Ríkisstjórnin sé upptekin við innbyrðis rifrildi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 20:29 Kristrún Frostadóttir. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur ríkisstjórnina ekki hafa notað kjörtímabilið til góðs fyrir fólkið í landinu. Mikil orka fari í innbyrðis rifrildi og stjórnmálin snúist um eitthvað annað en það sem brennur á fólki. Þetta sagði Kristrún í ræðu við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Kristrún sagði að Samfylkingin tæki ekki þátt í svona hegðun og fólk geti treyst Samfylkingunni. „Við viljum mæta til leiks með raunsæjar lausnir sem endurspegla þau skref sem meirihluti þjóðar vill að verði tekin í grundvallarmálaflokkum. Fólkið í landinu skilur vel að það er ekki hægt að gera allt. Það vill bara að stjórnmálafólk sé hreinskilið um þá vegferð sem það treystir sér í. Eða eins og ágætur maður sem ég rakst á á kaffihúsi um daginn sagði: „Maður gerir ekki miklar kröfur til stjórnmálamanna. Bara að þau geri það sem þau segjast ætla að gera.“,“ sagði Kristrún. Samfylkingin mælist með mest fylgi allra flokka í könnunum þessa dagana. Flokkurinn mældist til að mynda með 28,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúls Gallup. Næstur var Sjálfstæðisflokkurinn með 21,1 prósent. Píratar mældust með 10,3 prósent, Miðflokkurinn með 8,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 7,5 prósent, Viðreisn með 7,2 prósent, Flokkur Fólksins með 6,3 prósent, Vinstri græn með 5,9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 4,4 prósent. Kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn Í ræðunni sagði Kristrún að Samfylkingin hefði viðurkennt að forgangsraða þyrfti á næsta kjörtímabili og að undirbúningsvinna stæði yfir. Efnahagurinn, velferð og öryggi fólk væri í fyrstu sætunum hjá flokknum. Kristrún sagði að flokkurinn myndi kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn á sviði heilbrigðis- og öldrunarmála. „Við höfum hlustað, meðtekið og sett á blað hvernig við viljum tryggja að grunnurinn sé í lagi; að fólk finni fyrir öryggi, hvar sem það býr og hafi fastan tengipunkt við heilbrigðiskerfið; hvernig við drögum úr skriffinnsku og tryggjum að heilbrigðisstarfsfólk hafi meiri tíma með sjúklingnum, svo dæmi séu nefnd.“ Kristrún sagði að þetta væri Samfylkingin að gera, á meðan ríkisstjórnin væri upptekin við að rífast við sjálfan sig um eigin vandamál. Eigið stjórnleysi í útlendingamálum, eigið virkjanastopp og endalaust hringl með hvalveiðar. Þá sagði hún að svo virtist sem það eina sem meðlimir ríkisstjórnarinnar væru sammála um innbyrðis væri að halda áfram að reka skaðlega efnahags- og velferðarstefnu, sem græfi undan stöðugleika. „Þetta blasti við landsmönnum síðast í gær, þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra um bót og betrun þegar kemur að stjórn efnahagsmála. Fjárlögin afhjúpa þau. Ríkisstjórnin heldur sig við óbreytta stefnu frá fjármálaáætlun í vor og árið þar á undan, að því er virðist óháð aðstæðum í samfélaginu. Á tímum viðvarandi verðbólgu og eftir fjórtán vaxtahækkanir í röð.“ Kristrún sagði ríkisstjórnina um að kalla hærri vexti yfir heimilin með því að velta allri ábyrgð á baráttunni við verðbólguna í fang Seðlabankans. Einnig væri verið að kynda undir óróa á vinnumarkaði, sem gæti leitt til enn meiri verðbólgu. Hún sagði aðhaldið eiga nú að koma næstum því allt frá efsta stjórnsýslulaginu og það væri í besta falli broslegt, eftir markvissa fjölgun ráðherra stóla. Á sama tíma væri ekkert gert til að koma í veg fyrir að kjarabætur verði eingöngu sóttar í gegnum launaliðinn. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í ræðu við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Kristrún sagði að Samfylkingin tæki ekki þátt í svona hegðun og fólk geti treyst Samfylkingunni. „Við viljum mæta til leiks með raunsæjar lausnir sem endurspegla þau skref sem meirihluti þjóðar vill að verði tekin í grundvallarmálaflokkum. Fólkið í landinu skilur vel að það er ekki hægt að gera allt. Það vill bara að stjórnmálafólk sé hreinskilið um þá vegferð sem það treystir sér í. Eða eins og ágætur maður sem ég rakst á á kaffihúsi um daginn sagði: „Maður gerir ekki miklar kröfur til stjórnmálamanna. Bara að þau geri það sem þau segjast ætla að gera.“,“ sagði Kristrún. Samfylkingin mælist með mest fylgi allra flokka í könnunum þessa dagana. Flokkurinn mældist til að mynda með 28,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúls Gallup. Næstur var Sjálfstæðisflokkurinn með 21,1 prósent. Píratar mældust með 10,3 prósent, Miðflokkurinn með 8,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 7,5 prósent, Viðreisn með 7,2 prósent, Flokkur Fólksins með 6,3 prósent, Vinstri græn með 5,9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 4,4 prósent. Kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn Í ræðunni sagði Kristrún að Samfylkingin hefði viðurkennt að forgangsraða þyrfti á næsta kjörtímabili og að undirbúningsvinna stæði yfir. Efnahagurinn, velferð og öryggi fólk væri í fyrstu sætunum hjá flokknum. Kristrún sagði að flokkurinn myndi kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn á sviði heilbrigðis- og öldrunarmála. „Við höfum hlustað, meðtekið og sett á blað hvernig við viljum tryggja að grunnurinn sé í lagi; að fólk finni fyrir öryggi, hvar sem það býr og hafi fastan tengipunkt við heilbrigðiskerfið; hvernig við drögum úr skriffinnsku og tryggjum að heilbrigðisstarfsfólk hafi meiri tíma með sjúklingnum, svo dæmi séu nefnd.“ Kristrún sagði að þetta væri Samfylkingin að gera, á meðan ríkisstjórnin væri upptekin við að rífast við sjálfan sig um eigin vandamál. Eigið stjórnleysi í útlendingamálum, eigið virkjanastopp og endalaust hringl með hvalveiðar. Þá sagði hún að svo virtist sem það eina sem meðlimir ríkisstjórnarinnar væru sammála um innbyrðis væri að halda áfram að reka skaðlega efnahags- og velferðarstefnu, sem græfi undan stöðugleika. „Þetta blasti við landsmönnum síðast í gær, þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra um bót og betrun þegar kemur að stjórn efnahagsmála. Fjárlögin afhjúpa þau. Ríkisstjórnin heldur sig við óbreytta stefnu frá fjármálaáætlun í vor og árið þar á undan, að því er virðist óháð aðstæðum í samfélaginu. Á tímum viðvarandi verðbólgu og eftir fjórtán vaxtahækkanir í röð.“ Kristrún sagði ríkisstjórnina um að kalla hærri vexti yfir heimilin með því að velta allri ábyrgð á baráttunni við verðbólguna í fang Seðlabankans. Einnig væri verið að kynda undir óróa á vinnumarkaði, sem gæti leitt til enn meiri verðbólgu. Hún sagði aðhaldið eiga nú að koma næstum því allt frá efsta stjórnsýslulaginu og það væri í besta falli broslegt, eftir markvissa fjölgun ráðherra stóla. Á sama tíma væri ekkert gert til að koma í veg fyrir að kjarabætur verði eingöngu sóttar í gegnum launaliðinn.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00