Opnar sig um erfiða tíma og leitar til sálfræðings Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 15:30 Richarlison hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarna mánuði. Pedro Vilela/Getty Images Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison ætlar sér að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi er hann snýr aftur til Englands að landsleikjahléinu loknu. Richarlison gekk grátandi af velli er honum var skipt út af í 5-1 sigri brasilíska landsliðsins gegn Bólivíu síðastliðinn laugardag. Hann segir að ástæðan fyrir því sé að hann hafi þurft að koma ýmsum hlutum sem hafi verið að hrjá hann utan vallar út úr kerfinu. Hann hafi umkringt sig fólki sem hafi aðeins haft auga á peningum, en að hann sé á betri stað núna. „Ég er búinn að ganga í gegnum erfiða tíma utan vallar síðustu fimm mánuði,“ sagði Richarlison í samtali við brasilíska miðilinn O Globo. „En nú er meiri stöðugleiki heima og ég er búinn að losa mig við fólkið sem hafði bara áhuga á peningunum mínum.“ Þessi 26 ára gamli Brasilíumaður gekk í raðir Tottenham fyrir síðasta tímabil fyrir um 60 milljónir punda. Hann hefur þó ekki fundið sig hjá Lundúnaliðinu og hefur hann aðeins skorað fjögur mörk í 40 leikjum fyrir liðið. Hann segist þó ætla að leita sér hjálpar og að hann muni koma sterkari til baka. „Það er komið gott flæði á hlutina núna og ég er viss um að ég muni eiga góða tíma hjá Tottenham næstu mánuði og ég fari að láta hlutina gerast á ný.“ „Þegar ég sný aftur til Englands ætla ég að leita mér sálfræðihjálpar frá sálfræðingi til að styrkja hugann. Það er það sem þetta snýst um, að koma sterkari til baka.“ Richarlison will seek "psychological help" when he returns to England following a tough five months off the pitch. pic.twitter.com/dn25cBb6SD— ESPN UK (@ESPNUK) September 13, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Richarlison gekk grátandi af velli er honum var skipt út af í 5-1 sigri brasilíska landsliðsins gegn Bólivíu síðastliðinn laugardag. Hann segir að ástæðan fyrir því sé að hann hafi þurft að koma ýmsum hlutum sem hafi verið að hrjá hann utan vallar út úr kerfinu. Hann hafi umkringt sig fólki sem hafi aðeins haft auga á peningum, en að hann sé á betri stað núna. „Ég er búinn að ganga í gegnum erfiða tíma utan vallar síðustu fimm mánuði,“ sagði Richarlison í samtali við brasilíska miðilinn O Globo. „En nú er meiri stöðugleiki heima og ég er búinn að losa mig við fólkið sem hafði bara áhuga á peningunum mínum.“ Þessi 26 ára gamli Brasilíumaður gekk í raðir Tottenham fyrir síðasta tímabil fyrir um 60 milljónir punda. Hann hefur þó ekki fundið sig hjá Lundúnaliðinu og hefur hann aðeins skorað fjögur mörk í 40 leikjum fyrir liðið. Hann segist þó ætla að leita sér hjálpar og að hann muni koma sterkari til baka. „Það er komið gott flæði á hlutina núna og ég er viss um að ég muni eiga góða tíma hjá Tottenham næstu mánuði og ég fari að láta hlutina gerast á ný.“ „Þegar ég sný aftur til Englands ætla ég að leita mér sálfræðihjálpar frá sálfræðingi til að styrkja hugann. Það er það sem þetta snýst um, að koma sterkari til baka.“ Richarlison will seek "psychological help" when he returns to England following a tough five months off the pitch. pic.twitter.com/dn25cBb6SD— ESPN UK (@ESPNUK) September 13, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira