Lögmaður fari með rangt mál hvað varðar trans fólk Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2023 17:45 Vilhjálmur Ósk Vilhjálms segir Evu Hauksdóttir lögmann hafa farið með rangt mál í Sprengisandi um helgina. Vísir Vilhjálmur Ósk Vilhjálms, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78, segir Evu Hauksdóttur lögmann hafa farið ranglega með staðreyndir í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina. Sagði Eva þar að öll Norðurlöndin nema Ísland hafi bannað hormónablokkera fyrir börn. Í umræddum Sprengisandsþætti mætti Eva ásamt Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata, en hún er trans. Var umræðuefnið kynfræðsla í grunnskólum en á tímapunkti færðist umræðan yfir í trans fólk þegar Eva sagði að verið væri að normalísera það í kennslubók sem notuð er í grunnskólum. „Má ekki normalísera það?“ spurði Alexandra. „Nei, það má ekki,“ svaraði Eva. „Má ekki normalísera að trans fólk sé til og að fólk viti hver þau séu þrátt fyrir að samfélagið segi þeim annað? Í fyrsta lagi er ekki hægt að innræta það að vera trans ef einhver er það ekki fyrir. Þeir sem eru trans eða eitthvað á því rófi þurfa að fá að heyra það og það skaðar ekki hin börnin því þau eru ekki trans,“ sagði Alexandra þá. Þá hélt Eva því fram að öll Norðurlönd nema Ísland hafi ákveðið að banna hormónablokkera á börn. Vilhjálmur segir það þó vera alrangt. „Sum þessara landa eru vissulega að endurskoða þjónustuna. Færa hana til og breyta aðgenginu. Það sem við erum að horfa aðallega á er greiningaferlið og eftirfylgnin. Það er að greiningarferlið, að það sé ítarlegra. Allt með það að leiðarljósi að bæta þjónustuna. En þjónustan er alls staðar enn í gangi. Það er verið að taka fréttir, greinar og skýrslur úr samhengi, grafa undan þessari þjónustu,“ segir Vilhjálmur. Ísland sé til fyrirmyndar Hán segir önnur lönd vera að færa kerfið sitt nær því sem finnst á Íslandi. Hér sé greiningarferlið ítarlegt og eftirfylgnin mikil. „Við ætlum að treysta læknum og heilbrigðisstarfsfólki til þess að gera það, sérstaklega þar sem við sjáum að hún er til fyrirmyndar. Ég var á ráðstefnu í sumar þar sem var fagfólk í heilbrigðisþjónustu fyrir trans einstaklinga. Þar var verið að tala um þessa þætti, faglega og góða þjónustu. Þar átti ég samtöl við fólk frá öllum Norðurlöndunum og það er alls staðar verið að sinna þessari þjónustu þó svo hún sé vissulega að taka einhverjum breytingum,“ segir Vilhjálmur. Sýna að kerfið virki Hán segist ekki vita hvaðan Eva fær sínar upplýsingar en ljóst sé að þær komi ekki frá traustum miðlum. „Allir sem koma að þessum málaflokki vilja tryggja öryggi og fagleg vinnubrögð þegar kemur að börnum og ungmennum. Það er númer eitt tvö og þrjú. Þess vegna styðjum við þessa þjónustu því rannsóknir sýna að hún virkar,“ segir Vilhjálmur. Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Í umræddum Sprengisandsþætti mætti Eva ásamt Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata, en hún er trans. Var umræðuefnið kynfræðsla í grunnskólum en á tímapunkti færðist umræðan yfir í trans fólk þegar Eva sagði að verið væri að normalísera það í kennslubók sem notuð er í grunnskólum. „Má ekki normalísera það?“ spurði Alexandra. „Nei, það má ekki,“ svaraði Eva. „Má ekki normalísera að trans fólk sé til og að fólk viti hver þau séu þrátt fyrir að samfélagið segi þeim annað? Í fyrsta lagi er ekki hægt að innræta það að vera trans ef einhver er það ekki fyrir. Þeir sem eru trans eða eitthvað á því rófi þurfa að fá að heyra það og það skaðar ekki hin börnin því þau eru ekki trans,“ sagði Alexandra þá. Þá hélt Eva því fram að öll Norðurlönd nema Ísland hafi ákveðið að banna hormónablokkera á börn. Vilhjálmur segir það þó vera alrangt. „Sum þessara landa eru vissulega að endurskoða þjónustuna. Færa hana til og breyta aðgenginu. Það sem við erum að horfa aðallega á er greiningaferlið og eftirfylgnin. Það er að greiningarferlið, að það sé ítarlegra. Allt með það að leiðarljósi að bæta þjónustuna. En þjónustan er alls staðar enn í gangi. Það er verið að taka fréttir, greinar og skýrslur úr samhengi, grafa undan þessari þjónustu,“ segir Vilhjálmur. Ísland sé til fyrirmyndar Hán segir önnur lönd vera að færa kerfið sitt nær því sem finnst á Íslandi. Hér sé greiningarferlið ítarlegt og eftirfylgnin mikil. „Við ætlum að treysta læknum og heilbrigðisstarfsfólki til þess að gera það, sérstaklega þar sem við sjáum að hún er til fyrirmyndar. Ég var á ráðstefnu í sumar þar sem var fagfólk í heilbrigðisþjónustu fyrir trans einstaklinga. Þar var verið að tala um þessa þætti, faglega og góða þjónustu. Þar átti ég samtöl við fólk frá öllum Norðurlöndunum og það er alls staðar verið að sinna þessari þjónustu þó svo hún sé vissulega að taka einhverjum breytingum,“ segir Vilhjálmur. Sýna að kerfið virki Hán segist ekki vita hvaðan Eva fær sínar upplýsingar en ljóst sé að þær komi ekki frá traustum miðlum. „Allir sem koma að þessum málaflokki vilja tryggja öryggi og fagleg vinnubrögð þegar kemur að börnum og ungmennum. Það er númer eitt tvö og þrjú. Þess vegna styðjum við þessa þjónustu því rannsóknir sýna að hún virkar,“ segir Vilhjálmur.
Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira