West Ham útilokar ekki að sækja félagslausan Lingard Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 11:00 Jesse Lingard átti frábært tímabil með West Ham er hann gekk til liðs við félagið á láni árið 2021. Justin Tallis - Pool/Getty Images Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað fyrir tæpum tveimur vikum síðan berast enn fréttir af mögulegum félagsskiptum leikmanna. Lið geta enn sótt leikmenn sem eru án félags og því er enn möguleiki á að bæta við sig fyrir tímabilið sem nú er nýhafið. Einn þeirra leikmanna sem eru án félags er Englendingurinn Jesse Lingard, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Lingard var á láni hjá West Ham seinni hluta tímabilsins 2020-2021 eftir nokkur mögur ár hjá uppeldisfélagi sínu, Manchester United. Hjá West Ham blómstraði Lingard og skoraði níu mörk í 16 deildarleikjum fyrir félagið. Hann ákvað þó að snúa aftur til United að lánstímanum loknum, en tækifærin í Manchester-borg voru af skornum skammti. Hann gekk að lokum í raðir Nottingham Forest fyrir síðasta tímabil, en yfirgaf félagið í sumar og er nú án félags. Þessi þrítugi fyrrverandi landsliðsmaður Englands hefur hins vegar æft með West Ham undanfarnar vikur og Davið Moyes, þjálfari liðsins, útilokar ekki að Lingard gæti unnið sér inn samning við liðið. 🗣️🎙️David Moyes on Jesse LingardThoughts? ( @talkSPORT ) pic.twitter.com/GXjVHD4ysQ— West Ham Network (@westhamnetwork) September 12, 2023 „Jesse er búinn að æfa með okkur síðustu þrjár vikur og er búinn að bæta sig mikið síðan þá,“ sagði Moyes í útvarpsþættinum The Sports Breakfast Show. „Hann er í góðu formi. Mun betra formi en þegar hann kom til okkar og ég verð að segja að þegar Jesse gekk til liðs við okkur fyrir tveimur árum þá held ég að hann hafi skorað níu mörk í 15 leikjum og átti virkilega stóran þátt í að koma okkur í Evrópukeppni í fyrsta sinn.“ „Ég vil að hann fái tækifæri til að koma sér aftur í gott stand og svo sjáum við til hvernig honum gengur,“ bætti Moyes við. Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Lið geta enn sótt leikmenn sem eru án félags og því er enn möguleiki á að bæta við sig fyrir tímabilið sem nú er nýhafið. Einn þeirra leikmanna sem eru án félags er Englendingurinn Jesse Lingard, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Lingard var á láni hjá West Ham seinni hluta tímabilsins 2020-2021 eftir nokkur mögur ár hjá uppeldisfélagi sínu, Manchester United. Hjá West Ham blómstraði Lingard og skoraði níu mörk í 16 deildarleikjum fyrir félagið. Hann ákvað þó að snúa aftur til United að lánstímanum loknum, en tækifærin í Manchester-borg voru af skornum skammti. Hann gekk að lokum í raðir Nottingham Forest fyrir síðasta tímabil, en yfirgaf félagið í sumar og er nú án félags. Þessi þrítugi fyrrverandi landsliðsmaður Englands hefur hins vegar æft með West Ham undanfarnar vikur og Davið Moyes, þjálfari liðsins, útilokar ekki að Lingard gæti unnið sér inn samning við liðið. 🗣️🎙️David Moyes on Jesse LingardThoughts? ( @talkSPORT ) pic.twitter.com/GXjVHD4ysQ— West Ham Network (@westhamnetwork) September 12, 2023 „Jesse er búinn að æfa með okkur síðustu þrjár vikur og er búinn að bæta sig mikið síðan þá,“ sagði Moyes í útvarpsþættinum The Sports Breakfast Show. „Hann er í góðu formi. Mun betra formi en þegar hann kom til okkar og ég verð að segja að þegar Jesse gekk til liðs við okkur fyrir tveimur árum þá held ég að hann hafi skorað níu mörk í 15 leikjum og átti virkilega stóran þátt í að koma okkur í Evrópukeppni í fyrsta sinn.“ „Ég vil að hann fái tækifæri til að koma sér aftur í gott stand og svo sjáum við til hvernig honum gengur,“ bætti Moyes við.
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira