Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. september 2023 17:34 Umfangsmikil leit var gerð í húsi Ásu og Heuermann í tæpar tvær vikur eftir að hann var handtekinn. Hún segir tjónið gríðarlegt. AP Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. Ása ræddi við miðilinn The Sun um málið en eiginmaður hennar var handtekinn í New York í júlí. Hún segir lífinu hafa verið snúið á hvolf. „Ég vissi ekki hvar ég var. Ég er gríðarlega þakklát fyrir stuðning almennings en heimili mitt er enn í rúst. Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda – ekki tugum – hundruðum. En þarna á ég heima. Ég ól börnin þarna upp og ég verð að koma húsinu í stand,“ segir Ása við blaðamenn Sun, þar sem hún sat úti á verönd. Glímir við húðkrabbamein Melissa Moore, dóttir raðmorðingjans sem kallaður er „broskalla-morðinginn,“ hóf söfnun fyrir Ásu og fjölskyldu í ágúst á síðunni GoFundMe, sem vel hefur gengið. Fyrir það segist Ása þakklát. „Mér var sagt að ég gæti ekkert tjáð mig um málið því það gæti verið notað gegn mér fyrir dómstólum. Þannig að ég ætla ekki að gera það. Ég er bara að reyna að njóta augnabliksins,“ segir hún og bendir á kvöldsólina. Ása bætir við að hún sé með húðkrabbamein og þurfi því að vera vel klædd. Tengja Heuermann við fleiri morðmál Ása sótti um skilnað frá Heuermann stuttu eftir að málið kom upp. Lögfræðingur hennar sagði við fjölmiðla í ágúst að skilnaðurinn snerist ekki aðeins um brotið traust hjónanna heldur var hann gerður strax til að tryggja að Ása flæktist ekki inn í málaferli. Það er, væntanleg skaðabótamál sem fjölskyldur hinna myrtu gætu höfðað á hendur Heuermann. Reiknað er með löngum réttarhöldum í máli Heuermann en hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti þrjár konur. Sterkur grunur leikur á að hann hafi myrt fjórðu konuna en fjöldamorðin hafa verið kennd við Gilgo Beach. Lögregla er með fleiri morðmál til álita þar sem kannað er hvort Heuermann hafi komið við sögu. Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40 Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Ása ræddi við miðilinn The Sun um málið en eiginmaður hennar var handtekinn í New York í júlí. Hún segir lífinu hafa verið snúið á hvolf. „Ég vissi ekki hvar ég var. Ég er gríðarlega þakklát fyrir stuðning almennings en heimili mitt er enn í rúst. Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda – ekki tugum – hundruðum. En þarna á ég heima. Ég ól börnin þarna upp og ég verð að koma húsinu í stand,“ segir Ása við blaðamenn Sun, þar sem hún sat úti á verönd. Glímir við húðkrabbamein Melissa Moore, dóttir raðmorðingjans sem kallaður er „broskalla-morðinginn,“ hóf söfnun fyrir Ásu og fjölskyldu í ágúst á síðunni GoFundMe, sem vel hefur gengið. Fyrir það segist Ása þakklát. „Mér var sagt að ég gæti ekkert tjáð mig um málið því það gæti verið notað gegn mér fyrir dómstólum. Þannig að ég ætla ekki að gera það. Ég er bara að reyna að njóta augnabliksins,“ segir hún og bendir á kvöldsólina. Ása bætir við að hún sé með húðkrabbamein og þurfi því að vera vel klædd. Tengja Heuermann við fleiri morðmál Ása sótti um skilnað frá Heuermann stuttu eftir að málið kom upp. Lögfræðingur hennar sagði við fjölmiðla í ágúst að skilnaðurinn snerist ekki aðeins um brotið traust hjónanna heldur var hann gerður strax til að tryggja að Ása flæktist ekki inn í málaferli. Það er, væntanleg skaðabótamál sem fjölskyldur hinna myrtu gætu höfðað á hendur Heuermann. Reiknað er með löngum réttarhöldum í máli Heuermann en hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti þrjár konur. Sterkur grunur leikur á að hann hafi myrt fjórðu konuna en fjöldamorðin hafa verið kennd við Gilgo Beach. Lögregla er með fleiri morðmál til álita þar sem kannað er hvort Heuermann hafi komið við sögu.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40 Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40
Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30
Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36