Nýjar lausnir fyrir nýja tíma Finnur Beck skrifar 27. september 2023 07:02 Nýsköpunarverðlaun Samorku voru veitt í þriðja sinn á dögunum. Um árleg verðlaun er að ræða, þar sem óskað er eftir tilnefningum frá framúrskarandi fyrirtækjum sem vinna að orku- og veitutengdum lausnum eða nýta orku, heitt vatn, neysluvatn eða fráveitu í sinni nýsköpun. Að þessu sinni hlutu fjögur fyrirtæki tilnefningu sem hafa ólík tengsl við orku- og veitustarfsemi. Verðlaunin féllu í hlut fyrirtækisins Atmonia, sem þróar róttæka og sjálfbæra tækni til að nýta efnahvata við rafefnafræðilega framleiðslu á ammóníaki án losunar gróðurhúsalofttegunda. Ammoníak er nauðsynlegt efni í áburðarframleiðslu og tryggir matvælaöryggi víða um heim. Einnig er hugsanlegt að nýta ammoníak sem rafeldsneyti á skip og flugvélar. Mikilvægt er að hvetja fyrirtæki eins og Atmonia til dáða, því það er til mikils að vinna takist þeim ætlunarverk sitt að framleiða ammoníak á umhverfisvænan hátt. Hefðbundin framleiðsla ammóníaks veldur nú 1-2% af útblæstri koltvísýrings í heiminum. Þá má gera ráð fyrir að talsvert dragi úr útblæstrinum til viðbótar takist að nýta ammoníak í stað jarðefnaeldsneytis. Nýsköpun hefur ávallt verið stór hluti af orku- og veitugeiranum á Íslandi og hefur ný þekking og framsýni lagt grunninn að lífsgæðum í landinu og verðmætasköpun. Íslensk orku- og veitufyrirtæki hafa sýnt það í verki að þau leggja rækt við nýsköpun og hafa fært fram lausnir og hugvit sem vekur athygli og á erindi langt út fyrir landsteinana. Nægir að nefna bindingu koltvísýrings, beinan stuðning við nýsköpun í öllum landshlutum og starfsemi auðlinda- og jarðhitagarða þar sem myndaður er grundvöllur fyrir enn betri sjálfbæra nýtingu og frumkvöðlastarf. Nú sem aldrei fyrr þarf nýsköpun á vettvangi orku- og veitumála að vera í forgrunni, enda er orku- og veitugeirinn lykilaðili í því að af orkuskiptum geti orðið og Ísland haldi forystu sinni sem græn þjóð. Rétt eins og aðrar atvinnugreinar þarf orku- og veitugeirinn nýjar lausnir fyrir nýja tíma og þarf að þróast í takt við tækniframfarir, hagnýtingu gervigreindar og frekari nútímavæðingu. Þá þarf að virkja sem flest til góðra verka, því stóru verkefni orkuskiptanna verða ekki leyst á borði orku- og veitufyrirtækjanna einum saman. Metnaðarfull, skilvirk og góð umgjörð að frjóu umhverfi þarf að vera til staðar af hálfu stjórnvalda þar sem hugvit, þróun og framtak fólks og fyrirtækja getur dafnað. Efla þarf iðn- og verknám og nám í raungreinum til þess að við eigum mannauð og þekkingu til að takast á við þær róttæku breytingar sem fyrirsjáanlegar eru í orku- og veitustarfsemi á næstu tveimur áratugum eða svo. Nýtt, fullkomið og verðugt húsnæði undir starfsemi Tækniskólans, sem boðað er er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, mun marka nýtt skeið í menntamálum. Mikilvægi nýsköpunar fyrir orku- og veitustarfsemi er ótvírætt og rétt að minna reglulega á það. Með henni verður lagður grunnur að því ná loftslagsmarkmiðum og skipta út mengandi eldsneyti fyrir græna sjálfbæra orku. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Nýsköpun Finnur Beck Mest lesið Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpunarverðlaun Samorku voru veitt í þriðja sinn á dögunum. Um árleg verðlaun er að ræða, þar sem óskað er eftir tilnefningum frá framúrskarandi fyrirtækjum sem vinna að orku- og veitutengdum lausnum eða nýta orku, heitt vatn, neysluvatn eða fráveitu í sinni nýsköpun. Að þessu sinni hlutu fjögur fyrirtæki tilnefningu sem hafa ólík tengsl við orku- og veitustarfsemi. Verðlaunin féllu í hlut fyrirtækisins Atmonia, sem þróar róttæka og sjálfbæra tækni til að nýta efnahvata við rafefnafræðilega framleiðslu á ammóníaki án losunar gróðurhúsalofttegunda. Ammoníak er nauðsynlegt efni í áburðarframleiðslu og tryggir matvælaöryggi víða um heim. Einnig er hugsanlegt að nýta ammoníak sem rafeldsneyti á skip og flugvélar. Mikilvægt er að hvetja fyrirtæki eins og Atmonia til dáða, því það er til mikils að vinna takist þeim ætlunarverk sitt að framleiða ammoníak á umhverfisvænan hátt. Hefðbundin framleiðsla ammóníaks veldur nú 1-2% af útblæstri koltvísýrings í heiminum. Þá má gera ráð fyrir að talsvert dragi úr útblæstrinum til viðbótar takist að nýta ammoníak í stað jarðefnaeldsneytis. Nýsköpun hefur ávallt verið stór hluti af orku- og veitugeiranum á Íslandi og hefur ný þekking og framsýni lagt grunninn að lífsgæðum í landinu og verðmætasköpun. Íslensk orku- og veitufyrirtæki hafa sýnt það í verki að þau leggja rækt við nýsköpun og hafa fært fram lausnir og hugvit sem vekur athygli og á erindi langt út fyrir landsteinana. Nægir að nefna bindingu koltvísýrings, beinan stuðning við nýsköpun í öllum landshlutum og starfsemi auðlinda- og jarðhitagarða þar sem myndaður er grundvöllur fyrir enn betri sjálfbæra nýtingu og frumkvöðlastarf. Nú sem aldrei fyrr þarf nýsköpun á vettvangi orku- og veitumála að vera í forgrunni, enda er orku- og veitugeirinn lykilaðili í því að af orkuskiptum geti orðið og Ísland haldi forystu sinni sem græn þjóð. Rétt eins og aðrar atvinnugreinar þarf orku- og veitugeirinn nýjar lausnir fyrir nýja tíma og þarf að þróast í takt við tækniframfarir, hagnýtingu gervigreindar og frekari nútímavæðingu. Þá þarf að virkja sem flest til góðra verka, því stóru verkefni orkuskiptanna verða ekki leyst á borði orku- og veitufyrirtækjanna einum saman. Metnaðarfull, skilvirk og góð umgjörð að frjóu umhverfi þarf að vera til staðar af hálfu stjórnvalda þar sem hugvit, þróun og framtak fólks og fyrirtækja getur dafnað. Efla þarf iðn- og verknám og nám í raungreinum til þess að við eigum mannauð og þekkingu til að takast á við þær róttæku breytingar sem fyrirsjáanlegar eru í orku- og veitustarfsemi á næstu tveimur áratugum eða svo. Nýtt, fullkomið og verðugt húsnæði undir starfsemi Tækniskólans, sem boðað er er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, mun marka nýtt skeið í menntamálum. Mikilvægi nýsköpunar fyrir orku- og veitustarfsemi er ótvírætt og rétt að minna reglulega á það. Með henni verður lagður grunnur að því ná loftslagsmarkmiðum og skipta út mengandi eldsneyti fyrir græna sjálfbæra orku. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun