Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá. Hún segir að málið verði þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á þriðjudaginn 26. september.
Að öðru leyti geti hún ekki tjá sig um málið þar sem tvær vikur eru ekki enn liðnar frá útgáfu ákæru.
Lést af völdum stungusára
Þann 3. október 2022 var lögregla kölluð á vettvang, í fjölbýlishúsi á Ólafsfirði, þar sem karlmaður lést af sárum sínum. Fjórir voru handteknir og þrjú upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald. Tveimur var sleppt, húsráðanda og eiginkonu mannisns.
Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði, yfir þeim sem grunaður er um að bana manninum, að vafi væri uppi um hvort honum hafi verið ráðinn bani af vilja eða í sjálfsvörn.
Í úrskurðinum kom fram að líklegt væri að hinn látni hefði veist að manninum með hnífi og stungið hann í andlit og læri. Hinn grunaði hafi síðar náð yfirhöndinni í átökunum og veitt hinum stungusár sem drógu hann til dauða.
Í nóvember fór fram sviðsetning atburðarins með liðsinni sakbornings.