Loka Laugardalslaug í tvær vikur vegna viðhalds Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2023 13:39 Lauginni verður lokað í um tvær vikur, frá og með 26. september. Vísir/Vilhelm Laugardalslaug í Reykjavík verður lokað fyrir almenning í tvær vikur frá og með 26. september næstkomandi vegna framkvæmda. Kominn er tími á viðhald. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að sundæfingar og skólasund muni haldast óbreytt þrátt fyrir lokunina. Fram kemur að viðhald á lauginni hafi staðið til í nokkurn tíma. „Viðhaldslokun á útilaugarkeri Laugardalslaugar er löngu tímabær en langt er liðið frá síðustu viðhaldslokun,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður í Laugardalslaug. „Fara þarf í endurbætur á hluta af kýraugum í laugarkeri, koma fyrir þili á milli laugarkera, fara í endurbætur á yfirfallslögn, lagfæringar á flísalögn og ýmis önnur viðhaldsverkefni. Jafnframt verður unnið að ýmsum þrifum sem ekki er hægt að komast í þegar gestir eru í lauginni.“ Steft að því að opna heita potta eins fljótt og hægt er Ennfremur segir að stefnt sé að því að opna heita potta eins fljótt og aðstæður leyfi. „Sundæfingar og skólasund helst óbreytt en meðan á viðhaldslokun stendur munu krakkar í skólasundi og iðkendur sem æfa sund nota gömlu afgreiðsluna, þar sem þeirri nýju verður lokað. Opið verður hjá nuddaranum sem starfar í Laugardalslaug. Samkvæmt verkáætlun tekur verkefnið tvær vikur, en óvissuþættir í verkinu geta haft áhrif á framkvæmdatíma og þann tíma sem laugin þarf að vera lokuð. Upplýsingar verða birtar reglulega á Facebooksíðu og Instagramsíðu Laugardalslaugar, um verkið og hvernig því miðar áfram,“ segir á vef borgarinnar. Nánar um helstu verkliði í Laugardalslaug: Kýraugu- skipta út að minnsta kosti 15 kýraugum í laugarkeri. Þil á milli laugarkera- fjarlægja þil og setja upp nýtt þil undir brú. Með því að aðskilja laugarker með þili eru bundnar vonir við að auðveldara verði að hækka hitastig barnalaugar. Yfirfallsrenna í öllu laugarkeri- hreinsun á rennu með háþrýstiþvotti, viðgerð á rennunni og leki stoppaður á yfirfallslögn þar sem það á við. Lendingarlaug- málun og lagfæringar. Laugarker- lagfæringar á flísum. Sjópottur- áhersla á að fylla í flísalögn með fúgu og hreinsa pottinn vel. Aðrir pottar- hreinsun. Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að sundæfingar og skólasund muni haldast óbreytt þrátt fyrir lokunina. Fram kemur að viðhald á lauginni hafi staðið til í nokkurn tíma. „Viðhaldslokun á útilaugarkeri Laugardalslaugar er löngu tímabær en langt er liðið frá síðustu viðhaldslokun,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður í Laugardalslaug. „Fara þarf í endurbætur á hluta af kýraugum í laugarkeri, koma fyrir þili á milli laugarkera, fara í endurbætur á yfirfallslögn, lagfæringar á flísalögn og ýmis önnur viðhaldsverkefni. Jafnframt verður unnið að ýmsum þrifum sem ekki er hægt að komast í þegar gestir eru í lauginni.“ Steft að því að opna heita potta eins fljótt og hægt er Ennfremur segir að stefnt sé að því að opna heita potta eins fljótt og aðstæður leyfi. „Sundæfingar og skólasund helst óbreytt en meðan á viðhaldslokun stendur munu krakkar í skólasundi og iðkendur sem æfa sund nota gömlu afgreiðsluna, þar sem þeirri nýju verður lokað. Opið verður hjá nuddaranum sem starfar í Laugardalslaug. Samkvæmt verkáætlun tekur verkefnið tvær vikur, en óvissuþættir í verkinu geta haft áhrif á framkvæmdatíma og þann tíma sem laugin þarf að vera lokuð. Upplýsingar verða birtar reglulega á Facebooksíðu og Instagramsíðu Laugardalslaugar, um verkið og hvernig því miðar áfram,“ segir á vef borgarinnar. Nánar um helstu verkliði í Laugardalslaug: Kýraugu- skipta út að minnsta kosti 15 kýraugum í laugarkeri. Þil á milli laugarkera- fjarlægja þil og setja upp nýtt þil undir brú. Með því að aðskilja laugarker með þili eru bundnar vonir við að auðveldara verði að hækka hitastig barnalaugar. Yfirfallsrenna í öllu laugarkeri- hreinsun á rennu með háþrýstiþvotti, viðgerð á rennunni og leki stoppaður á yfirfallslögn þar sem það á við. Lendingarlaug- málun og lagfæringar. Laugarker- lagfæringar á flísum. Sjópottur- áhersla á að fylla í flísalögn með fúgu og hreinsa pottinn vel. Aðrir pottar- hreinsun.
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira