Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Bjarki Sigurðsson skrifar 10. september 2023 20:16 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Ívar Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. Á fimmtudaginn í síðustu viku mættu nokkrir meðlimir hóps sem kallar sig Samtökin 22 í Langholtsskóla í Reykjavík og heimtuðu svör hvers vegna veggspjöld sem fjölluðu um kynlíf og kynhneigð væru hengd á veggi skólans. Þeim var vikið úr húsnæðinu af starfsmönnum þar. Skólastjórnendur varaðir við Einn meðlimur samtakanna birti myndband af heimsókninni á Facebook. Samtökin voru ekki sátt með að vera vikið í burtu og sögðu ítrekað að grunnskólinn væri opinber staður og því væru þau í fullum rétti til að vera á svæðinu. Í kjölfar þessarar uppákomu var sendur út póstur á alla skóla, félags- og frístundamiðstöðvar þar sem varað var við hópnum. Var þar meðal annars sagt að starfsfólk þurfi að snúa bökum saman. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir hópinn ekki geta mætt án leyfis í hvaða skóla sem er. „Skóli er einfaldlega vettvangur náms og kennslu. Þangað eiga erindi eingöngu kennarar, starfsfólk skóla, nemendur og svo foreldrar. Sem eru í samskiptum við skólann. Það skiptir miklu máli að skólar séu opnir þannig að foreldrar séu velkomnir. En þetta á ekki að gerast,“ segir Helgi. Eru að fylgja lögum Hann segir uppákomur eins og þessa geta orðið til þess að starfsfólk skóla eigi erfitt með að fræða og kenna börnum. „Við erum að fylgja því sem segir í lögum um grunnskóla, aðalnámskrá, alþjóðlegum samþykktum sem við höfum undirgengist. Það skiptir miklu máli að starfsfólk okkar sé öruggt í því umhverfi og fylgi þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið og sveitarfélagið er að boða. Það má ekki verða til þess að sá óöryggi í þeirra huga því kynfræðsla, fræðsla um hinseginleikann, kynin og allt jafnréttis sem við viljum starfa eftir í íslensku samfélagi, að þeir séu öruggir í þeirri fræðslu og kennslu,“ segir Helgi. Reykjavík Skóla - og menntamál Hinsegin Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Á fimmtudaginn í síðustu viku mættu nokkrir meðlimir hóps sem kallar sig Samtökin 22 í Langholtsskóla í Reykjavík og heimtuðu svör hvers vegna veggspjöld sem fjölluðu um kynlíf og kynhneigð væru hengd á veggi skólans. Þeim var vikið úr húsnæðinu af starfsmönnum þar. Skólastjórnendur varaðir við Einn meðlimur samtakanna birti myndband af heimsókninni á Facebook. Samtökin voru ekki sátt með að vera vikið í burtu og sögðu ítrekað að grunnskólinn væri opinber staður og því væru þau í fullum rétti til að vera á svæðinu. Í kjölfar þessarar uppákomu var sendur út póstur á alla skóla, félags- og frístundamiðstöðvar þar sem varað var við hópnum. Var þar meðal annars sagt að starfsfólk þurfi að snúa bökum saman. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir hópinn ekki geta mætt án leyfis í hvaða skóla sem er. „Skóli er einfaldlega vettvangur náms og kennslu. Þangað eiga erindi eingöngu kennarar, starfsfólk skóla, nemendur og svo foreldrar. Sem eru í samskiptum við skólann. Það skiptir miklu máli að skólar séu opnir þannig að foreldrar séu velkomnir. En þetta á ekki að gerast,“ segir Helgi. Eru að fylgja lögum Hann segir uppákomur eins og þessa geta orðið til þess að starfsfólk skóla eigi erfitt með að fræða og kenna börnum. „Við erum að fylgja því sem segir í lögum um grunnskóla, aðalnámskrá, alþjóðlegum samþykktum sem við höfum undirgengist. Það skiptir miklu máli að starfsfólk okkar sé öruggt í því umhverfi og fylgi þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið og sveitarfélagið er að boða. Það má ekki verða til þess að sá óöryggi í þeirra huga því kynfræðsla, fræðsla um hinseginleikann, kynin og allt jafnréttis sem við viljum starfa eftir í íslensku samfélagi, að þeir séu öruggir í þeirri fræðslu og kennslu,“ segir Helgi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Hinsegin Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira