Tekur á móti minnst einum á mánuði vegna mistaka við varafyllingu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. september 2023 12:01 Hannes er formaður Félags íslenskra lýtalækna. einar árnason Lýtalæknir segir minnst einn á mánuði leita til sín vegna mistaka við varafyllingu. Fagstéttir lýsa yfir þungum áhyggjum af því að heilbrigðisráðuneytið hafi ekki sett reglur um notkun fylliefna þrátt fyrir að bent hafi verið á alvarlega, og í sumum tilfellum hættulega stöðu í áraraðir. Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 á mánudag og birtist á Vísi í gær er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Í þættinum er rætt við íslenska konu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu þegar meðferðaraðili, sem ekki er læknir, sprautaði í hana lyfi til að leysa upp fylliefni sem hann hefur enga heimild til að nota. Konan fékk alvarlegt bráðaofnæmiskast en var ráðlagt af þeim sem sprautaði hana að leita ekki á sjúkrahús. Kallar eftir reglum Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna segir félagið ítrekað og í mörg ár hafa bent Heilbrigðisráðuneytinu á alvarleika þess að ófaglærðir sprauti fylliefni í aðra, en að ekki hafi verið brugðist við. Hann vill að stjórnvöld fari sömu leið og nágrannaþjóðir okkar og banni ófaglærðum að sprauta í aðra. „Og það eru góð fordæmi komin, sérstaklega frá Svíþjóð þar sem lögin eru mjög skýr en líka Noregi og Danmörku,“ segir Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna. Þannig það þyrfti ekki annað en að þýða löggjöfina þar eins og gert er með mörg önnur lög hér á landi? „ Já akkúrat, eins og við höfum margoft gert hér á Íslandi.“ Snyrtifræðingar uggandi Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir einnig alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin sem lýst er í Kompás. Í yfirlýsingu segir að félagið deili áhyggjum lækna af markaðnum með fylliefni hér á landi og fordæmir að ófaglærðir skuli gera slíkt. Þá hvetur félagið heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð um meðferðirnar til að tryggja öryggi sjúklinga. Hannes segir að minnst einn á mánuði leiti til hans vegna mistaka við varafyllingar. Hann segir óvissu um tryggingamál þeirra sem leita í fyllingu á snyrtistofu, mjög alvarlega. Hver er réttarstaða skjólstæðinga ef eitthvað kemur upp á? „Okkur sérfræðilæknum er skylt þegar við erum í stofurekstri að vera með sjúklingatrygginga. Ég veit ekki hvernig málum er háttað á snyrtistofum en þær eru ansi digrar þessar tryggingar sem okkur er skylt að vera með.“ Formaður velferðarnefndar alþingis segist mjög brugðið eftir þáttinn og hefur sent heilbrigðisráðherra skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist setja reglugerð um notkun fylliefna í varir. Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 á mánudag og birtist á Vísi í gær er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Í þættinum er rætt við íslenska konu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu þegar meðferðaraðili, sem ekki er læknir, sprautaði í hana lyfi til að leysa upp fylliefni sem hann hefur enga heimild til að nota. Konan fékk alvarlegt bráðaofnæmiskast en var ráðlagt af þeim sem sprautaði hana að leita ekki á sjúkrahús. Kallar eftir reglum Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna segir félagið ítrekað og í mörg ár hafa bent Heilbrigðisráðuneytinu á alvarleika þess að ófaglærðir sprauti fylliefni í aðra, en að ekki hafi verið brugðist við. Hann vill að stjórnvöld fari sömu leið og nágrannaþjóðir okkar og banni ófaglærðum að sprauta í aðra. „Og það eru góð fordæmi komin, sérstaklega frá Svíþjóð þar sem lögin eru mjög skýr en líka Noregi og Danmörku,“ segir Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna. Þannig það þyrfti ekki annað en að þýða löggjöfina þar eins og gert er með mörg önnur lög hér á landi? „ Já akkúrat, eins og við höfum margoft gert hér á Íslandi.“ Snyrtifræðingar uggandi Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir einnig alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin sem lýst er í Kompás. Í yfirlýsingu segir að félagið deili áhyggjum lækna af markaðnum með fylliefni hér á landi og fordæmir að ófaglærðir skuli gera slíkt. Þá hvetur félagið heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð um meðferðirnar til að tryggja öryggi sjúklinga. Hannes segir að minnst einn á mánuði leiti til hans vegna mistaka við varafyllingar. Hann segir óvissu um tryggingamál þeirra sem leita í fyllingu á snyrtistofu, mjög alvarlega. Hver er réttarstaða skjólstæðinga ef eitthvað kemur upp á? „Okkur sérfræðilæknum er skylt þegar við erum í stofurekstri að vera með sjúklingatrygginga. Ég veit ekki hvernig málum er háttað á snyrtistofum en þær eru ansi digrar þessar tryggingar sem okkur er skylt að vera með.“ Formaður velferðarnefndar alþingis segist mjög brugðið eftir þáttinn og hefur sent heilbrigðisráðherra skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist setja reglugerð um notkun fylliefna í varir.
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55
Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15