Íslenski boltinn

KR-ingar skemmdu veislu­höld Víkinga og KA skoraði fjögur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Benóný Breki skoraði fyrra mark KR.
Benóný Breki skoraði fyrra mark KR. Vísir/Hulda Margrét

KR-ingar tóku sig til og skemmdu veisluhöld Víkinga en liðið hefði orðið Íslandsmeistari karla í knattspyrnu þegar þau mættust í Víkinni í gærkvöld, lokatölur 2-2. Þá skoraði KA fjögur í góðum sigri á Keflavík.

Víkingar hófu leik gærkvöldsins af miklum krafti og voru 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum frá Aroni Elís Þrándarsyni og Danijel Dejan Djuric. Víkingar fengu færi til að klára leikinn en þeim tókst það ekki og í síðari hálfleik bitu gestirnir frá sér. Benóný Breki Andrésson minnkaði muninn og Kristinn Jónsson jafnaði metin á 73. mínútu, lokatölur 2-2. 

Klippa: Besta deild karla: Víkingur 2- 2 KR

KA tók á móti Keflavík fyrir norðan í því sem reyndist stórskemmtilegur leikur. Jakob Snær Árnason kom KA yfir eftir aðeins þrjár mínútur og örskömmu síðar var staðan orðin 2-0, Hallgrímur Mar Steingrímsson með markið. Ísak Daði Ívarsson minnkaði muninn fyrir gestina en Ásgeir Sigurgeirsson skoraði um miðbik fyrri hálfleiks og staðan 3-1 í hálfleik.

Ígnacio Heras Anglada minnkaði muninn í 3-2 áður en Hallgrímur Mar gulltryggði sigur heimamanna, lokatölur 4-2.

Klippa: Besta deild karla: KA 4-2 Keflavík

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×