Að stemma af bókhald Tinna Traustadóttir skrifar 18. september 2023 08:30 Upprunaábyrgð raforku er staðfesting á því að raforkan hafi verið unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er allt og sumt og óþarfi að flækja umræðuna. Þetta felst í heitinu, þarna er á ferðinni vottorð sem ábyrgist uppruna raforkunnar og ekkert annað. Íslenskir framleiðendur raforku, þar á meðal Landsvirkjun, taka þátt í hinu evrópska kerfi upprunaábyrgða. Þrjátíu ríki eiga aðild að kerfinu sem byggir á því að allir sem nota raforku, hvar svo sem þeir eru staddir innan Evrópu, geti stutt við vinnslu endurnýjanlegrar orku með því að kaupa upprunaábyrgðir. Enginn er skyldaður til þess, hver og einn ræður hvort hann kaupir, hversu mikið og hvenær. Tökum dæmi: Fyrirtæki á Spáni á þess ekki kost að kaupa raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Hún er einfaldlega ekki í boði á starfssvæði fyrirtækisins. Forsvarsmenn þess vilja hins vegar styðja baráttuna gegn loftslagsvánni og ákveða því að kaupa upprunaábyrgð frá raforkuframleiðanda sem stundar græna orkuvinnslu. Til dæmis framleiðanda í Noregi. Eða frá Landsvirkjun á Íslandi. Þannig nær fyrirtækið að styðja við græna orkuvinnslu og sá stuðningur hvetur aðra orkuframleiðendur til að vinna sína orku með grænum hætti, enda sjá þeir fram á að fá hærra verð fyrir framleiðslu sína, verði hún græn. Innstungur skipta engu Auðvitað þýðir þetta ekki að rafmagn sem unnið er með grænum hætti í Noregi eða á Íslandi skili sér allt í einu í innstungurnar hjá spánska fyrirtækinu. Ekki frekar en heimili í Reykjavík sem ákveður að skipta við Orkubú Vestfjarða getur gengið að því vísu að straumurinn liggi beinlínis þaðan. Kerfið er ekki til þess gert. Þetta er bókhaldskerfi, sem hyglir þeim fyrirtækjum sem framleiða græna orku. Þau fá hærra verð fyrir framleiðslu sína. Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, fær milljörðum króna meira í kassann á ári hverju. Þeir milljarðar auðvelda næstu skref í grænni orkuvinnslu og bættur hagur Landsvirkjunar skilar sér til þjóðarinnar í arðgreiðslum. Arðgreiðsla Landsvirkjunar í ríkissjóð fyrir síðasta ár nam 20 milljörðum króna. Af því að þetta kerfi snýst um bókhald en ekki um afhendingu raforku þá þarf að tryggja að bókhaldið sé réttilega fært. Önnur orkuvinnsla færist í kredit-dálkinn, til dæmis kolaorkan sem fyrirtækið á Spáni notaði í raun, af því að það átti ekki kost á öðru. Eða kjarnorkan sem systurfyrirtæki þess í Þýskalandi varð að nota. Þetta er bókhald. Við vitum öll að hér á landi notum við hvorki kol né kjarnorku. En bókhaldið verður að stemma. Flóknara er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Upprunaábyrgð raforku er staðfesting á því að raforkan hafi verið unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er allt og sumt og óþarfi að flækja umræðuna. Þetta felst í heitinu, þarna er á ferðinni vottorð sem ábyrgist uppruna raforkunnar og ekkert annað. Íslenskir framleiðendur raforku, þar á meðal Landsvirkjun, taka þátt í hinu evrópska kerfi upprunaábyrgða. Þrjátíu ríki eiga aðild að kerfinu sem byggir á því að allir sem nota raforku, hvar svo sem þeir eru staddir innan Evrópu, geti stutt við vinnslu endurnýjanlegrar orku með því að kaupa upprunaábyrgðir. Enginn er skyldaður til þess, hver og einn ræður hvort hann kaupir, hversu mikið og hvenær. Tökum dæmi: Fyrirtæki á Spáni á þess ekki kost að kaupa raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Hún er einfaldlega ekki í boði á starfssvæði fyrirtækisins. Forsvarsmenn þess vilja hins vegar styðja baráttuna gegn loftslagsvánni og ákveða því að kaupa upprunaábyrgð frá raforkuframleiðanda sem stundar græna orkuvinnslu. Til dæmis framleiðanda í Noregi. Eða frá Landsvirkjun á Íslandi. Þannig nær fyrirtækið að styðja við græna orkuvinnslu og sá stuðningur hvetur aðra orkuframleiðendur til að vinna sína orku með grænum hætti, enda sjá þeir fram á að fá hærra verð fyrir framleiðslu sína, verði hún græn. Innstungur skipta engu Auðvitað þýðir þetta ekki að rafmagn sem unnið er með grænum hætti í Noregi eða á Íslandi skili sér allt í einu í innstungurnar hjá spánska fyrirtækinu. Ekki frekar en heimili í Reykjavík sem ákveður að skipta við Orkubú Vestfjarða getur gengið að því vísu að straumurinn liggi beinlínis þaðan. Kerfið er ekki til þess gert. Þetta er bókhaldskerfi, sem hyglir þeim fyrirtækjum sem framleiða græna orku. Þau fá hærra verð fyrir framleiðslu sína. Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, fær milljörðum króna meira í kassann á ári hverju. Þeir milljarðar auðvelda næstu skref í grænni orkuvinnslu og bættur hagur Landsvirkjunar skilar sér til þjóðarinnar í arðgreiðslum. Arðgreiðsla Landsvirkjunar í ríkissjóð fyrir síðasta ár nam 20 milljörðum króna. Af því að þetta kerfi snýst um bókhald en ekki um afhendingu raforku þá þarf að tryggja að bókhaldið sé réttilega fært. Önnur orkuvinnsla færist í kredit-dálkinn, til dæmis kolaorkan sem fyrirtækið á Spáni notaði í raun, af því að það átti ekki kost á öðru. Eða kjarnorkan sem systurfyrirtæki þess í Þýskalandi varð að nota. Þetta er bókhald. Við vitum öll að hér á landi notum við hvorki kol né kjarnorku. En bókhaldið verður að stemma. Flóknara er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun