Kristall hefur fundið fegurðina í boltanum á nýjan leik eftir krefjandi tíma Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 09:30 Kristall Máni Ingason, leikmaður Sønderjyske og undir 21-árs landsliðs Íslands í fótbolta Vísir Kristall Máni Ingason, leikmaður u-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta, hefur fundið fegurðina í fótboltanum á nýjan leik í herbúðum Sønderjyske eftir krefjandi tíma hjá Rosenborg. Kristall verður í eldlínunni með u-21 árs landsliðinu síðar í dag þegar liðið tekur á móti Tékklandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli. „Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er ég mjög spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kristall Máni. „Framundan er fyrsti leikur í riðlinum, við erum búnir að taka nokkra æfingaleiki í aðdraganda þessa leiks og hlutirnir hafa gengið fínt hjá okkur.“ Hann metur riðilinn, sem Ísland er í ásamt Danmörku, Wales, Tékklandi og Litháen, sem mjög jafnan riðil. „Ég myndi segja það já, það er ekkert eitt lið sem á að fara stinga af. Þetta verða margir jafnir leikir og ég er spenntur fyrir því að spila á móti þessum liðum.“ Setjið þið þá kröfu á ykkur að klára þennan leik á morgun með sigri? „Já klárlega. Við setjum þá kröfu á okkur á móti hvaða liði sem er, sérstaklega á heimavelli. Þetta er heimavöllurinn okkar og hér viljum við alltaf taka stigin þrjú.“ Hefur fundið sína fjöl á ný Kristall Máni gekk til liðs við lið Sønderjyske, sem spilar í næstefstu deild í Danmörku, fyrir komandi tímabil eftir ansi erfiðan og krefjandi tíma hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Rosenborg. Kristall Máni Ingason fagnar marki með SønderjyskeTwitter@SEfodbold Í Danmörku hefur honum tekist að finna leikgleðina á nýjan leik, skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í átta leikjum. Á dögunum setti Kristall inn færslu á samfélagsmiðlinum X og þar stóð: „Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg.“ Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg pic.twitter.com/x8hgVKKr1G— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) August 23, 2023 Aðspurður hvernig honum liði hjá Sønderjyske, stóð ekki á svörum hjá þessum hæfileikaríka leikmanni. „Mér líður mjög vel þar. Þetta hefur allt smollið vel saman og gengið vel. Sønderjyske er í litlum bæ en það er bara heimilislegt og við erum með hörku lið í höndunum. Vonandi náum við bara að tryggja okkur upp og spila í betri deild á næsta ári. Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20. Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
„Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er ég mjög spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kristall Máni. „Framundan er fyrsti leikur í riðlinum, við erum búnir að taka nokkra æfingaleiki í aðdraganda þessa leiks og hlutirnir hafa gengið fínt hjá okkur.“ Hann metur riðilinn, sem Ísland er í ásamt Danmörku, Wales, Tékklandi og Litháen, sem mjög jafnan riðil. „Ég myndi segja það já, það er ekkert eitt lið sem á að fara stinga af. Þetta verða margir jafnir leikir og ég er spenntur fyrir því að spila á móti þessum liðum.“ Setjið þið þá kröfu á ykkur að klára þennan leik á morgun með sigri? „Já klárlega. Við setjum þá kröfu á okkur á móti hvaða liði sem er, sérstaklega á heimavelli. Þetta er heimavöllurinn okkar og hér viljum við alltaf taka stigin þrjú.“ Hefur fundið sína fjöl á ný Kristall Máni gekk til liðs við lið Sønderjyske, sem spilar í næstefstu deild í Danmörku, fyrir komandi tímabil eftir ansi erfiðan og krefjandi tíma hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Rosenborg. Kristall Máni Ingason fagnar marki með SønderjyskeTwitter@SEfodbold Í Danmörku hefur honum tekist að finna leikgleðina á nýjan leik, skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í átta leikjum. Á dögunum setti Kristall inn færslu á samfélagsmiðlinum X og þar stóð: „Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg.“ Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg pic.twitter.com/x8hgVKKr1G— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) August 23, 2023 Aðspurður hvernig honum liði hjá Sønderjyske, stóð ekki á svörum hjá þessum hæfileikaríka leikmanni. „Mér líður mjög vel þar. Þetta hefur allt smollið vel saman og gengið vel. Sønderjyske er í litlum bæ en það er bara heimilislegt og við erum með hörku lið í höndunum. Vonandi náum við bara að tryggja okkur upp og spila í betri deild á næsta ári. Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20.
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira