Flugmaðurinn skaut sér úr vélinni, sem er af gerðinni, F-35B Lightning II, yfir Norður-Charleston í gær eftir „óhapp“. Hann virðist hafa komist frá atvikinu ómeiddur en þotunnar er saknað.
Leitin beinist nú að tveimur vötnum á svæðinu.
We re working with @MCASBeaufortSC to locate an F-35 that was involved in a mishap this afternoon. The pilot ejected safely. If you have any information that may help our recovery teams locate the F-35, please call the Base Defense Operations Center at 843-963-3600.
— Joint Base Charleston (@TeamCharleston) September 17, 2023
Margir furða sig eflaust á því hvernig hægt er að „týna“ heilli herþotu; það gerði að minnsta kosti Nancy Mace, þingkona í Norður-Karólínu.
„Hvernig í fjandanum týnirðu F-35? Er ekki staðsetningarbúnaður í þotunni og hvað... erum við að biðja almenning um að finna þotuna og skila henni?“ spurði hún á X, áður Twitter.
Now that I got that out of the way. How in the hell do you lose an F-35?
— Nancy Mace (@NancyMace) September 18, 2023
How is there not a tracking device and we re asking the public to what, find a jet and turn it in?
Að sögn yfirvalda tók lögregluþyrla þátt í leit á svæðinu. Rannsókn stendur enn yfir á því hvers vegna flugmaðurinn yfirgaf þotuna. Flugmaður annarar F-35 sem einnig var á flugi snéri aftur án atvika.