Ástin mín, Emma Auðbergur Gíslason skrifar 19. september 2023 08:00 Elsku Emma. Þó hálf ævi mín sé liðin síðan ég hitti þig fyrst er eins og það hafi gerst í gær. Ég var ungur en þú ívið eldri. Ástin spyr víst ekki um það svo ég fluttist landshluta á milli til að vera með þér og úr varð mitt fyrsta langtímasamband. Og þó við höfum bara verið saman í örfá ár varir ást mín til þín að eilífu. Hjá þér fann ég alltaf til öryggis, hlýju og virðingar og fannst ég í fyrsta sinn tilheyra. Þú veittir mér traust sem ég vildi rísa undir og frelsi til að læra það sem ég varð að fá að læra á eigin spýtur. Þú hélst í höndina á mér þegar þess var þörf en hvattir mig stöðugt til að standa á eigin fótum. Þú sýndir mér ætíð sanngirni, sama hvað gekk á. Ég missteig mig oft en þú gafst mér ótal tækifæri til að læra af því. Ég aðlagaðist þér en fann hvernig þú lagðir þig fram við að koma til móts við mig. Þú slóst á fingurna á mér þegar ég hafði gott af því en klappaðir mér alltaf á bakið þegar ég átti það skilið. Þú dróst mig niður á jörðina þegar þess þurfti en kenndir mér líka að sjá og stefna á stjörnurnar. Þú kenndir mér að ná árangri og sýna auðmýkt í kjölfarið. Með þér kynntist ég meðbyr og mótlæti, sigrum og ósigrum. Með þér óx ég sem einstaklingur. Ég lærði að taka tillit. Ég lærði gagnrýna hugsun. Ég lærði skoðanaskipti. Og ég lærði að skipta um skoðun—nokkuð sem sumir mættu tileinka sér. Þú kenndir mér víðsýni, opnaðir heimsmynd mína upp á gátt og varpaðir nýju ljósi á allt. Ég kynntist þér, kynntist öðrum og kynntist sjálfum mér. Þú breyttir lífi mínu og bjóst mig undir næstu kafla þess. Þú mótaðir mig og ég vona að ég hafi sett mitt mark á þig. Við upplifðum og gengum í gegnum margt saman og ég tileinkaði þér allar mínar vökustundir og frítíma. Þetta var ekki alltaf auðvelt en ég efaðist aldrei um að þú værir sú rétta fyrir mig. Þó við höfum slitið samvistum okkar fyrir áratug og sjáumst nú aðeins á nokkurra ára fresti breytir það engu. Við skyldum sátt og þú ert enn hluti af mér og ég af þér. En elsku Emma, nú er svo komið að ég get ekki hjá setið þegar á að þvinga þig í hjónaband af hagkvæmnissjónarmiðum. Þvert gegn vilja þínum, tilvonandi makans, og okkar sem stöndum þér næst. Þú ert og verður minn skóli, mín lexía, mín menntun, mín mótun. Á hverju ári bætast við ungmenni sem fá um stutt skeið að kynnast þér á sama hátt og ég. Vonandi fá þau áfram að kynnast þér í sömu mynd um ókomin ár. Fagrir draumar rætast enn. Að eilífu þinn stúdent, Auðbergur Gíslason Höfundur er 10 ára stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Elsku Emma. Þó hálf ævi mín sé liðin síðan ég hitti þig fyrst er eins og það hafi gerst í gær. Ég var ungur en þú ívið eldri. Ástin spyr víst ekki um það svo ég fluttist landshluta á milli til að vera með þér og úr varð mitt fyrsta langtímasamband. Og þó við höfum bara verið saman í örfá ár varir ást mín til þín að eilífu. Hjá þér fann ég alltaf til öryggis, hlýju og virðingar og fannst ég í fyrsta sinn tilheyra. Þú veittir mér traust sem ég vildi rísa undir og frelsi til að læra það sem ég varð að fá að læra á eigin spýtur. Þú hélst í höndina á mér þegar þess var þörf en hvattir mig stöðugt til að standa á eigin fótum. Þú sýndir mér ætíð sanngirni, sama hvað gekk á. Ég missteig mig oft en þú gafst mér ótal tækifæri til að læra af því. Ég aðlagaðist þér en fann hvernig þú lagðir þig fram við að koma til móts við mig. Þú slóst á fingurna á mér þegar ég hafði gott af því en klappaðir mér alltaf á bakið þegar ég átti það skilið. Þú dróst mig niður á jörðina þegar þess þurfti en kenndir mér líka að sjá og stefna á stjörnurnar. Þú kenndir mér að ná árangri og sýna auðmýkt í kjölfarið. Með þér kynntist ég meðbyr og mótlæti, sigrum og ósigrum. Með þér óx ég sem einstaklingur. Ég lærði að taka tillit. Ég lærði gagnrýna hugsun. Ég lærði skoðanaskipti. Og ég lærði að skipta um skoðun—nokkuð sem sumir mættu tileinka sér. Þú kenndir mér víðsýni, opnaðir heimsmynd mína upp á gátt og varpaðir nýju ljósi á allt. Ég kynntist þér, kynntist öðrum og kynntist sjálfum mér. Þú breyttir lífi mínu og bjóst mig undir næstu kafla þess. Þú mótaðir mig og ég vona að ég hafi sett mitt mark á þig. Við upplifðum og gengum í gegnum margt saman og ég tileinkaði þér allar mínar vökustundir og frítíma. Þetta var ekki alltaf auðvelt en ég efaðist aldrei um að þú værir sú rétta fyrir mig. Þó við höfum slitið samvistum okkar fyrir áratug og sjáumst nú aðeins á nokkurra ára fresti breytir það engu. Við skyldum sátt og þú ert enn hluti af mér og ég af þér. En elsku Emma, nú er svo komið að ég get ekki hjá setið þegar á að þvinga þig í hjónaband af hagkvæmnissjónarmiðum. Þvert gegn vilja þínum, tilvonandi makans, og okkar sem stöndum þér næst. Þú ert og verður minn skóli, mín lexía, mín menntun, mín mótun. Á hverju ári bætast við ungmenni sem fá um stutt skeið að kynnast þér á sama hátt og ég. Vonandi fá þau áfram að kynnast þér í sömu mynd um ókomin ár. Fagrir draumar rætast enn. Að eilífu þinn stúdent, Auðbergur Gíslason Höfundur er 10 ára stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun