talað við fólk í þessu samfélagi til að nota mína stöðu til að hjálpa þeim. Það er það sem ég alltaf reynt að gera.“
Sádiarabíski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira