Flotbryggja slitnaði frá landi Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 06:55 Íbúum Bakkafjarðar tókst að bjarga bátunum fimm. Aðsend Milli klukkan fimm og sex í morgun mældist engin úrkoma á Norð-austur- og Austurlandi eftir úrhellisrigningu síðustu daga. Flotbryggja á Bakkafirði losnaði frá landi í mikilli öldu í gærkvöldi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að þó verði ekki alveg þurrt á Austurlandi í dag en veður verði mun skaplegra. Einnig hafi dregið vel úr vindi. Veðrið náði að valda töluverðum usla á Bakkafirði í gærkvöldi þegar flotbryggja í Bakkafirði slitnaði frá landi í vonskuveðri. Lesandi, sem sendi Vísi meðfylgjandi mynd, segir að fimm bátar hafi verið við bryggjuna og að tekist hafi að bjarga þeim yfir á aðrar bryggjur. Síðan hafi náðst að koma böndum á bryggjuna og tryggja hana í bili. Óli Þór segir að alda hafi verið há við Bakkafjörð í gær og í nótt. Það skýrist af því að stífur vindur hafi staðið úr sömu átt inn Bakkafjörðinn til lengri tíma og að Bakkafjörður sé mjög opinn. Þá séu flotbryggjur þess eðlis að þær þoli litla öldu og vind. Litlar skriður gætu enn fallið Í fréttatilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi segir að þær skriður sem fallið hafa á Austfjörðum frá í fyrradag séu allar í lækjarfarvegum, fremur litlar og tjón óverulegt eftir því sem best er vitað. Slíkar skriður gætu enn fallið og því sé vel fylgst með stöðunni. Ekki sé talin ástæða til frekari rýminga að svo stöddu. Þar segir jafnframt að lítilsháttar úrkoma verði að líkindum í dag og næstu daga. Þá fylgist Veðurstofan með grunnvatnshæð í borholum á Eskifirði og Seyðisfirði. Fyrir þessa úrkomu hafi hún verið mjög lág en hækkað í mörgum holum í gær. Staðan sé enn ekki orðin há, en tíma taki fyrir vatnið að hripa niður í jarðveginn. Langanesbyggð Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að þó verði ekki alveg þurrt á Austurlandi í dag en veður verði mun skaplegra. Einnig hafi dregið vel úr vindi. Veðrið náði að valda töluverðum usla á Bakkafirði í gærkvöldi þegar flotbryggja í Bakkafirði slitnaði frá landi í vonskuveðri. Lesandi, sem sendi Vísi meðfylgjandi mynd, segir að fimm bátar hafi verið við bryggjuna og að tekist hafi að bjarga þeim yfir á aðrar bryggjur. Síðan hafi náðst að koma böndum á bryggjuna og tryggja hana í bili. Óli Þór segir að alda hafi verið há við Bakkafjörð í gær og í nótt. Það skýrist af því að stífur vindur hafi staðið úr sömu átt inn Bakkafjörðinn til lengri tíma og að Bakkafjörður sé mjög opinn. Þá séu flotbryggjur þess eðlis að þær þoli litla öldu og vind. Litlar skriður gætu enn fallið Í fréttatilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi segir að þær skriður sem fallið hafa á Austfjörðum frá í fyrradag séu allar í lækjarfarvegum, fremur litlar og tjón óverulegt eftir því sem best er vitað. Slíkar skriður gætu enn fallið og því sé vel fylgst með stöðunni. Ekki sé talin ástæða til frekari rýminga að svo stöddu. Þar segir jafnframt að lítilsháttar úrkoma verði að líkindum í dag og næstu daga. Þá fylgist Veðurstofan með grunnvatnshæð í borholum á Eskifirði og Seyðisfirði. Fyrir þessa úrkomu hafi hún verið mjög lág en hækkað í mörgum holum í gær. Staðan sé enn ekki orðin há, en tíma taki fyrir vatnið að hripa niður í jarðveginn.
Langanesbyggð Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira