Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2023 23:46 Innanríkisráðherra Kósovó segir að lögregla hafi handtekið fjölda manns í aðgerðunum í dag. AP Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. Xhelal Svecla, innanríkisráðherra Kósovó, sagði eftir að umsátrinu var lokið að lögregla hafi náð stjórn á svæðinu eftir röð skotbardaga. Drápu lögreglumann og særðu annan Fréttir bárust af því í morgun að hópur vopnaðra manna hafi ráðist úr launsátri á eftirlitsstöð lögreglu nærri bænum Banjska. Einn lögreglumaður lést í árásinni og annar særðist í árásinni, en kósovósk stjórnvöld sögðu að um hafi verið að ræða „serbneska glæpahópa“ sem bæru ábyrgð á árásinni. Mikil spenna hefur verið í samskiptum stjórnvalda í Kósovó og Serbíu síðustu misserin, en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Viðræður milli serbneskra og kósovóskra stjórnvalda um að koma á bættum samskiptum hafa litlu skilað. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak.AP Flúðu inn í klaustur Eftir árásina á eftirlitsstöðuna flúðu vopnuðu mennirnir inn í klaustur skammt frá þar sem þeir girtu sig af. Til skotbardaga kom milli mannanna og lögregluliðs, en umsátrið stóð í margar klukkustundir. Lögregla segir að þrír vopnuðu mannanna hafi fallið í skotbardaganum. Albin Kurti, forsætisráðherra Kósóvó, sagði fyrr í dag að þrjátíu vopnaðir menn hið minnsta hefðu girt sig af í klaustrinu og hvatti þá til að gefast upp og gefa sig fram. Sagði hann árásina á eftirlitsstöð lögreglu hafa verið hryðjuverkaárás og sagði hann stjórnvöld í Serbíu bera þar ábyrgð. The murder & violence in the north is being perpetrated by these men armed & organized professional forces in armored vehicles with no license plates. Let me restate: It is not ordinary Kosova Serb citizens but Serbian-state supported troops perpetrating these terrorist attacks. pic.twitter.com/2ipXu5rgFF— Albin Kurti (@albinkurti) September 24, 2023 Fordæmdi árásina Innanríkisráðherrann Svecla segir að lögregla hafi handtekið fjölda manns í aðgerðunum í dag og lagt hald á mikið magn vopna og skotfæra. Erlendir fjölmiðlar segja þó óljóst hvort að allir hinna vopnuðu hafi verið handteknir í aðgerðunum. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak. Aleksandar Vucic Serbíuforseti fordæmdi í dag árásina á eftirlitsstöðina þar sem kósóvski lögreglumaðurinn lést, en kenndi þó Kurti um að ofsækja Serba í Kósovó. Kósovó Serbía Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Xhelal Svecla, innanríkisráðherra Kósovó, sagði eftir að umsátrinu var lokið að lögregla hafi náð stjórn á svæðinu eftir röð skotbardaga. Drápu lögreglumann og særðu annan Fréttir bárust af því í morgun að hópur vopnaðra manna hafi ráðist úr launsátri á eftirlitsstöð lögreglu nærri bænum Banjska. Einn lögreglumaður lést í árásinni og annar særðist í árásinni, en kósovósk stjórnvöld sögðu að um hafi verið að ræða „serbneska glæpahópa“ sem bæru ábyrgð á árásinni. Mikil spenna hefur verið í samskiptum stjórnvalda í Kósovó og Serbíu síðustu misserin, en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Viðræður milli serbneskra og kósovóskra stjórnvalda um að koma á bættum samskiptum hafa litlu skilað. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak.AP Flúðu inn í klaustur Eftir árásina á eftirlitsstöðuna flúðu vopnuðu mennirnir inn í klaustur skammt frá þar sem þeir girtu sig af. Til skotbardaga kom milli mannanna og lögregluliðs, en umsátrið stóð í margar klukkustundir. Lögregla segir að þrír vopnuðu mannanna hafi fallið í skotbardaganum. Albin Kurti, forsætisráðherra Kósóvó, sagði fyrr í dag að þrjátíu vopnaðir menn hið minnsta hefðu girt sig af í klaustrinu og hvatti þá til að gefast upp og gefa sig fram. Sagði hann árásina á eftirlitsstöð lögreglu hafa verið hryðjuverkaárás og sagði hann stjórnvöld í Serbíu bera þar ábyrgð. The murder & violence in the north is being perpetrated by these men armed & organized professional forces in armored vehicles with no license plates. Let me restate: It is not ordinary Kosova Serb citizens but Serbian-state supported troops perpetrating these terrorist attacks. pic.twitter.com/2ipXu5rgFF— Albin Kurti (@albinkurti) September 24, 2023 Fordæmdi árásina Innanríkisráðherrann Svecla segir að lögregla hafi handtekið fjölda manns í aðgerðunum í dag og lagt hald á mikið magn vopna og skotfæra. Erlendir fjölmiðlar segja þó óljóst hvort að allir hinna vopnuðu hafi verið handteknir í aðgerðunum. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak. Aleksandar Vucic Serbíuforseti fordæmdi í dag árásina á eftirlitsstöðina þar sem kósóvski lögreglumaðurinn lést, en kenndi þó Kurti um að ofsækja Serba í Kósovó.
Kósovó Serbía Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira