Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. september 2023 12:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar ríkisstjórnina um að slá met í útgjöldum. vísir/vilhelm Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu. „Þarna var verið að kynna tillögur sem við sáum í vor í tengslum við fjármálaáætlun. Þarna var verið að kynna tillögur sem við sáum þegar fjármálaráðherra lagði fram frumvarp sitt í fyrra. Það skiptir máli að ríkisstjórnin fari í það núna að sýna forystu, sýna á spilin um stefnu, að það séu aðgerðir sem eru í samræmi við markmið. Ég hef áhyggjur af því að ef þær aðgerðir sem ekki reyndust nægilegar í sumar og í fyrra eru nú aftur lagðar á borð þá verði niðurstaðan sú sama,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir innt eftir viðbrögðum um fjárlagafrumvarpið. „Auðvitað er þetta sagt með þeim fyrirvara að við fengum bara grófa kynningu á frumvarpinu sjálfu og maður á eftir að rýna tölurnar og gögnin betur en í stóra samhenginu eru tölurnar óbreyttar.“ Hún óttast að frumvarpið skili ekki tilætluðum árangri. „Ég hef vissar áhyggjur af því að þarna hafi ríkisstjórnin komið sér saman um einhverjar tillögur sem þessir þrír ofboðslega ólíku flokkar gátu sammælst um og fyrir vikið verði þetta eitthvað moð sem skili ekki árangri. Ég held að allir séu sammála um það á Alþingi að það eigi að standa vörð um heilbrigðiskerfið og innviðina en að fara til dæmis í tillögur sem snúast um flatan niðurskurð í staðinn fyrir að skoða einstök verkefni og hvernig þetta hefur áhrif á þjónustu sé ekki vænleg leið.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar.Stöð 2/Arnar „Nýtt met slegið“ Þingmaður Miðflokks segir fjármálaráðherra taka nokkuð stórt til orða þegar hann minnist á aðhald í tengslum við fjárlög. „Þessi ríkisstjórn var áður búin að slá öll met í ríkisútgjöldum en nú kynnir hún fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi halla og enn nýju meti í útgjöldum ríkisins en segist vera að beita aðhaldi. Og hvers vegna er það? Jú því hún ætli ekki að eyða eins miklu og hún hefði kannski getað hugsað sér og það er kallað aðhald og jafnvel sparnaður,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Þér finnst þá ekki mikið um aðhald í þessum tillögum? „Þessi aðhaldspæling hefur væntanlega áhrif miðað við það ef þau hefðu eytt enn meiri pening og rekið ríkið með enn meiri halla. Mér finnst dálítið langt seilst að kalla það aðhald eða sparnað að menn skuli ekki eyða alveg eins miklu og menn hefðu getað hugsað sér.“ Þá segir hann fjármálaráðherra skauta fram hjá heildarmyndinni. „Hún er sú að ríkið verður áfram rekið með halla þrátt fyrir þessa miklu tekjuaukningu og nýtt met slegið í ríkisútgjöldum á verðbólgutímum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Fjárlagafrumvarp 2024 Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43 Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Þarna var verið að kynna tillögur sem við sáum í vor í tengslum við fjármálaáætlun. Þarna var verið að kynna tillögur sem við sáum þegar fjármálaráðherra lagði fram frumvarp sitt í fyrra. Það skiptir máli að ríkisstjórnin fari í það núna að sýna forystu, sýna á spilin um stefnu, að það séu aðgerðir sem eru í samræmi við markmið. Ég hef áhyggjur af því að ef þær aðgerðir sem ekki reyndust nægilegar í sumar og í fyrra eru nú aftur lagðar á borð þá verði niðurstaðan sú sama,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir innt eftir viðbrögðum um fjárlagafrumvarpið. „Auðvitað er þetta sagt með þeim fyrirvara að við fengum bara grófa kynningu á frumvarpinu sjálfu og maður á eftir að rýna tölurnar og gögnin betur en í stóra samhenginu eru tölurnar óbreyttar.“ Hún óttast að frumvarpið skili ekki tilætluðum árangri. „Ég hef vissar áhyggjur af því að þarna hafi ríkisstjórnin komið sér saman um einhverjar tillögur sem þessir þrír ofboðslega ólíku flokkar gátu sammælst um og fyrir vikið verði þetta eitthvað moð sem skili ekki árangri. Ég held að allir séu sammála um það á Alþingi að það eigi að standa vörð um heilbrigðiskerfið og innviðina en að fara til dæmis í tillögur sem snúast um flatan niðurskurð í staðinn fyrir að skoða einstök verkefni og hvernig þetta hefur áhrif á þjónustu sé ekki vænleg leið.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar.Stöð 2/Arnar „Nýtt met slegið“ Þingmaður Miðflokks segir fjármálaráðherra taka nokkuð stórt til orða þegar hann minnist á aðhald í tengslum við fjárlög. „Þessi ríkisstjórn var áður búin að slá öll met í ríkisútgjöldum en nú kynnir hún fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi halla og enn nýju meti í útgjöldum ríkisins en segist vera að beita aðhaldi. Og hvers vegna er það? Jú því hún ætli ekki að eyða eins miklu og hún hefði kannski getað hugsað sér og það er kallað aðhald og jafnvel sparnaður,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Þér finnst þá ekki mikið um aðhald í þessum tillögum? „Þessi aðhaldspæling hefur væntanlega áhrif miðað við það ef þau hefðu eytt enn meiri pening og rekið ríkið með enn meiri halla. Mér finnst dálítið langt seilst að kalla það aðhald eða sparnað að menn skuli ekki eyða alveg eins miklu og menn hefðu getað hugsað sér.“ Þá segir hann fjármálaráðherra skauta fram hjá heildarmyndinni. „Hún er sú að ríkið verður áfram rekið með halla þrátt fyrir þessa miklu tekjuaukningu og nýtt met slegið í ríkisútgjöldum á verðbólgutímum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Fjárlagafrumvarp 2024 Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43 Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25
Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43
Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30