Unglingar fórnarlömb á gjörbreyttum fíkniefnamarkaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2023 20:30 Gunnar Hólmsteinn ræddi ástandið í Svíþjóð. getty Stjórnmálafræðingur sem búsettur var í um áratug í Svíþjóð segir sturlungaöld ríkja í undirheimum landsins. Svíar hafi miklar áhyggjur af ástandinu. Skotárásir eru daglegt brauð í fjölmiðlum Svíþjóðar. Til að mynda voru í nýliðinni viku sex skotnir til bana. Stjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, sem var búsettur í um áratug í Svíþjóð, segir fátt annað jafn mikið rætt í landinu undanfarna daga en það gríðarmikla ofbeldi sem virðist grassera í undirheimum. Hann ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum í lok fréttarinnar. Gjörbreyttur fíkniefnamarkaður „Það er mjög strekkt ástand í landinu og maður heyrir að fólk hefur miklar áhyggjur af þessu. En það má segja að rótin að þessu nái allt aftur til áttunda og níunda áratugarins, með mótorhjólagengjum sem leka yfir frá Noregi og Þýskalandi,“ segir Gunnar. Fíkniefnamarkaðinn sé jafnframt orðinn gríðarlega stór. „En í þessum síðustu vendingum eru þetta nokkrir náungar sem eru að berjast um völd og áhrif á fíkniefnamarkaðnum og hafa breytt markaðnum. Sérstaklega náungi sem er kallaður kúrdíski refurinn, sem flutti ungur að árum frá norður Írak til Svíþjóðar. Hann er búinn að gjörbreyta fíkniefnamarkaðnum, færa hann úr stórborgunum inn í smærri samfélög.“ Á föstudag voru tveir skotnir til bana á krá í sænska bænum Sandviken. Barnahermenn og nóg framboð „Þarna er blóðug barátta milli aðila sem voru kannski einu sinni saman í gengi. Svo brotna þessi gengi upp og þá verða átök.“ Mun harðara ofbeldi sé beitt en nokkurn tímann hafi sést í landinu. „Fórnarlömbin eru líka að verða yngri og yngri, til dæmis var þrettán ára unglingur skotinn í höfuðið úti í skógi fyrir nokkrum vikum síðan. Það er talað um barnahermenn í rauninni. Þessu er stýrt að mörgu leyti erlendis frá vegna þess að margir leiðtogar gengjanna hafa flúið Svíþjóð. En það virðist alltaf vera nóg framboð af fólki til að taka við,“ segir Gunnar og nefnir að þrátt fyrir að lögreglu hafi fyrir nokkrum vikum handtekið hátt í fjögur hundruð aðila á markaðnum. „Þá myndaðist tómarúm á markaðnum sem er nú verið að fylla. Og það er fyllt með ungum karlmönnum, sem eru á fermingaraldri og upp í tvítugt. Það virðist vera til nóg af þeim til staðar, sem eru til í að fara inn í þennan heim sem er auðvitað fullur af peningum og völdum.“ Sextíu og þrír voru skotnir í Svíþjóð, samanborið við þrjátíu og níu á síðastliðnum þremur árum í Danmörku. „Afbrotafræðingar tala um að Danir séu allt að þrjátíu árum á undan Svíum. Þeir glímdu auðvitað við þessi gengi á sínum tíma og eru núna búnir að ná ákveðnum árangri með harkalegum aðgerðum, sem eru umdeildar.“ Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér að neðan. Viðtalið hefst þegar ein klukkustund og fjörutíu mínútur eru liðnar af þættinum. Svíþjóð Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Skotárásir eru daglegt brauð í fjölmiðlum Svíþjóðar. Til að mynda voru í nýliðinni viku sex skotnir til bana. Stjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, sem var búsettur í um áratug í Svíþjóð, segir fátt annað jafn mikið rætt í landinu undanfarna daga en það gríðarmikla ofbeldi sem virðist grassera í undirheimum. Hann ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum í lok fréttarinnar. Gjörbreyttur fíkniefnamarkaður „Það er mjög strekkt ástand í landinu og maður heyrir að fólk hefur miklar áhyggjur af þessu. En það má segja að rótin að þessu nái allt aftur til áttunda og níunda áratugarins, með mótorhjólagengjum sem leka yfir frá Noregi og Þýskalandi,“ segir Gunnar. Fíkniefnamarkaðinn sé jafnframt orðinn gríðarlega stór. „En í þessum síðustu vendingum eru þetta nokkrir náungar sem eru að berjast um völd og áhrif á fíkniefnamarkaðnum og hafa breytt markaðnum. Sérstaklega náungi sem er kallaður kúrdíski refurinn, sem flutti ungur að árum frá norður Írak til Svíþjóðar. Hann er búinn að gjörbreyta fíkniefnamarkaðnum, færa hann úr stórborgunum inn í smærri samfélög.“ Á föstudag voru tveir skotnir til bana á krá í sænska bænum Sandviken. Barnahermenn og nóg framboð „Þarna er blóðug barátta milli aðila sem voru kannski einu sinni saman í gengi. Svo brotna þessi gengi upp og þá verða átök.“ Mun harðara ofbeldi sé beitt en nokkurn tímann hafi sést í landinu. „Fórnarlömbin eru líka að verða yngri og yngri, til dæmis var þrettán ára unglingur skotinn í höfuðið úti í skógi fyrir nokkrum vikum síðan. Það er talað um barnahermenn í rauninni. Þessu er stýrt að mörgu leyti erlendis frá vegna þess að margir leiðtogar gengjanna hafa flúið Svíþjóð. En það virðist alltaf vera nóg framboð af fólki til að taka við,“ segir Gunnar og nefnir að þrátt fyrir að lögreglu hafi fyrir nokkrum vikum handtekið hátt í fjögur hundruð aðila á markaðnum. „Þá myndaðist tómarúm á markaðnum sem er nú verið að fylla. Og það er fyllt með ungum karlmönnum, sem eru á fermingaraldri og upp í tvítugt. Það virðist vera til nóg af þeim til staðar, sem eru til í að fara inn í þennan heim sem er auðvitað fullur af peningum og völdum.“ Sextíu og þrír voru skotnir í Svíþjóð, samanborið við þrjátíu og níu á síðastliðnum þremur árum í Danmörku. „Afbrotafræðingar tala um að Danir séu allt að þrjátíu árum á undan Svíum. Þeir glímdu auðvitað við þessi gengi á sínum tíma og eru núna búnir að ná ákveðnum árangri með harkalegum aðgerðum, sem eru umdeildar.“ Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér að neðan. Viðtalið hefst þegar ein klukkustund og fjörutíu mínútur eru liðnar af þættinum.
Svíþjóð Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira