Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. september 2023 10:06 Nýtt tekjuöflunarkerfi vegna bíla og notkunar á vegakerfi verður innleitt í tveimur áföngum. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. Í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í morgun kemur fram að nýju heildarkerfi fyrir skattlagningu á ökutæki og eldsneyti sé ætlað að auka tekjur ríkissjóðs um 7,5 milljarða árið 2024. Tekjur ríkissjóðs af þeirri skattlagningu hafi rýrnað mikið á undanförnum árum samhliða breytingum á bílaflota landsmanna. Komið verði á nýju, einföldu og sanngjarnara kerfi um áramótin þar sem greiðslur bílaeigenda verði í auknum mæli tengdar notkun þeirra á vegakerfinu auk þess sem lágmark bifreiðagjalds verður hækkað. Áætlað er að tekjur af ökutækjum og eldsneyti verði 63,3 milljarðar króna. Nýja tekjuöflunarkerfið verður innleitt í tveimur áföngum. Í fyrri áfanga verður um að ræða kílómetragjald vegna notkunar hreinorkubíla á vegakerfinu og í þeim síðari vegna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Augljóst að allir þurfi að greiða fyrir notkun „Við sjáum fyrir okkur að rafbílar muni í auknum mæli taka þátt í því að greiða fyrir notkun á vegakerfinu. Það hafa verið í gildi mjög miklar ívilnanir fyrir umhverfisvæna bíla og við höfum séð orkuskiptin eiga sér stað, sérstaklega fyrir heimilin í landinu og mörg fyrirtæki,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Við viljum auðvitað sjá þessa þróun áfram en heildar tekjur ríkisins af ökutækjum og umferð hafa gefið of mikið eftir. Þessar ívilnanir voru skynsamlegar til þess að fá breytinguna af stað en augljóst er að þegar upp er staðið þá verða allir að greiða fyrir þátttöku eða fyrir notkun á vegakerfinu og við erum að stíga ákveðin skref á næsta ári þar sem rafbílar munu fara að greiða fyrir notkun á vegakerfinu.“ Er komin einhver tala þar? „Ég get bara sagt að það verður áfram mun hagkvæmara að eiga og reka rafmagnsbíl.“ Fjárlagafrumvarp 2024 Vistvænir bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Bílar Tengdar fréttir Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43 Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur. 12. september 2023 11:04 Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í morgun kemur fram að nýju heildarkerfi fyrir skattlagningu á ökutæki og eldsneyti sé ætlað að auka tekjur ríkissjóðs um 7,5 milljarða árið 2024. Tekjur ríkissjóðs af þeirri skattlagningu hafi rýrnað mikið á undanförnum árum samhliða breytingum á bílaflota landsmanna. Komið verði á nýju, einföldu og sanngjarnara kerfi um áramótin þar sem greiðslur bílaeigenda verði í auknum mæli tengdar notkun þeirra á vegakerfinu auk þess sem lágmark bifreiðagjalds verður hækkað. Áætlað er að tekjur af ökutækjum og eldsneyti verði 63,3 milljarðar króna. Nýja tekjuöflunarkerfið verður innleitt í tveimur áföngum. Í fyrri áfanga verður um að ræða kílómetragjald vegna notkunar hreinorkubíla á vegakerfinu og í þeim síðari vegna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Augljóst að allir þurfi að greiða fyrir notkun „Við sjáum fyrir okkur að rafbílar muni í auknum mæli taka þátt í því að greiða fyrir notkun á vegakerfinu. Það hafa verið í gildi mjög miklar ívilnanir fyrir umhverfisvæna bíla og við höfum séð orkuskiptin eiga sér stað, sérstaklega fyrir heimilin í landinu og mörg fyrirtæki,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Við viljum auðvitað sjá þessa þróun áfram en heildar tekjur ríkisins af ökutækjum og umferð hafa gefið of mikið eftir. Þessar ívilnanir voru skynsamlegar til þess að fá breytinguna af stað en augljóst er að þegar upp er staðið þá verða allir að greiða fyrir þátttöku eða fyrir notkun á vegakerfinu og við erum að stíga ákveðin skref á næsta ári þar sem rafbílar munu fara að greiða fyrir notkun á vegakerfinu.“ Er komin einhver tala þar? „Ég get bara sagt að það verður áfram mun hagkvæmara að eiga og reka rafmagnsbíl.“
Fjárlagafrumvarp 2024 Vistvænir bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Bílar Tengdar fréttir Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43 Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur. 12. september 2023 11:04 Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43
Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur. 12. september 2023 11:04
Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41