Stunur og smjatthljóð í splunkunýju tónlistarmyndbandi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. september 2023 11:31 Katrín Helga eða Special-K og Farao mynda hljómsveitina Ultraflex. Aðsend Glimmer og gallaefni ráða ríkjum í splunkunýju tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Ultraflex við lagið Digg Digg Deilig. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í pistlinum. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Ultraflex - Digg Digg Deilig Ultraflex er skipuð Katrínu Helgu Andrésdóttur sem notast við listamannsnafnið Special-K og hinni norsku Farao. „Myndbandið sýnir ferli hljómsveitarinnar í kringum tónleika,“ segir Katrín Helga en Ultraflex hefur troðið upp víða og stefnir á tónleika í Hollandi, Noregi og Bretlandi núna í haust. Hér má sjá teymið sem kemur fram í tónlistarmyndbandinu.Aðsend „Myndbandið hefst á æfingu í dansstúdíói, fer með okkur baksviðs þar sem er verið að gera sig til, fer út í sal með áhorfendum og upp á svið. Við sjáum vini dansa, spila tónlist og fíflast. Myndbandið er tekið upp á DV myndavél af Sigurlaugu Gísladóttur, Jae Tyler spilar á spænskan gítar og Selma Reynisdóttir og Ólafur Daði sprikla um sviðið með álfavængi. Allir eru klæddir í gallaefni og glimmer.“ Lagið er á norsku, þar sem annar meðlimur sveitarinnar er norsk, og fjallar að sögn sveitarinnar um að njóta þess að borða góðan mat. „Það eru stunur og smjatthljóð ofan á sólríkan hljómagang, djúsí bassalínu og skoppandi laglínur. Þegar þið horfið á Digg digg Deilig getið þið buslað um í góðum straumum Ultraflex,“ segja Katrín Helga og Farao að lokum. Hér má hlusta á Ultraflex á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“ „Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. 9. september 2023 17:00 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Ultraflex - Digg Digg Deilig Ultraflex er skipuð Katrínu Helgu Andrésdóttur sem notast við listamannsnafnið Special-K og hinni norsku Farao. „Myndbandið sýnir ferli hljómsveitarinnar í kringum tónleika,“ segir Katrín Helga en Ultraflex hefur troðið upp víða og stefnir á tónleika í Hollandi, Noregi og Bretlandi núna í haust. Hér má sjá teymið sem kemur fram í tónlistarmyndbandinu.Aðsend „Myndbandið hefst á æfingu í dansstúdíói, fer með okkur baksviðs þar sem er verið að gera sig til, fer út í sal með áhorfendum og upp á svið. Við sjáum vini dansa, spila tónlist og fíflast. Myndbandið er tekið upp á DV myndavél af Sigurlaugu Gísladóttur, Jae Tyler spilar á spænskan gítar og Selma Reynisdóttir og Ólafur Daði sprikla um sviðið með álfavængi. Allir eru klæddir í gallaefni og glimmer.“ Lagið er á norsku, þar sem annar meðlimur sveitarinnar er norsk, og fjallar að sögn sveitarinnar um að njóta þess að borða góðan mat. „Það eru stunur og smjatthljóð ofan á sólríkan hljómagang, djúsí bassalínu og skoppandi laglínur. Þegar þið horfið á Digg digg Deilig getið þið buslað um í góðum straumum Ultraflex,“ segja Katrín Helga og Farao að lokum. Hér má hlusta á Ultraflex á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“ „Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. 9. september 2023 17:00 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“ „Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. 9. september 2023 17:00