Staða sem íbúar Suðurnesjabæjar geti ekki sætt sig við Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2023 16:40 Anton segir sveitarfélagið tilbúið til að breyta húsnæði í Vörðunni þannig að hægt sé að reka þar heilsugæslu. Formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar segir íbúa ekki geta beðið lengur eftir heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Um tíu kílómetra fjarlægð er í næstu heilsugæslu og að erfitt geti verið að komast þangað um hávetur. Einnig er kallað eftir aukinni þjónustu við aldraða. Formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar, Anton Kristinn Guðmundsson, segir íbúa sveitarfélagsins ekki sætta sig við það lengur að engin heilbrigðisþjónusta sé í boði í sveitarfélaginu. Alls búa rúm fjögur þúsund í sveitarfélaginu sem er að sögn Antons ört stækkandi. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir fimm árum. „Við erum eina sveitarfélagið á landinu, af þessari stærð, sem er hvorki með heilsugæslu né hjúkrunarheimili,“ segir Anton en hann vakti athygli á þessu í aðsendri grein á Vísi fyrr í dag. „Þetta er staða sem íbúar Suðurnesjabæjar geta ekki sætt sig við. Við köllum eftir formlegum viðræðum við forsvarsmenn HSS og heilbrigðisráðuneytis sem fyrst.“ Hann segir sveitarfélagið tilbúið með húsnæði sem væri hægt að breyta í heilsugæslu. Þau hafi átt í viðræðum við bæði HSS og ráðuneytið en að viðbrögðin hafi þar staðið á sér. „Þetta er húsnæði sem sveitarfélagið á. Það er í Vörðunni, á jarðhæð og aðgengi því gott. Við erum tilbúnir að ganga svo langt að innrétta húsið á okkar kostnað með þeim skilyrðum að ríkið komi hingað með heilbrigðisþjónustu,“ segir Anton og bætir við: „Viðbrögðin hafa verið á þann veg að málið sé til skoðunar og svo vísað til vegalengda á milli sveitarfélaganna.“ Erfitt um hávetur Á milli Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar eru um tíu kílómetrar sem tekur um tíu mínútur að keyra við góðar aðstæður. Alla jafna kemst fólk vel á milli en oft verða samgöngur þó erfiðar á veturna. „Miðnesheiðin getur verið hrikalega erfið á veturna. Það skefur í Miðnesheiðina. Við lentum auðvitað í því síðasta vetur að vera lokuð inni í byggðakjarnanum í hátt í þrjá sólarhringa,“ segir Anton. „Við erum líka með fullt af eldra fólki sem treystir sér ekki í að keyra þessa leið. Þetta er réttlætismál að það sé góða heilbrigðisþjónustu að finna í öllum sveitarfélögum á Íslandi. Það er það sem við erum að benda á,“ segir Anton að lokum. Þetta brennur mikið á íbúum sveitarfélagsins. Að geta ekki sótt heilbrigðisþjónustu í heimabyggð Þetta brennur mikið á íbúum sveitarfélagsins. Að geta ekki sótt heilbrigðisþjónustu í heimabyggð Anton Kristinn Guðmundsson „En það sem okkur sárnar mest í þessari umræðu er að það berst okkur til eyrna er að það er nú verið að opna heilsugæslu í Vogum. Það er sveitarfélag sem telur 1.500 íbúa á meðan við erum fjögur þúsund. Forgangsröðunin er ekki rétt þarna.“ Lokað við hrun Anton segir það gleðilegt að hægt sé að bæta við uppbyggingu í öðrum sveitarfélögum en finnst sárt að þau séu skilin eftir. Hann bendir á að á landinu séu aðeins þrír byggðarkjarnar þar sem ekki er að finna neina heilsugæslu eða hjúkrunarheimili og tvö þeirra séu í Suðurnesjabæ. „Það eru Garður, Sandgerði og Hellissandur.