„Við urðum að vinna í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. september 2023 22:01 Erik Ten Hag og Jonny Evans eftir að sá síðarnefndi kom af velli í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Erik Ten Hag og Jonny Evans voru vitaskuld afar ánægðir með sigur Manchester United á Burnley í kvöld. Evans var óvænt í byrjunarliðinu og átti mjög góðan leik. Manchester United vann 1-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni, Fernandes tók boltann á lofti eftir sendingu Jonny Evans sem óvænt var í byrjunarliðinu. „Auðvitað þurftum við á þessum sigri. Við höfum átt erfiða leiki gegn góðum andstæðingum. Við hefðum ekki þurft að tapa þessum leikjum. Við urðum að vinna í dag,“ sagði Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United eftir sigurinn. „Margt hefur verið á móti okkur, meiðsli og ákvarðanir. Líkt og í kvöld, lög Murphy´s þar sem allt er á móti þér. Þú þarft að berjast og snúa við, það sýnir að búningsklefinn stendur saman. Þeir berjast saman,“ en fyrir leikinn bárust fregnir um leka úr búiningsklefa United. Jonny Evans var í byrjunarliði United í dag í fyrsta sinn síðan árið 2015. Hann kom til liðsins á ný í sumar og var boðinn samningur eftir góða frammistöðu á æfingum. „Sendingin frá Evans fvar frábær, hreyfingin og skotið hjá Bruno líka. Í fyrra héldum við oftast hreinu í úrvalsdeildinni. Við vorum agaðir og fylgdum reglunum. Evans færði okkur ró, hann sýndi hvað hann er góður.“ Sjálfur var Evans vitaskuld ánægður með leikinn og eigin frammistöðu. „Ég elskaði hverja einustu mínútu. Fyrir leiki færðu tilfinningu, ég gat ekki beðið og það var eintómur spenningur. Þetta var tvöhundraðasti leikur minn fyrir United og ég hélt að ég myndi aldrei ná þeirri tölu. Þetta er besta kvöld lífs míns.“ Jonny Evans on his first start for Man United since 2015: 88 minutes Given MOTM award by Fernandes Match-winning assist Clean sheet Disallowed goalHe done his boyhood club proud pic.twitter.com/20y3cRNVZQ— SPORTbible (@sportbible) September 23, 2023 „Ég héld aldrei að ég væri að koma hingað til að vera í byrjunarliðinu. Mér var sagt að mitt hlutverk væri að veita samkeppni og það er þannig sem ég hef nálgast verkefnið. Vegna nokkurra meiðsla fékk ég tækifærið til að byrja í kvöld.“ Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Manchester United vann 1-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni, Fernandes tók boltann á lofti eftir sendingu Jonny Evans sem óvænt var í byrjunarliðinu. „Auðvitað þurftum við á þessum sigri. Við höfum átt erfiða leiki gegn góðum andstæðingum. Við hefðum ekki þurft að tapa þessum leikjum. Við urðum að vinna í dag,“ sagði Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United eftir sigurinn. „Margt hefur verið á móti okkur, meiðsli og ákvarðanir. Líkt og í kvöld, lög Murphy´s þar sem allt er á móti þér. Þú þarft að berjast og snúa við, það sýnir að búningsklefinn stendur saman. Þeir berjast saman,“ en fyrir leikinn bárust fregnir um leka úr búiningsklefa United. Jonny Evans var í byrjunarliði United í dag í fyrsta sinn síðan árið 2015. Hann kom til liðsins á ný í sumar og var boðinn samningur eftir góða frammistöðu á æfingum. „Sendingin frá Evans fvar frábær, hreyfingin og skotið hjá Bruno líka. Í fyrra héldum við oftast hreinu í úrvalsdeildinni. Við vorum agaðir og fylgdum reglunum. Evans færði okkur ró, hann sýndi hvað hann er góður.“ Sjálfur var Evans vitaskuld ánægður með leikinn og eigin frammistöðu. „Ég elskaði hverja einustu mínútu. Fyrir leiki færðu tilfinningu, ég gat ekki beðið og það var eintómur spenningur. Þetta var tvöhundraðasti leikur minn fyrir United og ég hélt að ég myndi aldrei ná þeirri tölu. Þetta er besta kvöld lífs míns.“ Jonny Evans on his first start for Man United since 2015: 88 minutes Given MOTM award by Fernandes Match-winning assist Clean sheet Disallowed goalHe done his boyhood club proud pic.twitter.com/20y3cRNVZQ— SPORTbible (@sportbible) September 23, 2023 „Ég héld aldrei að ég væri að koma hingað til að vera í byrjunarliðinu. Mér var sagt að mitt hlutverk væri að veita samkeppni og það er þannig sem ég hef nálgast verkefnið. Vegna nokkurra meiðsla fékk ég tækifærið til að byrja í kvöld.“
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira