Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. september 2023 08:44 Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði í desember 2020. Þar er nú hættustig í gildi vegna mikillar úrkomu. Vísir/Egill Aðalsteinsson Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag. Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Seyðisfirði klukkan 18 í gær og voru hús rýmd vegna ástandsins. Í nótt rigndi mikið en Sveinn Brynjólfsson á skriðuvakt Veðurstofunnar segir þó allt enn innan marka. „Við búumst við því að það rigni hressilega í allan dag og það dragi ekki almennilega úr þessu fyrr en í nótt. Árnar uxu mikið en eru allar í farvegum sínum. Við sjáum engar hreyfingar enn þá og það eru engar skriður sem við sjáum.“ Á Austfjörðum er appelsínugul viðvörum í gildi vegna mikilla vatnavaxta. Þar er spáð mikilli rigningu áfram í allan dag og segir Sveinn að grannt sé fylgst með stöðu mála. Viðvörunin er í gildi til miðnættis. Þá er gul viðvörun vegna rigninga á Austurlandi að Glettingi. Íbúar hugi að niðurföllum Á fjórða tug húsa voru rýmd á Seyðisfirði í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna að stærstur hluti húsanna séu atvinnuhúsnæði. Aðspurð um hvort íbúar þurfi að hafa áhyggjur sagði Hjördís: „Íbúar hafa án efa áhyggjur af staðnum. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að upplifa þetta aftur.“ Þá hvatti hún fólk til að fylgjast vel með og huga sérstaklega að niðurföllum. Uppfært klukkan 09:55. Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að rýmingum verði aflétt í dag, þar sem áfram sé spáð talsverði úrkomu á Austfjörðum. „Vel er fylgst með af hálfu Veðurstofu, meðal annars í lækjarfarvegum í byggð og í hlíðum. Veðurspá gerir ráð fyrir að það dragi úr úrkomu um miðnætti í nótt,“ segir í tilkynningunni. Náttúruhamfarir Veður Múlaþing Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Seyðisfirði klukkan 18 í gær og voru hús rýmd vegna ástandsins. Í nótt rigndi mikið en Sveinn Brynjólfsson á skriðuvakt Veðurstofunnar segir þó allt enn innan marka. „Við búumst við því að það rigni hressilega í allan dag og það dragi ekki almennilega úr þessu fyrr en í nótt. Árnar uxu mikið en eru allar í farvegum sínum. Við sjáum engar hreyfingar enn þá og það eru engar skriður sem við sjáum.“ Á Austfjörðum er appelsínugul viðvörum í gildi vegna mikilla vatnavaxta. Þar er spáð mikilli rigningu áfram í allan dag og segir Sveinn að grannt sé fylgst með stöðu mála. Viðvörunin er í gildi til miðnættis. Þá er gul viðvörun vegna rigninga á Austurlandi að Glettingi. Íbúar hugi að niðurföllum Á fjórða tug húsa voru rýmd á Seyðisfirði í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna að stærstur hluti húsanna séu atvinnuhúsnæði. Aðspurð um hvort íbúar þurfi að hafa áhyggjur sagði Hjördís: „Íbúar hafa án efa áhyggjur af staðnum. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að upplifa þetta aftur.“ Þá hvatti hún fólk til að fylgjast vel með og huga sérstaklega að niðurföllum. Uppfært klukkan 09:55. Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að rýmingum verði aflétt í dag, þar sem áfram sé spáð talsverði úrkomu á Austfjörðum. „Vel er fylgst með af hálfu Veðurstofu, meðal annars í lækjarfarvegum í byggð og í hlíðum. Veðurspá gerir ráð fyrir að það dragi úr úrkomu um miðnætti í nótt,“ segir í tilkynningunni.
Náttúruhamfarir Veður Múlaþing Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira