Eiginkona El Chapo laus úr steininum Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2023 00:02 Emma Coronel Aispuro á að verja næstu fjórum árum í Kaliforníu á skilorði. AP/Alexandria Adult Detention Center Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnabarónsins víðfræga, Joaquín Guzmán, eða El Chapo, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Hún lauk afplánun þriggja ára fangelsisdóms eftir að hún játaði þrjú brot árið 2021 sem sneru að því að hún hefði hjálpað eiginmanni sínum að reka glæpaveldi hans. Það var liður í samkomulagi við alríkissaksóknara en Dómurinn var styttur og henni var því sleppt í dag. Aispuro mun nú verja næstu fjórum árum í Kaliforníu á skilorði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Aispuro hjálpaði eiginmanni sínum einnig að flýja úr fanglesi í Mexíkó árið 2015 með því að smygla til hans úri með GPS. Þannig gátu samverkamenn hans grafið löng göng til hans sem El Chapo notaði til að flýja úr fangelsinu. Göngin voru mjög löng og loftræst. El Chapo notaði mótorhjól á teinum til að keyra í gegnum göngin þegar hann flúði. El Chapo leiddi Sinaloa-samtökin um árabil en hann var handtekinn aftur árið 2016, framseldur til Bandaríkjanna, og dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi árið 2019. Hann afplánar í víggirtu fangelsi í Colorado. Sjá einnig: El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Hann fór þó fram á það við fangelsismálayfirvöld í síðasta mánuði að Aispuro og tvær dætur þeirra mættu heimsækja hann í fangelsi. Kynntust þegar hún var sautján ára Í frétt BBC segir að Aispuro, sem er 34 ára gömul hafi fyrst hitt El Chapo þegar hún var sautján ára og að keppa í fegurðarsamkeppni. Faðir hennar, var háttsettur meðlimur í Sinaloa samtökunum en situr nú í fangelsi í Mexíkó. Aispuro giftist El Chapo þegar hún var átján ára gömul en árið 2011 eignuðust þau tvíbura, tvær dætur, og fór Aispuro til Kaliforníu til að fæða börnin, svo þær eru með bandarískan ríkisborgararétt. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 22. febrúar 2023 07:25 Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. 30. nóvember 2021 20:23 Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. 6. nóvember 2019 22:15 Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa Guzman Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir þá ráðamenn sem tóku ákvörðunina að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi hafa tekið rétta ákvörðun. 18. október 2019 16:55 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Það var liður í samkomulagi við alríkissaksóknara en Dómurinn var styttur og henni var því sleppt í dag. Aispuro mun nú verja næstu fjórum árum í Kaliforníu á skilorði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Aispuro hjálpaði eiginmanni sínum einnig að flýja úr fanglesi í Mexíkó árið 2015 með því að smygla til hans úri með GPS. Þannig gátu samverkamenn hans grafið löng göng til hans sem El Chapo notaði til að flýja úr fangelsinu. Göngin voru mjög löng og loftræst. El Chapo notaði mótorhjól á teinum til að keyra í gegnum göngin þegar hann flúði. El Chapo leiddi Sinaloa-samtökin um árabil en hann var handtekinn aftur árið 2016, framseldur til Bandaríkjanna, og dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi árið 2019. Hann afplánar í víggirtu fangelsi í Colorado. Sjá einnig: El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Hann fór þó fram á það við fangelsismálayfirvöld í síðasta mánuði að Aispuro og tvær dætur þeirra mættu heimsækja hann í fangelsi. Kynntust þegar hún var sautján ára Í frétt BBC segir að Aispuro, sem er 34 ára gömul hafi fyrst hitt El Chapo þegar hún var sautján ára og að keppa í fegurðarsamkeppni. Faðir hennar, var háttsettur meðlimur í Sinaloa samtökunum en situr nú í fangelsi í Mexíkó. Aispuro giftist El Chapo þegar hún var átján ára gömul en árið 2011 eignuðust þau tvíbura, tvær dætur, og fór Aispuro til Kaliforníu til að fæða börnin, svo þær eru með bandarískan ríkisborgararétt.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 22. febrúar 2023 07:25 Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. 30. nóvember 2021 20:23 Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. 6. nóvember 2019 22:15 Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa Guzman Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir þá ráðamenn sem tóku ákvörðunina að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi hafa tekið rétta ákvörðun. 18. október 2019 16:55 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 22. febrúar 2023 07:25
Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. 30. nóvember 2021 20:23
Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. 6. nóvember 2019 22:15
Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa Guzman Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir þá ráðamenn sem tóku ákvörðunina að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi hafa tekið rétta ákvörðun. 18. október 2019 16:55