Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2023 14:35 Brotin við veiðarnar eru talin alvarleg að mati Matvælastofnunar. Egill Aðalsteinsson Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að stöðvunin gildi þar til úrbætur hafi farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu. Ennfremur segir að við eftirlit hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hafi hitt dýrið „utan tilgreinds marksvæðis“ með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki drepist strax. „Við slík atvik ber veiðimönnum skv. nýrri reglugerð að skjóta dýrið án tafar aftur. Það var ekki gert fyrr en tæpum hálftíma síðar og drapst hvalurinn einhverjum mínútum eftir það. Slík töf telst brot á lögum um velferð dýra og reglugerð um veiðar á langreyðum,“ segir á vef Matvælastofnunar. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 hafa veitt ellefu langreyðar hið minnsta frá því að vertíð hófst að nýju eftir að matvælaráðherra heimilaði veiðar á ný með strangari skilyrðum með tilliti til dýraverndar. Geta takmarkað eða stöðva veiðarnar Greint var frá því í síðustu viku að tilkynnt hafi verið um tvískotinn hval í veiðiferðum Hvals 8 og 9. Var haft eftir Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, sérgreinadýralækni hjá Matvælastofnun, að þegar slík atvik kæmu upp þyrfti Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem lýsa skuli atvikinu og greina mögulegar orsakir þess. Þá yrði atvikið rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Matvælastofnun meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar haldi áfram. Þóra benti jafnframt á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili Matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot sé að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Dýr Tengdar fréttir Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20 Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að stöðvunin gildi þar til úrbætur hafi farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu. Ennfremur segir að við eftirlit hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hafi hitt dýrið „utan tilgreinds marksvæðis“ með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki drepist strax. „Við slík atvik ber veiðimönnum skv. nýrri reglugerð að skjóta dýrið án tafar aftur. Það var ekki gert fyrr en tæpum hálftíma síðar og drapst hvalurinn einhverjum mínútum eftir það. Slík töf telst brot á lögum um velferð dýra og reglugerð um veiðar á langreyðum,“ segir á vef Matvælastofnunar. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 hafa veitt ellefu langreyðar hið minnsta frá því að vertíð hófst að nýju eftir að matvælaráðherra heimilaði veiðar á ný með strangari skilyrðum með tilliti til dýraverndar. Geta takmarkað eða stöðva veiðarnar Greint var frá því í síðustu viku að tilkynnt hafi verið um tvískotinn hval í veiðiferðum Hvals 8 og 9. Var haft eftir Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, sérgreinadýralækni hjá Matvælastofnun, að þegar slík atvik kæmu upp þyrfti Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem lýsa skuli atvikinu og greina mögulegar orsakir þess. Þá yrði atvikið rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Matvælastofnun meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar haldi áfram. Þóra benti jafnframt á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili Matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot sé að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Dýr Tengdar fréttir Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20 Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20
Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51