Tugir fanga færðir um set vegna flótta strokufangans Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. september 2023 16:37 Leitin að strokufanganum Daniel Khalife stóð yfir í rúma þrjá sólarhringa. AP Um það bil fjörutíu fangar í HMP Wandsworth fangelsinu í suðvesturhluta Lundúna hafa verið færðir í annað fangelsi eftir að hinum 21 árs gamla Daniel Khalife tókst að strjúka úr fangelsinu á miðvikudag. Alex Chalk dómsmálaráðherra Bretlands greindi frá þessu við BBC. Umræður hafa orðið um hvort strokufanginn hafi átt að vera vistaður í fangelsi með meiri öryggisgæslu. Chalk segir að farið hafi verið eftir viðeigandi siðareglum í tengslum við í hvers lags fangelsi hann var vistaður. Þá segir hann að öllum reglum um öryggi og mönnun hafi verið fylgt daginn sem maðurinn strauk. Khalife var handtekinn í gær eftir að hafa verið í felum í rúmlega þrjá sólarhringa. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. „Nú er spurning hvort reglunum hafi verið fylgt til hins fyllsta,“ sagði Chalk í samtali við BBC í dag. Hann segist hafa hleypt af stað tveimur rannsóknum í máli Khalife, einni í tengslum við strok hans og annarri í tengslum við hvort hann hafi verið settur í fangelsi með hæfilegum öryggisbúnaði. Khalife var vistaður í fangelsi í B-flokki samkvæmt breskum öryggisstöðlum. Verið er að rannsaka hvort hann hefði átt að vera vistaður í fangelsi í A-flokki, þar sem öryggisgæsla og eftirlit með föngum er meiri. Chalk segir fjörutíu fanga hafa verið færðir í annað fangelsi meðan á rannsókninni stendur til þess að gæta varúðar. Aðspurður hvernig þeir hafi verið valdir eða hvers vegna mikilvægt var að þeir færðu sig vildi hann ekki svara. Tilkynnt var um strok Khalife á mánudagsmorgun. Hann er sagður hafa komist út í gegnum eldhús fangelsisins, bundið sig undir sendiferðabíl og komist þannig út fyrir varnir fangelsisins. Hann var í meira en 22 kílómetra fjarlægð frá fangelsinu þegar lögregla náði haldi á honum í gær. Fangelsismál Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. 8. september 2023 21:47 Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Alex Chalk dómsmálaráðherra Bretlands greindi frá þessu við BBC. Umræður hafa orðið um hvort strokufanginn hafi átt að vera vistaður í fangelsi með meiri öryggisgæslu. Chalk segir að farið hafi verið eftir viðeigandi siðareglum í tengslum við í hvers lags fangelsi hann var vistaður. Þá segir hann að öllum reglum um öryggi og mönnun hafi verið fylgt daginn sem maðurinn strauk. Khalife var handtekinn í gær eftir að hafa verið í felum í rúmlega þrjá sólarhringa. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. „Nú er spurning hvort reglunum hafi verið fylgt til hins fyllsta,“ sagði Chalk í samtali við BBC í dag. Hann segist hafa hleypt af stað tveimur rannsóknum í máli Khalife, einni í tengslum við strok hans og annarri í tengslum við hvort hann hafi verið settur í fangelsi með hæfilegum öryggisbúnaði. Khalife var vistaður í fangelsi í B-flokki samkvæmt breskum öryggisstöðlum. Verið er að rannsaka hvort hann hefði átt að vera vistaður í fangelsi í A-flokki, þar sem öryggisgæsla og eftirlit með föngum er meiri. Chalk segir fjörutíu fanga hafa verið færðir í annað fangelsi meðan á rannsókninni stendur til þess að gæta varúðar. Aðspurður hvernig þeir hafi verið valdir eða hvers vegna mikilvægt var að þeir færðu sig vildi hann ekki svara. Tilkynnt var um strok Khalife á mánudagsmorgun. Hann er sagður hafa komist út í gegnum eldhús fangelsisins, bundið sig undir sendiferðabíl og komist þannig út fyrir varnir fangelsisins. Hann var í meira en 22 kílómetra fjarlægð frá fangelsinu þegar lögregla náði haldi á honum í gær.
Fangelsismál Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. 8. september 2023 21:47 Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. 8. september 2023 21:47
Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40