Einn í húsinu sem sprakk og annar fékk plötu inn í stofu Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. september 2023 11:12 Ljóst er að húsið er ónýtt. Fjallabyggð Fólk var inni í húsum sem fóru illa í óveðri í gær og í nótt. Íbúi húss sem sprakk í öflugri vindhviðu fékk að gista björgunarmiðstöð í nótt eftir að hafa komist óhultur úr húsinu. Greint var frá því í morgun að aftakaveður hafi verið á Siglufirði í gærkvöldi og í nótt og að búist sé við því að svo verði áfram. Þá hafi hús í bænum hreinlega sprungið í öflugri vindhviðu og brak úr því fokið á önnur hús. Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarfólk hafi verið í útköllum frá því um 15:30 í gær. Það hafi verið á heimleið eftir að hafa tryggt það hægt var að tryggja um klukkan 22. „Þegar einn af okkur var að fara heim þá hringir hann í mig og spyr: „Hvar er rautt þak?“, þá mætir hann sem sagt bárujárnsplötu á götunni og hann var varla búinn að snúa bílnum við þegar það springur þak, eiginlega í heilu lagi og yfir tvö önnur hús með viðkomu í stillans og einhverjum rúðum. Þakplötur úti um allt.“ Skömmu síðar hafi gafl úr húsinu hrunið. Bárujárnsplötur fóru víða á Siglufirði í gærkvöldi.Fjallabyggð Íbúi inni í húsinu og annar fékk þakplötu inn í stofu Magnús segir að íbúi hússins hafi verið í því þegar það sprakk en að hann hafi komið sér sjálfur í björgunarmiðstöðina á Siglufirði, þar sem hann varði nóttinni ásamt fleirum. Einn þeirra hafi verið heima hjá sér þegar þakplata úr húsinu fauk inn í stofu til hans. „Hann gat ekki verið heima hjá sér af því að það kom rifa á gaflinn hjá honum. Þannig að þetta gerði stjórtjón og stórhættulegan vettvang.“ Þá segir hann að heppni megi telja að enginn hafi slasast á Siglufirði í gærkvöldi. Björgunarfólk hafi farið mjög varlega og markmiðið verið að enginn slasaðist, sem tókst. Íbúarnir í áfalli Magnús segir að eðli málsins samkvæmt séu íbúar húsanna tveggja, sem verst fóru, í áfalli. „Þeim var náttúrulega stórbrugðið. Þú sérð eignina þína bara leggjast saman þarna og hinn fékk bárujárnsplötu inn til sína. Þannig að þeir voru báðir tveir mjög skelkaðir.“ Að lokum segir Magnús að veðrið sé ekki alveg gengið yfir en að ekki sé enn jafnhviðótt. Björgunarsveitarfólk sé þó enn í viðbragðsstöðu. Fjallabyggð Veður Björgunarsveitir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Greint var frá því í morgun að aftakaveður hafi verið á Siglufirði í gærkvöldi og í nótt og að búist sé við því að svo verði áfram. Þá hafi hús í bænum hreinlega sprungið í öflugri vindhviðu og brak úr því fokið á önnur hús. Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarfólk hafi verið í útköllum frá því um 15:30 í gær. Það hafi verið á heimleið eftir að hafa tryggt það hægt var að tryggja um klukkan 22. „Þegar einn af okkur var að fara heim þá hringir hann í mig og spyr: „Hvar er rautt þak?“, þá mætir hann sem sagt bárujárnsplötu á götunni og hann var varla búinn að snúa bílnum við þegar það springur þak, eiginlega í heilu lagi og yfir tvö önnur hús með viðkomu í stillans og einhverjum rúðum. Þakplötur úti um allt.“ Skömmu síðar hafi gafl úr húsinu hrunið. Bárujárnsplötur fóru víða á Siglufirði í gærkvöldi.Fjallabyggð Íbúi inni í húsinu og annar fékk þakplötu inn í stofu Magnús segir að íbúi hússins hafi verið í því þegar það sprakk en að hann hafi komið sér sjálfur í björgunarmiðstöðina á Siglufirði, þar sem hann varði nóttinni ásamt fleirum. Einn þeirra hafi verið heima hjá sér þegar þakplata úr húsinu fauk inn í stofu til hans. „Hann gat ekki verið heima hjá sér af því að það kom rifa á gaflinn hjá honum. Þannig að þetta gerði stjórtjón og stórhættulegan vettvang.“ Þá segir hann að heppni megi telja að enginn hafi slasast á Siglufirði í gærkvöldi. Björgunarfólk hafi farið mjög varlega og markmiðið verið að enginn slasaðist, sem tókst. Íbúarnir í áfalli Magnús segir að eðli málsins samkvæmt séu íbúar húsanna tveggja, sem verst fóru, í áfalli. „Þeim var náttúrulega stórbrugðið. Þú sérð eignina þína bara leggjast saman þarna og hinn fékk bárujárnsplötu inn til sína. Þannig að þeir voru báðir tveir mjög skelkaðir.“ Að lokum segir Magnús að veðrið sé ekki alveg gengið yfir en að ekki sé enn jafnhviðótt. Björgunarsveitarfólk sé þó enn í viðbragðsstöðu.
Fjallabyggð Veður Björgunarsveitir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira