Hogan gekk að eiga Sky Daily í Clearwater í Flórída-ríki um helgina. Talsverður aldursmunur er á hjónunum en Hogan er sjötíu ára á meðan jógakennarinn Daily er 45 ára. Einungis nánasta fjölskylda þeirra beggja var viðstödd athöfnina.
Daily á þrjú börn og voru þau öll viðstödd athöfnina. Hins vegar gat einungis annað barna Hogan, sonur hans Nick, verið á svæðinu. Dóttir hans, Brooke, var ekki viðstödd.
Fyrsta hjónaband Hogan var með Lindu Claridge árin 1983 til 2009. Á hann Nick og Brooke með henni. Ári eftir skilnaðinn giftist hann svo Jennifer McDaniel og voru þau saman í ellefu ár en þau skildu árið 2021.