Hún leiddi í ljós að það væri ófullnægjandi rakavarnarlag í þaki, ónýtt byggingarefni í neðri hluta þaks, gaflveggjum og í veggjum ofan við áhorfendastúku. Einnig kom fram að loftræsing salarins væri ábótavant.
Í minnisblaði frá Verkís segir loftræsting og upphitun salarins hafi ekki verið hluti af skoðuninni, en að þrátt fyrir það hafi komið í ljós að henni væri verulega ábótavant. Hún virðist ráða við skólakrakka í sal, en enga áhorfendur.
Líkt og áður segir er hefur hluta íþróttahússins verið lokið, en þar er átt við íþróttasal og kjallara hússins. Starfsemi í fimleikahúsi og Þekju mun halda áfram og þá verða búningsklefar og anddyri við fimleikahúsið enn aðgengilegt.
Í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar segir að strax verði ráðist í endurbætur. Bæjaryfirvöld muni á næstunni vinna að nákvæmri tímalínu, hönnun og útboði í tengslum við endurbæturnar. Þau muni leitast eftir því að endurbæturnar taki eins skamman tíma og kostur er.