“ Hér áður fyrr var heilsugæslu að finna í báðum byggðarkjörnum en þeim var báðum lokað í kringum hrun og vísað til niðurskurðar. „Það hefur bara verið fjölgun í sveitarfélaginu síðan. En það er engin heilbrigðisþjónusta eða hjúkrunarheimili og þetta er staða sem við sættum okkur ekki við.“ Spurður hvort að þau hafi leitað til aðila sem reki einkarekna heilsugæslu þá segir hann þau opinn fyrir öllum sem vilji reka slíka þjónustu hjá þeim en að áhersla hafi verið lögð á að leita til HSS og heilbrigðisráðuneytis. „Til að tryggja að Suðurnesjabær sé settur á dagskrá. Þetta brennur mikið á íbúum sveitarfélagsins. Að geta ekki sótt heilbrigðisþjónustu í heimabyggð,“ segir Anton. Hann bendir á að sveitarfélagið sé með á sinni könnu mörg stór verkefni eins og alþjóðaflugvöllinn og vegalaus börn sem barnavernd þeirra taki við en auk þess sé á döfinni hjá Vinnumálastofnun að koma til með 120 hælisleitendur í Garðvang. Þá sé mikil uppbygging í Græna iðngarðinum sem sé svæðið þar sem álverin í Helguvík voru áður og í þróunarætlun Kadeco sem sveitarfélagið sé hluti af. „Þetta er vaxandi sveitarfélag og því þarf að fylgja aukin uppbygging. Ekki bara af hálfu sveitarfélagsins, heldur líka ríkisins. Þetta þarf að haldast í hendur. Við erum að kalla eftir formlegum viðræðum við HSS og heilbrigðisráðuneytið og að við séum settir á dagskrá.“ Suðurnesjabær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Tengdar fréttir Engin heilbrigðisþjónusta í fjögur þúsund manna bæjarfélagi Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vinna nú hörðu höndum að því að fá heilbrigðisþjónustu frá ríkinu í sveitarfélagið en staðreyndin er sú að það er enga heilbrigðisþjónustu að hafa í Suðurnesjabæ í dag þrátt fyrir að þar búi um fjögur þúsund manns. 6. ágúst 2023 23:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar, Anton Kristinn Guðmundsson, segir íbúa sveitarfélagsins ekki sætta sig við það lengur að engin heilbrigðisþjónusta sé í boði í sveitarfélaginu. Alls búa rúm fjögur þúsund í sveitarfélaginu sem er að sögn Antons ört stækkandi. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir fimm árum. „Við erum eina sveitarfélagið á landinu, af þessari stærð, sem er hvorki með heilsugæslu né hjúkrunarheimili,“ segir Anton en hann vakti athygli á þessu í aðsendri grein á Vísi fyrr í dag. „Þetta er staða sem íbúar Suðurnesjabæjar geta ekki sætt sig við. Við köllum eftir formlegum viðræðum við forsvarsmenn HSS og heilbrigðisráðuneytis sem fyrst.“ Hann segir sveitarfélagið tilbúið með húsnæði sem væri hægt að breyta í heilsugæslu. Þau hafi átt í viðræðum við bæði HSS og ráðuneytið en að viðbrögðin hafi þar staðið á sér. „Þetta er húsnæði sem sveitarfélagið á. Það er í Vörðunni, á jarðhæð og aðgengi því gott. Við erum tilbúnir að ganga svo langt að innrétta húsið á okkar kostnað með þeim skilyrðum að ríkið komi hingað með heilbrigðisþjónustu,“ segir Anton og bætir við: „Viðbrögðin hafa verið á þann veg að málið sé til skoðunar og svo vísað til vegalengda á milli sveitarfélaganna.“ Erfitt um hávetur Á milli Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar eru um tíu kílómetrar sem tekur um tíu mínútur að keyra við góðar aðstæður. Alla jafna kemst fólk vel á milli en oft verða samgöngur þó erfiðar á veturna. „Miðnesheiðin getur verið hrikalega erfið á veturna. Það skefur í Miðnesheiðina. Við lentum auðvitað í því síðasta vetur að vera lokuð inni í byggðakjarnanum í hátt í þrjá sólarhringa,“ segir Anton. „Við erum líka með fullt af eldra fólki sem treystir sér ekki í að keyra þessa leið. Þetta er réttlætismál að það sé góða heilbrigðisþjónustu að finna í öllum sveitarfélögum á Íslandi. Það er það sem við erum að benda á,“ segir Anton að lokum. Þetta brennur mikið á íbúum sveitarfélagsins. Að geta ekki sótt heilbrigðisþjónustu í heimabyggð Þetta brennur mikið á íbúum sveitarfélagsins. Að geta ekki sótt heilbrigðisþjónustu í heimabyggð Anton Kristinn Guðmundsson „En það sem okkur sárnar mest í þessari umræðu er að það berst okkur til eyrna er að það er nú verið að opna heilsugæslu í Vogum. Það er sveitarfélag sem telur 1.500 íbúa á meðan við erum fjögur þúsund. Forgangsröðunin er ekki rétt þarna.“ Lokað við hrun Anton segir það gleðilegt að hægt sé að bæta við uppbyggingu í öðrum sveitarfélögum en finnst sárt að þau séu skilin eftir. Hann bendir á að á landinu séu aðeins þrír byggðarkjarnar þar sem ekki er að finna neina heilsugæslu eða hjúkrunarheimili og tvö þeirra séu í Suðurnesjabæ. „Það eru Garður, Sandgerði og Hellissandur.“ Hér áður fyrr var heilsugæslu að finna í báðum byggðarkjörnum en þeim var báðum lokað í kringum hrun og vísað til niðurskurðar. „Það hefur bara verið fjölgun í sveitarfélaginu síðan. En það er engin heilbrigðisþjónusta eða hjúkrunarheimili og þetta er staða sem við sættum okkur ekki við.“ Spurður hvort að þau hafi leitað til aðila sem reki einkarekna heilsugæslu þá segir hann þau opinn fyrir öllum sem vilji reka slíka þjónustu hjá þeim en að áhersla hafi verið lögð á að leita til HSS og heilbrigðisráðuneytis. „Til að tryggja að Suðurnesjabær sé settur á dagskrá. Þetta brennur mikið á íbúum sveitarfélagsins. Að geta ekki sótt heilbrigðisþjónustu í heimabyggð,“ segir Anton. Hann bendir á að sveitarfélagið sé með á sinni könnu mörg stór verkefni eins og alþjóðaflugvöllinn og vegalaus börn sem barnavernd þeirra taki við en auk þess sé á döfinni hjá Vinnumálastofnun að koma til með 120 hælisleitendur í Garðvang. Þá sé mikil uppbygging í Græna iðngarðinum sem sé svæðið þar sem álverin í Helguvík voru áður og í þróunarætlun Kadeco sem sveitarfélagið sé hluti af. „Þetta er vaxandi sveitarfélag og því þarf að fylgja aukin uppbygging. Ekki bara af hálfu sveitarfélagsins, heldur líka ríkisins. Þetta þarf að haldast í hendur. Við erum að kalla eftir formlegum viðræðum við HSS og heilbrigðisráðuneytið og að við séum settir á dagskrá.“
Suðurnesjabær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Tengdar fréttir Engin heilbrigðisþjónusta í fjögur þúsund manna bæjarfélagi Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vinna nú hörðu höndum að því að fá heilbrigðisþjónustu frá ríkinu í sveitarfélagið en staðreyndin er sú að það er enga heilbrigðisþjónustu að hafa í Suðurnesjabæ í dag þrátt fyrir að þar búi um fjögur þúsund manns. 6. ágúst 2023 23:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Engin heilbrigðisþjónusta í fjögur þúsund manna bæjarfélagi Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vinna nú hörðu höndum að því að fá heilbrigðisþjónustu frá ríkinu í sveitarfélagið en staðreyndin er sú að það er enga heilbrigðisþjónustu að hafa í Suðurnesjabæ í dag þrátt fyrir að þar búi um fjögur þúsund manns. 6. ágúst 2023 23:05