Velferð við upphaf þingvetrar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2023 09:31 Nýr þingvetur er hafinn og fjölbreytt verkefni blasa við. Frá kosningum 2021 hef ég verið formaður fjárlaganefndar og nú verður sú breyting á að ég tek við formennsku í velferðarnefnd. Það er alltaf gaman að takast á við nýjar áskoranir. Sterk félags- og velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg til að ná fram réttlátu samfélagi. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um velferð í almannaþágu. Velferðarnefnd fjallar m.a. um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðs fólks, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu. Það er því ljóst að enginn dagur verður eins. Bætt lífsgæði – réttlátara samfélag Aðgerðaráætlunin Gott að eldast, um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023 – 2027, hefur verið fjármögnuð og er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna samtals á næstu þremur árum í að hrinda henni í framkvæmd. Unnið er að endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og er góður gangur í þeirri vinnu og von á frumvarpi frá félags- og vinnumarkaðsráðherra á þessum þingvetri. Mikilvægt er að okkur takist að sameinast um þessar mikilvægu kerfisbreytingar á Alþingi, því þessi breyting markar þáttaskil í baráttunni við fátækt og mun bæta lífsgæði stórs hóps íslensku þjóðarinnar. Ef vel tekst til mun þessi breyting skila okkur réttlátara samfélagi og mun draga úr ójöfnuði. Allt eru það gildi sem við Vinstri græn stöndum fyrir. Heilbrigðisráðherra mun svo leggja fram fjölmörg mál og eitt af þeim sem ég tel afar mikilvægt fjallar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn alvarlegra atvika þar sem tryggja á betur öryggi sjúklinga, styrkja öryggismenningu og skapa heilbrigðisstarfsfólki betri starfsskilyrði. Annað mál sem talsvert hefur verið rætt um og verður lagt fram í vetur er mál sem veitir þriðja aðila umsýsluumboð fyrir hönd einstaklings 16 ára og eldri sem getur ekki vegna fötlunar sinnar veitt slíkt umboð sjálf. Eitt af fyrstu málum haustsins hjá mennta- og barnamálaráðherra er samræming löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem ætlað er að styrkja umgjörð um þjónustu og snemmtækan stuðning í þágu barna og réttindi barna sem mikilvægt er til í tengslum við farsældarlöggjöfina. Áframhaldandi uppbygging innviða Í húsnæðismálum er mikilvægt að stjórnvöld stígi inn af festu til að bæta húsnæðisöryggi. Eitt af málum innviðaráðherra, sem mikið hefur verið kallað eftir, er breyting á húsaleigulögum. Því er m.a. ætlað að auka öryggi leigjenda og tryggja fyrirsjáanleika og sanngirni um breytingar á leigufjárhæð. Málið verður lagt fram í september. Þá er stefnt að því að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins. Byggðar verða 2000 íbúðir árin 2024 og 2025. Hér hef ég aðeins farið yfir brotabrot af verkefnum vetrarins. Ég hlakka til að takast á við þessu stóru verkefni og þær áskoranir sem þeim eflaust munu fylgja, sem og öðrum málum sem nefndin kemur til með að fjalla um, og trúi því að samstarf okkar nefndarmanna verði farsælt og samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nýr þingvetur er hafinn og fjölbreytt verkefni blasa við. Frá kosningum 2021 hef ég verið formaður fjárlaganefndar og nú verður sú breyting á að ég tek við formennsku í velferðarnefnd. Það er alltaf gaman að takast á við nýjar áskoranir. Sterk félags- og velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg til að ná fram réttlátu samfélagi. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um velferð í almannaþágu. Velferðarnefnd fjallar m.a. um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðs fólks, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu. Það er því ljóst að enginn dagur verður eins. Bætt lífsgæði – réttlátara samfélag Aðgerðaráætlunin Gott að eldast, um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023 – 2027, hefur verið fjármögnuð og er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna samtals á næstu þremur árum í að hrinda henni í framkvæmd. Unnið er að endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og er góður gangur í þeirri vinnu og von á frumvarpi frá félags- og vinnumarkaðsráðherra á þessum þingvetri. Mikilvægt er að okkur takist að sameinast um þessar mikilvægu kerfisbreytingar á Alþingi, því þessi breyting markar þáttaskil í baráttunni við fátækt og mun bæta lífsgæði stórs hóps íslensku þjóðarinnar. Ef vel tekst til mun þessi breyting skila okkur réttlátara samfélagi og mun draga úr ójöfnuði. Allt eru það gildi sem við Vinstri græn stöndum fyrir. Heilbrigðisráðherra mun svo leggja fram fjölmörg mál og eitt af þeim sem ég tel afar mikilvægt fjallar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn alvarlegra atvika þar sem tryggja á betur öryggi sjúklinga, styrkja öryggismenningu og skapa heilbrigðisstarfsfólki betri starfsskilyrði. Annað mál sem talsvert hefur verið rætt um og verður lagt fram í vetur er mál sem veitir þriðja aðila umsýsluumboð fyrir hönd einstaklings 16 ára og eldri sem getur ekki vegna fötlunar sinnar veitt slíkt umboð sjálf. Eitt af fyrstu málum haustsins hjá mennta- og barnamálaráðherra er samræming löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem ætlað er að styrkja umgjörð um þjónustu og snemmtækan stuðning í þágu barna og réttindi barna sem mikilvægt er til í tengslum við farsældarlöggjöfina. Áframhaldandi uppbygging innviða Í húsnæðismálum er mikilvægt að stjórnvöld stígi inn af festu til að bæta húsnæðisöryggi. Eitt af málum innviðaráðherra, sem mikið hefur verið kallað eftir, er breyting á húsaleigulögum. Því er m.a. ætlað að auka öryggi leigjenda og tryggja fyrirsjáanleika og sanngirni um breytingar á leigufjárhæð. Málið verður lagt fram í september. Þá er stefnt að því að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins. Byggðar verða 2000 íbúðir árin 2024 og 2025. Hér hef ég aðeins farið yfir brotabrot af verkefnum vetrarins. Ég hlakka til að takast á við þessu stóru verkefni og þær áskoranir sem þeim eflaust munu fylgja, sem og öðrum málum sem nefndin kemur til með að fjalla um, og trúi því að samstarf okkar nefndarmanna verði farsælt og samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun