Vilja samgöngubætur með sameiningu á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2023 22:11 Þórdís Sif Sigurðardóttir er bæjarstjóri Vesturbyggðar. Egill Aðalsteinsson Íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar kjósa um sameiningu í næsta mánuði og reynir þá í fyrsta sinn á ný ákvæði um íbúakosningar, þess efnis að þær séu bindandi og standi í tvær vikur hið minnsta. Sveitarfélögin nýta tilefnið til að þrýsta á tvenn jarðgöng. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fyrirhugaðar sameiningarkosningar. Venjulega hefur í kosningum hérlendis aðeins verið einn kjördagur en þegar íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar ganga að kjörborðinu núna í október verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýju fyrirkomulagi um íbúakosningar. Þannig skal atkvæðagreiðsla vara í minnst tvær vikur en mest fjórar. Og niðurstaðan verður bindandi. Frá Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Já, það verða íbúakosningar frá 9. til 28. október. Þetta er sem sagt samkvæmt nýjum reglum og reglugerð um íbúakosningar,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. En hvað mun sameining þýða fyrir byggðirnar? „Sterkari rödd bara samfélagsins hérna. Minni stjórnsýsla. Sterkara sveitarfélag til að takast á við þau verkefni sem við þurfum öll að takast á við. Það er náttúrlega mjög breytt umhverfi sveitarfélaga undanfarin ár. Þannig að ég held að þetta sé bara gott fyrir okkur sem sunnanverða Vestfirði að fara þessa leið,“ svarar bæjarstjórinn. Frá Tálknafirði.Vilhelm Gunnarsson Það er orðin lenska við sameiningu sveitarfélaga hérlendis að spyrða kröfur um samgöngubætur við. Hér vilja menn göng og ekki bara ein heldur tvenn. „Þetta er náttúrlega eitt af því sem skiptir miklu máli, bæði fyrir íbúana og fyrirtækin, að samgöngur séu góðar á svæðinu,“ segir Þórdís Sif. Miklar endurbætur standa nú yfir á veginum um Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Ráðamenn sveitarfélaganna telja hins vegar lykilatriði að fá jarðgöng þar á milli sem og undir Hálfdán, heiðina milli Tálknafjarðar og Bíldudals. Frá Bíldudal.Vilhelm Gunnarsson „Þannig að það er bara gríðarlega mikið sem þarf að gera í vegasamgöngum hérna á milli. Svo eru þetta líka fjallvegir og fjölfarnasti fjallvegur Vestfjarða er hérna á milli. Fólk líka hættir sér ekkert endilega á að keyra þarna á milli. Það eru margir sem veigra sér við að fara hérna á milli að vetri til,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vesturbyggð Tálknafjörður Samgöngur Vegagerð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. 28. júní 2023 11:53 Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fyrirhugaðar sameiningarkosningar. Venjulega hefur í kosningum hérlendis aðeins verið einn kjördagur en þegar íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar ganga að kjörborðinu núna í október verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýju fyrirkomulagi um íbúakosningar. Þannig skal atkvæðagreiðsla vara í minnst tvær vikur en mest fjórar. Og niðurstaðan verður bindandi. Frá Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Já, það verða íbúakosningar frá 9. til 28. október. Þetta er sem sagt samkvæmt nýjum reglum og reglugerð um íbúakosningar,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. En hvað mun sameining þýða fyrir byggðirnar? „Sterkari rödd bara samfélagsins hérna. Minni stjórnsýsla. Sterkara sveitarfélag til að takast á við þau verkefni sem við þurfum öll að takast á við. Það er náttúrlega mjög breytt umhverfi sveitarfélaga undanfarin ár. Þannig að ég held að þetta sé bara gott fyrir okkur sem sunnanverða Vestfirði að fara þessa leið,“ svarar bæjarstjórinn. Frá Tálknafirði.Vilhelm Gunnarsson Það er orðin lenska við sameiningu sveitarfélaga hérlendis að spyrða kröfur um samgöngubætur við. Hér vilja menn göng og ekki bara ein heldur tvenn. „Þetta er náttúrlega eitt af því sem skiptir miklu máli, bæði fyrir íbúana og fyrirtækin, að samgöngur séu góðar á svæðinu,“ segir Þórdís Sif. Miklar endurbætur standa nú yfir á veginum um Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Ráðamenn sveitarfélaganna telja hins vegar lykilatriði að fá jarðgöng þar á milli sem og undir Hálfdán, heiðina milli Tálknafjarðar og Bíldudals. Frá Bíldudal.Vilhelm Gunnarsson „Þannig að það er bara gríðarlega mikið sem þarf að gera í vegasamgöngum hérna á milli. Svo eru þetta líka fjallvegir og fjölfarnasti fjallvegur Vestfjarða er hérna á milli. Fólk líka hættir sér ekkert endilega á að keyra þarna á milli. Það eru margir sem veigra sér við að fara hérna á milli að vetri til,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vesturbyggð Tálknafjörður Samgöngur Vegagerð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. 28. júní 2023 11:53 Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. 28. júní 2023 11:53
Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44
Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19
Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37