Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum konum Jón Þór Stefánsson skrifar 21. september 2023 20:12 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, en ákæruliðirnir voru níu talsins, en þar af voru fjögur ofbeldisbrot. Vísir/Vilhelm Karlmaður hlaut á dögunum átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ýmis brot, þar af fjögur ofbeldisbrot gegn konum. Þá hefur honum verið gert að greiða einni konunni 400 þúsund krónur í miskabætur. Ákæruliðirnir voru níu talsins, en maðurinn játaði skýlaust sök. Fyrsta brotið átti sér stað í apríl 2021 og það síðasta í sama mánuði ári síðar. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás og blygðunarsemisbrot með því að slá konu nokkrum hnefahöggum í öxlina og síðan berað kynfæri sín í viðurvist konunnar og annars einstaklings. Annað brot mannsins átti sér stað í verslun Krónunnar þar sem hann sló konu með hnefahöggi í upphandlegg hennar. Enn annað brot átti sér stað á gatnamótum, ekki kemur fram hvaða gatnamótum, þar sem maðurinn tók konu hálstaki. Fram kemur að konan hafi misst andann í stutta stund. Síðasta ofbeldisbrot mannsins átti sér stað í versluninni Corner Market þar sem hann réðst á konu með því að slá hana þrisvar sinnum í höfuðið og hrinda henni síðan, sem varð til þess að hún féll og lenti á borðkanti. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hóta tveimur einstaklingum líkamsmeiðingum of lífláti. Í ákæru segir að ummælin hafi verið til þess fallinn að vekja hjá fólkinu ótta um líf sitt og heilbrigði. Fleiri brot mannsins vörðuðu stuld á bíl, rafhlaupahjóli og matvöru. Og þá var hann einnig sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, þar sem að lítið magn amfetamíns fannst á honum. Í dómnum kemur fram að maðurinn sé í neyslu og að brot hans tengist því öll á einhvern hátt. Dómurinn metur það svo að hann sé í mikilli þörf á að komast í vímuefnameðferð. Hann á að baki sakaferill sem nær til ársins 2012 og hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Einhver brotanna sem hann var dæmdur fyrir nú á dögunum áttu sér stað skömmu eftir að hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni. Því var honum gerður hegningarauki. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust, en honum til þyngingar var að um væri að ræða ítrekuð og tilefnislaus ofbeldisbrot. Dómsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Ákæruliðirnir voru níu talsins, en maðurinn játaði skýlaust sök. Fyrsta brotið átti sér stað í apríl 2021 og það síðasta í sama mánuði ári síðar. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás og blygðunarsemisbrot með því að slá konu nokkrum hnefahöggum í öxlina og síðan berað kynfæri sín í viðurvist konunnar og annars einstaklings. Annað brot mannsins átti sér stað í verslun Krónunnar þar sem hann sló konu með hnefahöggi í upphandlegg hennar. Enn annað brot átti sér stað á gatnamótum, ekki kemur fram hvaða gatnamótum, þar sem maðurinn tók konu hálstaki. Fram kemur að konan hafi misst andann í stutta stund. Síðasta ofbeldisbrot mannsins átti sér stað í versluninni Corner Market þar sem hann réðst á konu með því að slá hana þrisvar sinnum í höfuðið og hrinda henni síðan, sem varð til þess að hún féll og lenti á borðkanti. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hóta tveimur einstaklingum líkamsmeiðingum of lífláti. Í ákæru segir að ummælin hafi verið til þess fallinn að vekja hjá fólkinu ótta um líf sitt og heilbrigði. Fleiri brot mannsins vörðuðu stuld á bíl, rafhlaupahjóli og matvöru. Og þá var hann einnig sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, þar sem að lítið magn amfetamíns fannst á honum. Í dómnum kemur fram að maðurinn sé í neyslu og að brot hans tengist því öll á einhvern hátt. Dómurinn metur það svo að hann sé í mikilli þörf á að komast í vímuefnameðferð. Hann á að baki sakaferill sem nær til ársins 2012 og hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Einhver brotanna sem hann var dæmdur fyrir nú á dögunum áttu sér stað skömmu eftir að hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni. Því var honum gerður hegningarauki. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust, en honum til þyngingar var að um væri að ræða ítrekuð og tilefnislaus ofbeldisbrot.
Dómsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira