„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2023 22:11 Úr myndbandi leigubílsstjórans af eftirför hans á Sæbrautinni. Eins og sést er hann á hátt í 95 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60. Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. Í myndbandi sem leigubílstjóri sendi fréttastofu á föstudag er skrásettur stórhættulegur eltingaleikur bílstjórans við ökumann rafhlaupahjóls, sem bílstjórinn kemur auga á við akstur inn á Sæbraut í Reykjavík. Ljóst er að rafskútan er langt yfir leyfilegum 25 kílómetra hraða á göngustíg og bílstjórinn grípur til sinna ráða; eykur hraðann svo um munar og fylgir skútunni eftir fjölfarinni götunni á ofsahraða. Þegar mest er ekur bílstjórinn á hátt í hundrað kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er sextíu. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild segir málið skelfilegt; það sé alltof algengt að fólk breyti rafskútum eins og í þessu tilviki. Dæmin séu fjölmörg. „Foreldri var með barn í fanginu á áttatíu kílómetra hraða á stofnbraut. Þessi tæki mega ekki vera á akbraut, þau mega bara vera á gangstígum og hjólastígum,“ segir Guðbrandur. „Því miður höfum við banaslys á þessu svæði og við viljum ekki sjá þau fleiri.“ Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar En hvað með ofsaakstur leigubílstjórans? Mætti ekki segja að hann væri enn hættulegri en akstur þess sem stýrir hjólinu? „Það er allavega ekki minna hættulegt og fráleitt að menn leyfi sér slíkt og er einfaldlega ekki í boði,“ segir Guðbrandur. Þá hafi lögregla orðið vör við ört dýpkandi gjá milli stríðandi fylkinga í umferðinni, eins og þetta dæmi ef til vill sýni. Aukinn fjandskap milli talsmanna einkabílsins og þeirra sem eru frekar fylgjandi öðrum ferðamátum. „Því miður. Í staðinn fyrir að allir taki tillit hver til annars og fari með gætni. Þegar svo er, þá eru hlutirnir í betra standi allavega.“ Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Í myndbandi sem leigubílstjóri sendi fréttastofu á föstudag er skrásettur stórhættulegur eltingaleikur bílstjórans við ökumann rafhlaupahjóls, sem bílstjórinn kemur auga á við akstur inn á Sæbraut í Reykjavík. Ljóst er að rafskútan er langt yfir leyfilegum 25 kílómetra hraða á göngustíg og bílstjórinn grípur til sinna ráða; eykur hraðann svo um munar og fylgir skútunni eftir fjölfarinni götunni á ofsahraða. Þegar mest er ekur bílstjórinn á hátt í hundrað kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er sextíu. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild segir málið skelfilegt; það sé alltof algengt að fólk breyti rafskútum eins og í þessu tilviki. Dæmin séu fjölmörg. „Foreldri var með barn í fanginu á áttatíu kílómetra hraða á stofnbraut. Þessi tæki mega ekki vera á akbraut, þau mega bara vera á gangstígum og hjólastígum,“ segir Guðbrandur. „Því miður höfum við banaslys á þessu svæði og við viljum ekki sjá þau fleiri.“ Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar En hvað með ofsaakstur leigubílstjórans? Mætti ekki segja að hann væri enn hættulegri en akstur þess sem stýrir hjólinu? „Það er allavega ekki minna hættulegt og fráleitt að menn leyfi sér slíkt og er einfaldlega ekki í boði,“ segir Guðbrandur. Þá hafi lögregla orðið vör við ört dýpkandi gjá milli stríðandi fylkinga í umferðinni, eins og þetta dæmi ef til vill sýni. Aukinn fjandskap milli talsmanna einkabílsins og þeirra sem eru frekar fylgjandi öðrum ferðamátum. „Því miður. Í staðinn fyrir að allir taki tillit hver til annars og fari með gætni. Þegar svo er, þá eru hlutirnir í betra standi allavega.“
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12
„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31