Trump og Stern í hár saman Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 19:44 Donald Trump var tíður gestur í útvarpsþætti Howard Stern fyrir mörgum árum. Nú eiga þeir ekki lengur skap saman. Getty Donald Trump og útvarpsmaðurinn Howard Stern eru komnir í hár saman ef marka má færslu forsetans fyrrverandi á samfélagsmiðlinum Truth Social. Trump segir Stern furðufugl sem sé orðinn „woke“. Stern og Trump hafa í gegnum tíðina báðir verið stóryrtir og skoðanaglaðir. Núna virðist sem þessir gömlu félagar eigi í opinberum deilum. Á mánudag greindi Stern frá því í útvarpsþættinum sínum „The Howard Stern Show“ að hann tæki ásökunum um að vera „woke“ sem hrósi og að hann elskaði það. „Ef woke þýðir að ég geti ekki stutt Trump, sem er það sem ég held að það þýði, eða að ég styðji fólk sem vill vera trans eða að ég trúi á bóluefni, gaur kallaðu mig woke ef þú vilt,“ sagði hann meðal annars. Tók illa í orð Stern Trump virðist hafa tekið þessum yfirlýsingum Stern persónulega af því hann svaraði útvarpsmanninum á hægrisinnaða samfélagsmiðlinum Truth Social. „Hinn raunverulegi Howard Stern er aumur, aumkunarverður og sviksamur gaur sem hefur misst vini sína og MIKIÐ af hlustendum sínum. Fyrr en nýlega hafði ég ekki heyrt minnst á hann í mörg ár,“ skrifaði Trump í færslunni. „Í gömlu góðu dagana fór ég mörgum sinnum í þáttinn hans og síðan varð hann woke og öllum er sama um hann. Ég veit ekki hvað þau borga honum mikið (í alvöru!) en það ætti ekki vera mikið. Áhrif hans eru engin og án þeirra hefur hann EKKERT - bara brotinn furðufugl, óaðlaðandi að innan sem utan,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Hollywood Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Stern og Trump hafa í gegnum tíðina báðir verið stóryrtir og skoðanaglaðir. Núna virðist sem þessir gömlu félagar eigi í opinberum deilum. Á mánudag greindi Stern frá því í útvarpsþættinum sínum „The Howard Stern Show“ að hann tæki ásökunum um að vera „woke“ sem hrósi og að hann elskaði það. „Ef woke þýðir að ég geti ekki stutt Trump, sem er það sem ég held að það þýði, eða að ég styðji fólk sem vill vera trans eða að ég trúi á bóluefni, gaur kallaðu mig woke ef þú vilt,“ sagði hann meðal annars. Tók illa í orð Stern Trump virðist hafa tekið þessum yfirlýsingum Stern persónulega af því hann svaraði útvarpsmanninum á hægrisinnaða samfélagsmiðlinum Truth Social. „Hinn raunverulegi Howard Stern er aumur, aumkunarverður og sviksamur gaur sem hefur misst vini sína og MIKIÐ af hlustendum sínum. Fyrr en nýlega hafði ég ekki heyrt minnst á hann í mörg ár,“ skrifaði Trump í færslunni. „Í gömlu góðu dagana fór ég mörgum sinnum í þáttinn hans og síðan varð hann woke og öllum er sama um hann. Ég veit ekki hvað þau borga honum mikið (í alvöru!) en það ætti ekki vera mikið. Áhrif hans eru engin og án þeirra hefur hann EKKERT - bara brotinn furðufugl, óaðlaðandi að innan sem utan,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Hollywood Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira