Að stemma af bókhald Tinna Traustadóttir skrifar 18. september 2023 08:30 Upprunaábyrgð raforku er staðfesting á því að raforkan hafi verið unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er allt og sumt og óþarfi að flækja umræðuna. Þetta felst í heitinu, þarna er á ferðinni vottorð sem ábyrgist uppruna raforkunnar og ekkert annað. Íslenskir framleiðendur raforku, þar á meðal Landsvirkjun, taka þátt í hinu evrópska kerfi upprunaábyrgða. Þrjátíu ríki eiga aðild að kerfinu sem byggir á því að allir sem nota raforku, hvar svo sem þeir eru staddir innan Evrópu, geti stutt við vinnslu endurnýjanlegrar orku með því að kaupa upprunaábyrgðir. Enginn er skyldaður til þess, hver og einn ræður hvort hann kaupir, hversu mikið og hvenær. Tökum dæmi: Fyrirtæki á Spáni á þess ekki kost að kaupa raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Hún er einfaldlega ekki í boði á starfssvæði fyrirtækisins. Forsvarsmenn þess vilja hins vegar styðja baráttuna gegn loftslagsvánni og ákveða því að kaupa upprunaábyrgð frá raforkuframleiðanda sem stundar græna orkuvinnslu. Til dæmis framleiðanda í Noregi. Eða frá Landsvirkjun á Íslandi. Þannig nær fyrirtækið að styðja við græna orkuvinnslu og sá stuðningur hvetur aðra orkuframleiðendur til að vinna sína orku með grænum hætti, enda sjá þeir fram á að fá hærra verð fyrir framleiðslu sína, verði hún græn. Innstungur skipta engu Auðvitað þýðir þetta ekki að rafmagn sem unnið er með grænum hætti í Noregi eða á Íslandi skili sér allt í einu í innstungurnar hjá spánska fyrirtækinu. Ekki frekar en heimili í Reykjavík sem ákveður að skipta við Orkubú Vestfjarða getur gengið að því vísu að straumurinn liggi beinlínis þaðan. Kerfið er ekki til þess gert. Þetta er bókhaldskerfi, sem hyglir þeim fyrirtækjum sem framleiða græna orku. Þau fá hærra verð fyrir framleiðslu sína. Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, fær milljörðum króna meira í kassann á ári hverju. Þeir milljarðar auðvelda næstu skref í grænni orkuvinnslu og bættur hagur Landsvirkjunar skilar sér til þjóðarinnar í arðgreiðslum. Arðgreiðsla Landsvirkjunar í ríkissjóð fyrir síðasta ár nam 20 milljörðum króna. Af því að þetta kerfi snýst um bókhald en ekki um afhendingu raforku þá þarf að tryggja að bókhaldið sé réttilega fært. Önnur orkuvinnsla færist í kredit-dálkinn, til dæmis kolaorkan sem fyrirtækið á Spáni notaði í raun, af því að það átti ekki kost á öðru. Eða kjarnorkan sem systurfyrirtæki þess í Þýskalandi varð að nota. Þetta er bókhald. Við vitum öll að hér á landi notum við hvorki kol né kjarnorku. En bókhaldið verður að stemma. Flóknara er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Upprunaábyrgð raforku er staðfesting á því að raforkan hafi verið unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er allt og sumt og óþarfi að flækja umræðuna. Þetta felst í heitinu, þarna er á ferðinni vottorð sem ábyrgist uppruna raforkunnar og ekkert annað. Íslenskir framleiðendur raforku, þar á meðal Landsvirkjun, taka þátt í hinu evrópska kerfi upprunaábyrgða. Þrjátíu ríki eiga aðild að kerfinu sem byggir á því að allir sem nota raforku, hvar svo sem þeir eru staddir innan Evrópu, geti stutt við vinnslu endurnýjanlegrar orku með því að kaupa upprunaábyrgðir. Enginn er skyldaður til þess, hver og einn ræður hvort hann kaupir, hversu mikið og hvenær. Tökum dæmi: Fyrirtæki á Spáni á þess ekki kost að kaupa raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Hún er einfaldlega ekki í boði á starfssvæði fyrirtækisins. Forsvarsmenn þess vilja hins vegar styðja baráttuna gegn loftslagsvánni og ákveða því að kaupa upprunaábyrgð frá raforkuframleiðanda sem stundar græna orkuvinnslu. Til dæmis framleiðanda í Noregi. Eða frá Landsvirkjun á Íslandi. Þannig nær fyrirtækið að styðja við græna orkuvinnslu og sá stuðningur hvetur aðra orkuframleiðendur til að vinna sína orku með grænum hætti, enda sjá þeir fram á að fá hærra verð fyrir framleiðslu sína, verði hún græn. Innstungur skipta engu Auðvitað þýðir þetta ekki að rafmagn sem unnið er með grænum hætti í Noregi eða á Íslandi skili sér allt í einu í innstungurnar hjá spánska fyrirtækinu. Ekki frekar en heimili í Reykjavík sem ákveður að skipta við Orkubú Vestfjarða getur gengið að því vísu að straumurinn liggi beinlínis þaðan. Kerfið er ekki til þess gert. Þetta er bókhaldskerfi, sem hyglir þeim fyrirtækjum sem framleiða græna orku. Þau fá hærra verð fyrir framleiðslu sína. Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, fær milljörðum króna meira í kassann á ári hverju. Þeir milljarðar auðvelda næstu skref í grænni orkuvinnslu og bættur hagur Landsvirkjunar skilar sér til þjóðarinnar í arðgreiðslum. Arðgreiðsla Landsvirkjunar í ríkissjóð fyrir síðasta ár nam 20 milljörðum króna. Af því að þetta kerfi snýst um bókhald en ekki um afhendingu raforku þá þarf að tryggja að bókhaldið sé réttilega fært. Önnur orkuvinnsla færist í kredit-dálkinn, til dæmis kolaorkan sem fyrirtækið á Spáni notaði í raun, af því að það átti ekki kost á öðru. Eða kjarnorkan sem systurfyrirtæki þess í Þýskalandi varð að nota. Þetta er bókhald. Við vitum öll að hér á landi notum við hvorki kol né kjarnorku. En bókhaldið verður að stemma. Flóknara er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun