„Þetta rændi mig barnæskunni“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. september 2023 11:00 Þeir sem alast upp með systkini með vímuefnaröskun glíma margir við kvíða og þunglyndi, miklar áhyggjur, hræðslu og streitu. Getty „Ég varð bara að vera fullkomin fyrir mömmu og pabba og varð bara að fá góðar einkunnir og varð að vera góð í öllu,“ segir tvítug íslensk kona. Eldri bróðir hennar er í virkri vímuefnaneyslu, er heimilislaus og notar vímuefni um æð. Einstaklingar sem eiga systkini með vímuefnaröskun upplifa margir neikvæðar afleiðingar á andlega líðan sína. Algengt er að þeir þrói með sér kvíða- og þunglyndiseinkenni, miklar áhyggjur, hræðslu og streitu. Flestir upplifa miklar breytingar á heimilislífinu og samskiptum við aðra fjölskyldumeðlimi eftir að systkini þeirra fer að neyta vímuefna og sumir upplifa sig gleymda innan fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum MA lokaverkefnis Ingigerðar S. Höskuldsdóttur við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands síðastliðið vor. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifunum sem það hefur á einstaklinga að eiga systkini með vímuefnaröskun en í tengslum við lokaverkefnið ræddi Ingigerður við átta íslenskar konur á aldrinum 20 til 35 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga eitt eða fleiri systkini sem eru eða hafa glímt við vímuefnaröskun frá unglingsaldri. Allir konurnar nema ein greindu frá andlegum erfiðleikum sem þær tengdu að einhverju leyti við vímuefnaröskun systkina sinna. Vert er að taka fram að konurnar koma ekki fram undir sínum raunverulegu nöfnum. Ingigerður bendir einnig á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifunum sem það hefur á einstaklinga að eiga systkini með vímuefnaröskun. Oftar hefur verið einblínt á foreldra og börn einstaklinga sem eru með vímuefnaröskun.Aðsend Ein úr hópnum, sem gefið er nafnið Anna, er á þrítugsaldri og á fjögur systkini með vímuefnaröskun. Þrjú þeirra eru eldri systkini hennar og eitt er yngra en misjafnt er hvort systkini hennar séu í virkri neyslu eða ekki. Bróðir Önnu lést í kjölfar vímuefnaneylsu. „Ég get bara sagt það að það er ömurlegt að eiga systkini og fjölskyldumeðlimi sem að eru í neyslu, þannig að það er ekkert sem að maður getur gert, ekki neitt. Nema bara læra að lifa með því," segir Anna. Hún nefnir að eftir að hennar bróðir hennar dó hafi henni og fjölskyldunni ekki staðið mikil hjálp til boða. Hún segir þau hafa verið í góðum samskiptum við prest en að þeim hafi ekki verið boðin önnur aðstoð fyrr en nokkru eftir andlátið: „Mér finnst að mömmu hefði átt að vera boðin einhver aðstoð strax, ekki viku, tveim vikum eftir á.“ Foreldrarnir undir miklu álagi Önnur kona í hópnum, Birna, er á fertugsaldri og ólst upp með eldri bróður sem var með vímuefnaröskun en er edrú í dag. Sem barn upplifði Birna að hún gæti ekki rætt við neinn um ástandið á heimilinu. „Ég upplifði sem krakki að ég gat ekkert talað um tilfinningar mínar. Ég varð tilfinningalega stöðnuð bara í mörg ár. Ég átti mín vandamál sem ég bara tók með mér. Ég held að þetta hafi alveg haft miklu meiri áhrif heldur en ég hafi gert mér grein fyrir. Þetta rændi mig barnæskunni.“ Birna segist hafa sig dregið sig til hlés innan fjölskyldunnar því foreldrar hennar voru undir miklu álagi: „Ég reyndi að láta fara ekki mikið fyrir mér í fjölskyldunni af því að hann tók mikið pláss, hans neysla. Eðlilega voru foreldrar mínir undir miklu álagi,“ segir hún og bætir við á öðrum stað: „Ég gat aldrei sagt hvernig mér leið og þess háttar.“ Konurnar sem rætt var við lýstu því allar hvernig þær hegðunarbreytingar systkina sinna hefðu haft áhrif á þær. Ein úr hópnum, Dagný, er elst af systkinum sínum og á tvær yngri systur sem eru með vímuefnaröskun. Þær eru báðar edrú í dag. Hún rifjar upp að yngri systir hennar hafi reglulega verið að biðja um peninga til að fjármagna neysluna sína: „Hún var alltaf að biðja um peninga og það var náttúrulega mjög leiðinlegt að segja nei þegar það var verið að biðja mann um að lána. En svo áttaði ég mig á því einn daginn að ég þyrfti náttúrulega bara að gera það, af því hún var farin að skulda mér svolítið mikið af peningum og borgaði það náttúrulega aldrei til baka.“ Nokkuð algengt var að viðmælendur upplifðu meðvirkni gagnvart systkinum sínum á meðan þau voru í virkri vímuefnaneyslu. Meðvirknin lýsti sér til að mynda í því að lána peninga eða standa upp fyrir þeim og verja þau í samræðum við aðra. Dagný segist hafa haft meiri áhyggjur af annarri systur sinni en hún notaði vímuefni um æð. Systir hennar hefur misst bæði kærasta og vinkonu úr of stórum skammti, sem olli bæði sorg innan fjölskyldunnar og í kjölfarið hræðslu um líf hennar. Systir hennar hefur einnig verið lögð inn á sjúkrahús í lífshættulegu ástandi. „Það náttúrulega fylgja því gríðarlegar áhyggjur, sérstaklega í svona harðri neyslu, mig langar rosalega bara að taka þær og vefja þær inn í eitthvað teppi.“ Fékk ekki rými til að vera barn Annar viðmælandi, Elsa, er rúmlega tvítug og á eldri bróður sem er í virkri vímuefnaneyslu. Bróðir hennar er heimilislaus og notar vímuefni um æð. Elsa segist ekki hafa greint frá þeim vandamálum og tilfinningum sem hún væri að ganga í gegnum vegna bróður síns. „Það má enginn vita neitt, allir í kringum mig verða að halda að ég eigi fullkomið líf“. Á öðrum stað lýsir Elsa því hvernig líf hennar einkenndist af gífurlegri meðvirkni. „Ég bar ábyrgð á því að láta öllum öðrum líða vel af því það var það eina sem ég gat gert.“ Í samræðum við viðmælendur kom einnig fram að nokkrum þeirra fannst þær bera ábyrgð á umönnun annarra fjölskyldumeðlima og þannig var það í tilfelli Elsu. „Ég var bara rosalega undirgefin, ég gaf mér ekkert rými til að vera barn, ég var bara einhvern veginn svona að hugsa um mömmu. Mér fannst það vera mitt hlutverk, af því að mamma var svona einhvern veginn að hugsa um alla og mér fannst enginn vera að hugsa um mömmu. Í fjórða bekk byrjaði ég að elda alla föstudaga, og bara gera allt sem ég mögulega gat svona einhvern veginn til að hugsa um mömmu.“ Ótti kviknar við fréttaflutning Önnur úr hópnum, Freyja, er á þrítugsaldri. Hún er yngst af systkinum sínum og á eldri bróður í virkri vímuefnaneyslu. Foreldrar hennar skildu þegar hún var barn og er faðir hennar með áfengisvanda. Bróðir hennar er heimilislaus og notar vímuefni um æð. Konurnar sem rætt var við upplifðu margar að þær þyrftu að vera fullkomnar og með allt á hreinu til að að láta öðrum líða vel.Getty Freyja átti alla tíð sterk tengsl við bróðir sinn en segir mikinn mun vera á bæði honum og samskiptunum þegar hann er í virkri vímuefnaneyslu: „Við eigum alveg mjög sterk tengsl þrátt fyrir að tala lítið saman, ég hef alltaf verið í mjög miklum samskiptum við hann.Hann ann leitar til mín, hann hefur farið í fangelsi og þá hef ég farið að heimsækja hann í fangelsið og svona. Þá er hann bara allt annar karakter, og þá er þetta alveg bara bróðir minn. En svo bara um leið og hann fer aftur í neyslu þá verða samskiptin allt öðruvísi. Það er alveg mikill munur.