Listin að segja...og þegja Magnús Þór Jónsson skrifar 18. september 2023 13:31 Málfrelsi er ein undirstaða lýðræðisins og grunnur samfélagsgerðarinnar. Við sem búum við það eigum þar sannarlega lífsgæði sem að því miður eru ekki sjálfsögð eða öllum gefin. Öllu frelsi fylgir ábyrgð og frelsi einstaklingsins takmarkast við frelsi og réttindi annars fólks. Í því felst ekki heimild til að ganga á frelsi annarra og rétt þeirra til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Ljóðskáldið Einar Ben minnti á það fyrir allnokkru að þörf sé á aðgát í nærveru sálar. Þau orð eiga svo sannarlega við í dag þótt þau hafi verið látin falla á tímum þar sem samskipti og samskiptaleiðir voru aðrar. Sér í lagi nú þegar við hvert og eitt getum í raun verið okkar eigin fjölmiðill. Ábyrgð einstaklingsins á nýtingu málfrelsisins er alger. Orð hafa áhrif og geta meitt, hvort sem þau eru sögð, rituð á blað, í bók eða á alnetið. Lög og reglur eru settar til þess að tryggja að frelsi eins gangi ekki gegn frelsi annarra og þannig er reynt að stýra umræðunni á réttar brautir. Starfsstéttir setja sér mjög oft siðareglur sem eru viðmið um hlutverk starfs síns. Við kennarar höfum um langa hríð átt slíkar reglur. Þær eru grunnur starfs okkar með nemendum á öllum aldri. Í þeim er farið yfir þá fagmennsku sem við gerum kröfu á okkur sjálf að fylgja. Í þeim segir meðal annars: Kennari ber virðingu fyrir fjölbreytileika nemenda og ólíkum þörfum þeirra, virðir réttindi þeirra og lætur sig hagsmuni og velferð nemenda varða. Hann eflir og eykur víðsýni þeirra. Kennari hefur jafnrétti að leiðarljósi og vinnur gegn hvers kyns fordómum, áreitni, ofbeldi og mismunun í samfélaginu. Kennari gætir að framkomu sinni á opinberum vettvangi og er meðvitaður um samfélagsábyrgð sína. Annað ljóðskáld orti nú nýverið „burtu með fordóma og annan eins ósóma“. Það er mér persónulega afskaplega sárt að sjá þá umræðu um hinseginleikannsem nú fer um íslenskt samfélag og meiðir og særir. Við höfum ávallt treyst skólum til að búa börn undir ólíka tilveru. Það er sjálfsögð krafa að íslensk börn fái fræðslu um margbreytileika mannlífs í skólanum sínum, og hefur svo verið um langa hríð, í gegnum alls konar samfélagsbreytingar. Fræðsla er eitt mikilvægasta hlutverk skóla og kennara. Hlutverk sem byggir meðal annars á þeim siðareglum sem ég vísa í hér að ofan. Hvert einasta barn í íslenskum skólum á þar skjól. Börnin eru sannarlega ólík og það hefur sem betur fer orðið gjörbreyting á viðurkenningu á fjölbreytileika þeirra. Á mínum ferli eru sérstaklega eftirminnileg þau augnablik að kynnast nemendum sem hafa staðið upp, haft hugrekki til að segja heiminum frá því að þau eru eins og þau eru og fá algera viðurkenningu vina sinna. Þar hafa verið mölbrotin tabú sem fólk á mínum aldri og upp úr bjó við og ollu ólýsanlegri vanlíðan fólks sem troðið var „inn í skápa“ samfélags sem ekki hafði kjark í að mæta fjölbreytileikanum. Það er ótrúlega mikilvægt að sú afturför sem okkur er að birtast í málefnum hinsegin fólks verði ekki til þess að nokkuð einasta barn lendi í slíkum skáp. Börn eiga að fá að vera nákvæmlega eins og þau eru og njóta stuðnings skólafélaga sinna og samfélagsins alls. Aðeins þannig tryggjum við velferð þeirra. Þar er hlutverk skólans auðvitað gríðarlegt og það er trú mín að kennarar séu með mér í þeirri vegferð að ryðja burt allri þröngsýninemendum sínum til heilla. Við höfum öll áhrif. Það hvað við segjum og gerum hefur áhrif. Á sama hátt hefur það hvað við segjum ekki og gerum ekki áhrif. Framtíðin ræðst ekki bara af því hvað sumt fólk segir, heldur líka hvort annað fólk þegir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Tjáningarfrelsi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Málfrelsi er ein undirstaða lýðræðisins og grunnur samfélagsgerðarinnar. Við sem búum við það eigum þar sannarlega lífsgæði sem að því miður eru ekki sjálfsögð eða öllum gefin. Öllu frelsi fylgir ábyrgð og frelsi einstaklingsins takmarkast við frelsi og réttindi annars fólks. Í því felst ekki heimild til að ganga á frelsi annarra og rétt þeirra til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Ljóðskáldið Einar Ben minnti á það fyrir allnokkru að þörf sé á aðgát í nærveru sálar. Þau orð eiga svo sannarlega við í dag þótt þau hafi verið látin falla á tímum þar sem samskipti og samskiptaleiðir voru aðrar. Sér í lagi nú þegar við hvert og eitt getum í raun verið okkar eigin fjölmiðill. Ábyrgð einstaklingsins á nýtingu málfrelsisins er alger. Orð hafa áhrif og geta meitt, hvort sem þau eru sögð, rituð á blað, í bók eða á alnetið. Lög og reglur eru settar til þess að tryggja að frelsi eins gangi ekki gegn frelsi annarra og þannig er reynt að stýra umræðunni á réttar brautir. Starfsstéttir setja sér mjög oft siðareglur sem eru viðmið um hlutverk starfs síns. Við kennarar höfum um langa hríð átt slíkar reglur. Þær eru grunnur starfs okkar með nemendum á öllum aldri. Í þeim er farið yfir þá fagmennsku sem við gerum kröfu á okkur sjálf að fylgja. Í þeim segir meðal annars: Kennari ber virðingu fyrir fjölbreytileika nemenda og ólíkum þörfum þeirra, virðir réttindi þeirra og lætur sig hagsmuni og velferð nemenda varða. Hann eflir og eykur víðsýni þeirra. Kennari hefur jafnrétti að leiðarljósi og vinnur gegn hvers kyns fordómum, áreitni, ofbeldi og mismunun í samfélaginu. Kennari gætir að framkomu sinni á opinberum vettvangi og er meðvitaður um samfélagsábyrgð sína. Annað ljóðskáld orti nú nýverið „burtu með fordóma og annan eins ósóma“. Það er mér persónulega afskaplega sárt að sjá þá umræðu um hinseginleikannsem nú fer um íslenskt samfélag og meiðir og særir. Við höfum ávallt treyst skólum til að búa börn undir ólíka tilveru. Það er sjálfsögð krafa að íslensk börn fái fræðslu um margbreytileika mannlífs í skólanum sínum, og hefur svo verið um langa hríð, í gegnum alls konar samfélagsbreytingar. Fræðsla er eitt mikilvægasta hlutverk skóla og kennara. Hlutverk sem byggir meðal annars á þeim siðareglum sem ég vísa í hér að ofan. Hvert einasta barn í íslenskum skólum á þar skjól. Börnin eru sannarlega ólík og það hefur sem betur fer orðið gjörbreyting á viðurkenningu á fjölbreytileika þeirra. Á mínum ferli eru sérstaklega eftirminnileg þau augnablik að kynnast nemendum sem hafa staðið upp, haft hugrekki til að segja heiminum frá því að þau eru eins og þau eru og fá algera viðurkenningu vina sinna. Þar hafa verið mölbrotin tabú sem fólk á mínum aldri og upp úr bjó við og ollu ólýsanlegri vanlíðan fólks sem troðið var „inn í skápa“ samfélags sem ekki hafði kjark í að mæta fjölbreytileikanum. Það er ótrúlega mikilvægt að sú afturför sem okkur er að birtast í málefnum hinsegin fólks verði ekki til þess að nokkuð einasta barn lendi í slíkum skáp. Börn eiga að fá að vera nákvæmlega eins og þau eru og njóta stuðnings skólafélaga sinna og samfélagsins alls. Aðeins þannig tryggjum við velferð þeirra. Þar er hlutverk skólans auðvitað gríðarlegt og það er trú mín að kennarar séu með mér í þeirri vegferð að ryðja burt allri þröngsýninemendum sínum til heilla. Við höfum öll áhrif. Það hvað við segjum og gerum hefur áhrif. Á sama hátt hefur það hvað við segjum ekki og gerum ekki áhrif. Framtíðin ræðst ekki bara af því hvað sumt fólk segir, heldur líka hvort annað fólk þegir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun