Alexander Isak skoraði eina mark leiksins er Newcastle hafði betur gegn Manchester City í deildarbikarnum.
Pep Guardiola, þjálfari City, var búinn að segja það fyrir leikinn að hann myndi gera mikið af breytingum á liði sínu og hann stóð við það. Leikmenn á borð við Oscar Bobb, Kalvin Phillips, Sergio Gomez og Rico Lewis voru allir í byrjunarliðinu.
Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Alexander Isak sem skoraði á 53.mínútu og fagnaði vel og innilega.
Leikmenn City reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og því Pep Guardiola og lærisveinar hans dottnir úr deildarbikarnum.