“ Freyja nefnir einnig að hún óttist oft um bróður sinn, til dæmis þegar hún sjá fréttir sem tengjast neyslu. „Þá hef ég alveg stundum haldið að það sé hann. Ég lenti í því um daginn að fá sent myndband sem að hljómaði alveg eins og hann. Einhverjir blóðugir á flótta frá löggunni og það var alveg mikið áfall þar til að ég fékk svo myndbandið sent, ekki blörrað, og sá þetta var ekki hann.“ Konurnar sem rætt var við upplifðu margar að þær þyrftu að vera fullkomnar og með allt á hreinu til að að láta öðrum líða vel. Ein úr hópnum, Guðrún, á eldri systur með vímuefnaröskun. Guðrún ólst upp hjá móður sinni og segir að á heimilinu hafi verið vanræksla og ofbeldi. „Mér finnst það vera mikil pressa því ég á alltaf að vera glöð og alltaf svona, en ég má ekki segja að ég er sorgmædd, þá er bara vesen. Ég á alltaf að vera svo jákvæð og heilbrigð, og ekki vera eins og hún.“ Ein konan úr hópnum segir mikilvægt að sýna ekki bara veiku börnunum" athygli.Getty Endaði með glóðarauga Annar viðmælandi, Ingunn, á eina eldri systur og tvö yngri systkini með vímuefnaröskun. Líkt og fleiri viðmælendur rannsóknarinnar greinir Ingunn frá því hvernig hún upplifði sig gleymda innan fjölskyldunnar þegar hún var barn. „Mér finnst ég alltaf vera einhvern veginn úti í horni, gleymd." Á öðrum stað segir Ingunn: „Það er mikilvægt að ekki bara sýna veiku börnunum athygli, af því að jafnvel þótt að fíklarnir séu að ganga í gegnum eitthvað þá eru hin systkinin að ganga í gegnum öðruvísi tegund af því. Áhrifin eru mest á systkinin, að mínu mati. Foreldrarnir bera jú ábyrgð og þau fá svona ábyrgðartilfinningu, en systkinin gera það líka, þeim finnst eins og þau hafi gert eitthvað rangt.“ Ingunn lýsir því einnig hvernig hún upplifði heimili sitt ekki sem öruggan stað og fór hún því frekar að forðast að vera inni á heimilinu: „Ég þorði aldrei að segja neitt. Ég ólst upp alltaf við það frá foreldrum mínum að hún þurfti svo mikla hjálp, sem er auðvitað satt. Eftir svolítinn tíma af hennar neyslu þá áttaði ég mig á því að það var ekki að fara að gera neitt gagn að tala við foreldra mína, eða mér fannst það allavega, það var upplifunin mín.“ Ingunn hefur einnig upplifað árásargirni af hálfu systkina sinna. „Ég hef lent í slagsmálum við báðar systur mínar. Þær hentu hníf framhjá mér til að hræða mig. Ég er með ör á bringunni eftir systur mína af því að hún klóraði mig, og ég hef alveg fengið glóðarauga og eitthvað.“ Ingunn segir að í kjölfarið á þessu hafi hún þróað með sér áfallastreituröskun og í dag á hún erfitt með að horfa á aðra handleika hnífa. Hún sér ein um allan skurð á sínu heimili því hún treystir engum öðrum til þess. Hefðu viljað aðstoð á heimilið strax í æsku Þegar konurnar voru spurðar út í viðhorf þeirra gagnvart vímuefnum sögðust þær allar vera á móti vímuefnum og notkun þeirra. Þær höfðu flestar tekið þá ákvörðun að neyta ekki vímuefna og gerðu sér grein fyrir að það væri aukin hætta á að þær myndu ánetjast efnunum ef þær færu að neyta þeirra. Einnig greindu tvær þeirra frá því að vímuefnaröskun systkinis síns hefði haft áhrif á að þær hafi byrjað seinna að drekka áfengi en aðrir í kringum þær. „Ég held að það hafi verið góði parturinn, góða afleiðingin af því að þær voru í neyslu, er að ég er svo á móti þessu að hérna ef einhver í mínu nákomnu vinasambandi eða einhver, þá er ég hætt að tala við þau. Alveg strax. Ég vil ekki hafa þetta í mínu heimili eða nálægt mér. Ég vil ekki upplifa þetta aftur. Það tel ég vera svolítið gott, að ég hef mín mörk,“ segir Ingunn. Engin af konunum sem rætt var við hafði fengið stuðning eða faglega ráðgjöf í æsku en nokkrar af þeim höfðu farið til sálfræðings og félagsráðgjafa á unglings- eða fullorðinsárum. Þær voru margar sammála um að þær hefðu viljað fá aðstoð inn á heimilið strax í æsku eða þegar systkini þeirra var nýlega byrjað að neyta vímuefna. Mörg systkinanna voru enn í grunnskóla þegar vímuefnaneyslan hófst og í sumum tilfellum höfðu yfirvöld haft afskipti af þeim, en konurnar segja að engin aðstoð hafi fylgt því fyrir þær. „Þrátt fyrir að skólinn vissi það alveg að hann væri í neyslu, þrátt fyrir allt saman, þá var aldrei neinn svona heildstæður pakki sem kom bara og greip utan um okkur. Sem að hefði þurft, bara strax, þetta hefði ekki þurft að valda svona miklum skaða,“ segi Birna. Mikilvægt að veita ráðgjöf og stuðning Í niðurstöðum Ingigerðar kemur meðal annars fram að það komi á óvart hve margir viðmælendur áttu fleiri en eitt systkini sem er eða hefur verið með vímuefnaröskun. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að það hefur neikvæðar afleiðingar á líðan einstaklinga að eiga systkini með vímuefnaröskun. Ingigerður bendir einnig á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifunum sem það hefur á einstaklinga að eiga systkini með vímuefnaröskun. Oftar hefur verið einblínt á foreldra og börn einstaklinga sem eru með vímuefnaröskun. Vonar hún að fleiri rannsakendur fari að beina sjónum sínum að systkinum sem aðstandendum einstaklinga með vímuefnaröskun og að rannsóknin bæti við þekkingu á sviðinu og virki sem hvatning til frekari rannsókna á viðfangsefninu. „Með aukinni þekkingu er hægt að veita þessum hópi viðeigandi stuðning og ráðgjöf til að lágmarka þau neikvæðu áhrif sem þau verða fyrir.“ Fíkniefnabrot Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Einstaklingar sem eiga systkini með vímuefnaröskun upplifa margir neikvæðar afleiðingar á andlega líðan sína. Algengt er að þeir þrói með sér kvíða- og þunglyndiseinkenni, miklar áhyggjur, hræðslu og streitu. Flestir upplifa miklar breytingar á heimilislífinu og samskiptum við aðra fjölskyldumeðlimi eftir að systkini þeirra fer að neyta vímuefna og sumir upplifa sig gleymda innan fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum MA lokaverkefnis Ingigerðar S. Höskuldsdóttur við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands síðastliðið vor. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifunum sem það hefur á einstaklinga að eiga systkini með vímuefnaröskun en í tengslum við lokaverkefnið ræddi Ingigerður við átta íslenskar konur á aldrinum 20 til 35 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga eitt eða fleiri systkini sem eru eða hafa glímt við vímuefnaröskun frá unglingsaldri. Allir konurnar nema ein greindu frá andlegum erfiðleikum sem þær tengdu að einhverju leyti við vímuefnaröskun systkina sinna. Vert er að taka fram að konurnar koma ekki fram undir sínum raunverulegu nöfnum. Ingigerður bendir einnig á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifunum sem það hefur á einstaklinga að eiga systkini með vímuefnaröskun. Oftar hefur verið einblínt á foreldra og börn einstaklinga sem eru með vímuefnaröskun.Aðsend Ein úr hópnum, sem gefið er nafnið Anna, er á þrítugsaldri og á fjögur systkini með vímuefnaröskun. Þrjú þeirra eru eldri systkini hennar og eitt er yngra en misjafnt er hvort systkini hennar séu í virkri neyslu eða ekki. Bróðir Önnu lést í kjölfar vímuefnaneylsu. „Ég get bara sagt það að það er ömurlegt að eiga systkini og fjölskyldumeðlimi sem að eru í neyslu, þannig að það er ekkert sem að maður getur gert, ekki neitt. Nema bara læra að lifa með því," segir Anna. Hún nefnir að eftir að hennar bróðir hennar dó hafi henni og fjölskyldunni ekki staðið mikil hjálp til boða. Hún segir þau hafa verið í góðum samskiptum við prest en að þeim hafi ekki verið boðin önnur aðstoð fyrr en nokkru eftir andlátið: „Mér finnst að mömmu hefði átt að vera boðin einhver aðstoð strax, ekki viku, tveim vikum eftir á.“ Foreldrarnir undir miklu álagi Önnur kona í hópnum, Birna, er á fertugsaldri og ólst upp með eldri bróður sem var með vímuefnaröskun en er edrú í dag. Sem barn upplifði Birna að hún gæti ekki rætt við neinn um ástandið á heimilinu. „Ég upplifði sem krakki að ég gat ekkert talað um tilfinningar mínar. Ég varð tilfinningalega stöðnuð bara í mörg ár. Ég átti mín vandamál sem ég bara tók með mér. Ég held að þetta hafi alveg haft miklu meiri áhrif heldur en ég hafi gert mér grein fyrir. Þetta rændi mig barnæskunni.“ Birna segist hafa sig dregið sig til hlés innan fjölskyldunnar því foreldrar hennar voru undir miklu álagi: „Ég reyndi að láta fara ekki mikið fyrir mér í fjölskyldunni af því að hann tók mikið pláss, hans neysla. Eðlilega voru foreldrar mínir undir miklu álagi,“ segir hún og bætir við á öðrum stað: „Ég gat aldrei sagt hvernig mér leið og þess háttar.“ Konurnar sem rætt var við lýstu því allar hvernig þær hegðunarbreytingar systkina sinna hefðu haft áhrif á þær. Ein úr hópnum, Dagný, er elst af systkinum sínum og á tvær yngri systur sem eru með vímuefnaröskun. Þær eru báðar edrú í dag. Hún rifjar upp að yngri systir hennar hafi reglulega verið að biðja um peninga til að fjármagna neysluna sína: „Hún var alltaf að biðja um peninga og það var náttúrulega mjög leiðinlegt að segja nei þegar það var verið að biðja mann um að lána. En svo áttaði ég mig á því einn daginn að ég þyrfti náttúrulega bara að gera það, af því hún var farin að skulda mér svolítið mikið af peningum og borgaði það náttúrulega aldrei til baka.“ Nokkuð algengt var að viðmælendur upplifðu meðvirkni gagnvart systkinum sínum á meðan þau voru í virkri vímuefnaneyslu. Meðvirknin lýsti sér til að mynda í því að lána peninga eða standa upp fyrir þeim og verja þau í samræðum við aðra. Dagný segist hafa haft meiri áhyggjur af annarri systur sinni en hún notaði vímuefni um æð. Systir hennar hefur misst bæði kærasta og vinkonu úr of stórum skammti, sem olli bæði sorg innan fjölskyldunnar og í kjölfarið hræðslu um líf hennar. Systir hennar hefur einnig verið lögð inn á sjúkrahús í lífshættulegu ástandi. „Það náttúrulega fylgja því gríðarlegar áhyggjur, sérstaklega í svona harðri neyslu, mig langar rosalega bara að taka þær og vefja þær inn í eitthvað teppi.“ Fékk ekki rými til að vera barn Annar viðmælandi, Elsa, er rúmlega tvítug og á eldri bróður sem er í virkri vímuefnaneyslu. Bróðir hennar er heimilislaus og notar vímuefni um æð. Elsa segist ekki hafa greint frá þeim vandamálum og tilfinningum sem hún væri að ganga í gegnum vegna bróður síns. „Það má enginn vita neitt, allir í kringum mig verða að halda að ég eigi fullkomið líf“. Á öðrum stað lýsir Elsa því hvernig líf hennar einkenndist af gífurlegri meðvirkni. „Ég bar ábyrgð á því að láta öllum öðrum líða vel af því það var það eina sem ég gat gert.“ Í samræðum við viðmælendur kom einnig fram að nokkrum þeirra fannst þær bera ábyrgð á umönnun annarra fjölskyldumeðlima og þannig var það í tilfelli Elsu. „Ég var bara rosalega undirgefin, ég gaf mér ekkert rými til að vera barn, ég var bara einhvern veginn svona að hugsa um mömmu. Mér fannst það vera mitt hlutverk, af því að mamma var svona einhvern veginn að hugsa um alla og mér fannst enginn vera að hugsa um mömmu. Í fjórða bekk byrjaði ég að elda alla föstudaga, og bara gera allt sem ég mögulega gat svona einhvern veginn til að hugsa um mömmu.“ Ótti kviknar við fréttaflutning Önnur úr hópnum, Freyja, er á þrítugsaldri. Hún er yngst af systkinum sínum og á eldri bróður í virkri vímuefnaneyslu. Foreldrar hennar skildu þegar hún var barn og er faðir hennar með áfengisvanda. Bróðir hennar er heimilislaus og notar vímuefni um æð. Konurnar sem rætt var við upplifðu margar að þær þyrftu að vera fullkomnar og með allt á hreinu til að að láta öðrum líða vel.Getty Freyja átti alla tíð sterk tengsl við bróðir sinn en segir mikinn mun vera á bæði honum og samskiptunum þegar hann er í virkri vímuefnaneyslu: „Við eigum alveg mjög sterk tengsl þrátt fyrir að tala lítið saman, ég hef alltaf verið í mjög miklum samskiptum við hann.Hann ann leitar til mín, hann hefur farið í fangelsi og þá hef ég farið að heimsækja hann í fangelsið og svona. Þá er hann bara allt annar karakter, og þá er þetta alveg bara bróðir minn. En svo bara um leið og hann fer aftur í neyslu þá verða samskiptin allt öðruvísi. Það er alveg mikill munur.“ Freyja nefnir einnig að hún óttist oft um bróður sinn, til dæmis þegar hún sjá fréttir sem tengjast neyslu. „Þá hef ég alveg stundum haldið að það sé hann. Ég lenti í því um daginn að fá sent myndband sem að hljómaði alveg eins og hann. Einhverjir blóðugir á flótta frá löggunni og það var alveg mikið áfall þar til að ég fékk svo myndbandið sent, ekki blörrað, og sá þetta var ekki hann.“ Konurnar sem rætt var við upplifðu margar að þær þyrftu að vera fullkomnar og með allt á hreinu til að að láta öðrum líða vel. Ein úr hópnum, Guðrún, á eldri systur með vímuefnaröskun. Guðrún ólst upp hjá móður sinni og segir að á heimilinu hafi verið vanræksla og ofbeldi. „Mér finnst það vera mikil pressa því ég á alltaf að vera glöð og alltaf svona, en ég má ekki segja að ég er sorgmædd, þá er bara vesen. Ég á alltaf að vera svo jákvæð og heilbrigð, og ekki vera eins og hún.“ Ein konan úr hópnum segir mikilvægt að sýna ekki bara veiku börnunum" athygli.Getty Endaði með glóðarauga Annar viðmælandi, Ingunn, á eina eldri systur og tvö yngri systkini með vímuefnaröskun. Líkt og fleiri viðmælendur rannsóknarinnar greinir Ingunn frá því hvernig hún upplifði sig gleymda innan fjölskyldunnar þegar hún var barn. „Mér finnst ég alltaf vera einhvern veginn úti í horni, gleymd." Á öðrum stað segir Ingunn: „Það er mikilvægt að ekki bara sýna veiku börnunum athygli, af því að jafnvel þótt að fíklarnir séu að ganga í gegnum eitthvað þá eru hin systkinin að ganga í gegnum öðruvísi tegund af því. Áhrifin eru mest á systkinin, að mínu mati. Foreldrarnir bera jú ábyrgð og þau fá svona ábyrgðartilfinningu, en systkinin gera það líka, þeim finnst eins og þau hafi gert eitthvað rangt.“ Ingunn lýsir því einnig hvernig hún upplifði heimili sitt ekki sem öruggan stað og fór hún því frekar að forðast að vera inni á heimilinu: „Ég þorði aldrei að segja neitt. Ég ólst upp alltaf við það frá foreldrum mínum að hún þurfti svo mikla hjálp, sem er auðvitað satt. Eftir svolítinn tíma af hennar neyslu þá áttaði ég mig á því að það var ekki að fara að gera neitt gagn að tala við foreldra mína, eða mér fannst það allavega, það var upplifunin mín.“ Ingunn hefur einnig upplifað árásargirni af hálfu systkina sinna. „Ég hef lent í slagsmálum við báðar systur mínar. Þær hentu hníf framhjá mér til að hræða mig. Ég er með ör á bringunni eftir systur mína af því að hún klóraði mig, og ég hef alveg fengið glóðarauga og eitthvað.“ Ingunn segir að í kjölfarið á þessu hafi hún þróað með sér áfallastreituröskun og í dag á hún erfitt með að horfa á aðra handleika hnífa. Hún sér ein um allan skurð á sínu heimili því hún treystir engum öðrum til þess. Hefðu viljað aðstoð á heimilið strax í æsku Þegar konurnar voru spurðar út í viðhorf þeirra gagnvart vímuefnum sögðust þær allar vera á móti vímuefnum og notkun þeirra. Þær höfðu flestar tekið þá ákvörðun að neyta ekki vímuefna og gerðu sér grein fyrir að það væri aukin hætta á að þær myndu ánetjast efnunum ef þær færu að neyta þeirra. Einnig greindu tvær þeirra frá því að vímuefnaröskun systkinis síns hefði haft áhrif á að þær hafi byrjað seinna að drekka áfengi en aðrir í kringum þær. „Ég held að það hafi verið góði parturinn, góða afleiðingin af því að þær voru í neyslu, er að ég er svo á móti þessu að hérna ef einhver í mínu nákomnu vinasambandi eða einhver, þá er ég hætt að tala við þau. Alveg strax. Ég vil ekki hafa þetta í mínu heimili eða nálægt mér. Ég vil ekki upplifa þetta aftur. Það tel ég vera svolítið gott, að ég hef mín mörk,“ segir Ingunn. Engin af konunum sem rætt var við hafði fengið stuðning eða faglega ráðgjöf í æsku en nokkrar af þeim höfðu farið til sálfræðings og félagsráðgjafa á unglings- eða fullorðinsárum. Þær voru margar sammála um að þær hefðu viljað fá aðstoð inn á heimilið strax í æsku eða þegar systkini þeirra var nýlega byrjað að neyta vímuefna. Mörg systkinanna voru enn í grunnskóla þegar vímuefnaneyslan hófst og í sumum tilfellum höfðu yfirvöld haft afskipti af þeim, en konurnar segja að engin aðstoð hafi fylgt því fyrir þær. „Þrátt fyrir að skólinn vissi það alveg að hann væri í neyslu, þrátt fyrir allt saman, þá var aldrei neinn svona heildstæður pakki sem kom bara og greip utan um okkur. Sem að hefði þurft, bara strax, þetta hefði ekki þurft að valda svona miklum skaða,“ segi Birna. Mikilvægt að veita ráðgjöf og stuðning Í niðurstöðum Ingigerðar kemur meðal annars fram að það komi á óvart hve margir viðmælendur áttu fleiri en eitt systkini sem er eða hefur verið með vímuefnaröskun. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að það hefur neikvæðar afleiðingar á líðan einstaklinga að eiga systkini með vímuefnaröskun. Ingigerður bendir einnig á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifunum sem það hefur á einstaklinga að eiga systkini með vímuefnaröskun. Oftar hefur verið einblínt á foreldra og börn einstaklinga sem eru með vímuefnaröskun. Vonar hún að fleiri rannsakendur fari að beina sjónum sínum að systkinum sem aðstandendum einstaklinga með vímuefnaröskun og að rannsóknin bæti við þekkingu á sviðinu og virki sem hvatning til frekari rannsókna á viðfangsefninu. „Með aukinni þekkingu er hægt að veita þessum hópi viðeigandi stuðning og ráðgjöf til að lágmarka þau neikvæðu áhrif sem þau verða fyrir.“
Fíkniefnabrot Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira