Björk með kökkinn í hálsinum þegar hún tók loks við verðlaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2023 11:31 Björk þakkar fyrir sig í ræðu á verðlaunahátíðinni á þriðjudagskvöldið. Getty/Santiago Felipe Björk Guðmundsdóttir var á meðal þeirra sem hlutu verðlaun á AIM hátíðinni í London á þriðjudaginn. Björk var valin hlustendaverðalaunum sem besti flytjandinn. Fram kemur í umfjöllun The Independent að Björk hafi ekki veitt verðlaunum viðtöku síðan árið 2012. Kvöldið hafi verið magnað og athöfnin hátíðleg. Björk, Wet Leg og RAYE voru á meðal þeirra sem hlutu verðlaun. Áheyrendur fengu að hlýða á tónlistaratriði frá P Money & Whiney, Laughta og Cassia. Breski rapparinn Avelino kom líka fram þar sem fimmtíu árum af hip hoppi var fagnað. Avelino vann verðlaun fyrir bestu sjálfstæðu plötuna í samstarfi við Spotify. Soulwax 2ManyDJsvann verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til tónlistar. Bjark þakkaði fyrir sig í ræðu á hátíðinni. „Það er mikill heiður að vera valin af aðdáendum sem besti flytjandinn. Ég er rosalega þakklát. Ég hef sungið á tónleikum síðan ég var barn. Einhver mest gefandi augnablik lífs míns hafa verið í samverustundum með áhorfendum þegar nærvera mín og þeirra rennur saman,“ sagði Björk og átti erfitt með að halda aftur tárunum. Þá þakkaði hún teyminu sínu á Cornucopia tónleikaferðalaginu en flest þeirra voru með Björk í salnum í London. „Sjálfstæðir útgefendur, við getum þetta!“ sagði Björk. Ræðuna á ensku má heyra að neðan. RAYE og 070 Shake unnu einnig verðlaun í flokknum „Besta sjálfstæða lagið“ fyrir smellinn „Escapism“. Evening Standard fjallaði um hátíðina og snerti á því að hundruðir dróna hefðu verið hluti af sviðsmynd tónleika hennar á Coachella tónlistarhátíðinni í Kaliforníu fyrr á þessu ári.“ . @bjork, Orchestra, Drones & @coachella 2023 pic.twitter.com/mtVnkgAJ4K— Adib Hidayat (@AdibHidayat) April 17, 2023 AIM(Association of Independent Music) verðlaunahátíðin hefur verið haldin síðan 2011 og verðlaunað ýmsa í tónlistarbransanum og má þar nefna Björk, Stormzy, Adele, The Prodigy, og marga fleiri. MarkmiðAIMsamtakanna er að jafna stöðu sjálfstæðra tónlistarmanna og sjálfstæðra útgáfufyrirtækja á Englandi. Björk gefur út hjá One little Indian. Björk Bretland Tónlist Tengdar fréttir Björk verðlaunuð fyrir Cornucopiu Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september. 28. ágúst 2023 22:37 Fýluferð til Íslands endaði með einkatónleikum Erlendir aðdáendur söngkonunnar Bjarkar sem áttu miða á Cornucopia tónleika hennar duttu heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar blásið var til einkatónleika handa þeim sem höfðu skipulagt ferð til landsins fyrir tónleikana. Tilkynnt var í maí um að Cornucopia tónleikum Bjarkar yrði aflýst. 19. júní 2023 14:57 Biðst afsökunar og skipuleggur sárabót Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir biður aðdáendur sínar afsökunar á að aflýsa þremur tónleikum á Íslandi í sumar. Hún segist ætla að skipuleggja sárabótaviðburð. 5. maí 2023 23:50 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun The Independent að Björk hafi ekki veitt verðlaunum viðtöku síðan árið 2012. Kvöldið hafi verið magnað og athöfnin hátíðleg. Björk, Wet Leg og RAYE voru á meðal þeirra sem hlutu verðlaun. Áheyrendur fengu að hlýða á tónlistaratriði frá P Money & Whiney, Laughta og Cassia. Breski rapparinn Avelino kom líka fram þar sem fimmtíu árum af hip hoppi var fagnað. Avelino vann verðlaun fyrir bestu sjálfstæðu plötuna í samstarfi við Spotify. Soulwax 2ManyDJsvann verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til tónlistar. Bjark þakkaði fyrir sig í ræðu á hátíðinni. „Það er mikill heiður að vera valin af aðdáendum sem besti flytjandinn. Ég er rosalega þakklát. Ég hef sungið á tónleikum síðan ég var barn. Einhver mest gefandi augnablik lífs míns hafa verið í samverustundum með áhorfendum þegar nærvera mín og þeirra rennur saman,“ sagði Björk og átti erfitt með að halda aftur tárunum. Þá þakkaði hún teyminu sínu á Cornucopia tónleikaferðalaginu en flest þeirra voru með Björk í salnum í London. „Sjálfstæðir útgefendur, við getum þetta!“ sagði Björk. Ræðuna á ensku má heyra að neðan. RAYE og 070 Shake unnu einnig verðlaun í flokknum „Besta sjálfstæða lagið“ fyrir smellinn „Escapism“. Evening Standard fjallaði um hátíðina og snerti á því að hundruðir dróna hefðu verið hluti af sviðsmynd tónleika hennar á Coachella tónlistarhátíðinni í Kaliforníu fyrr á þessu ári.“ . @bjork, Orchestra, Drones & @coachella 2023 pic.twitter.com/mtVnkgAJ4K— Adib Hidayat (@AdibHidayat) April 17, 2023 AIM(Association of Independent Music) verðlaunahátíðin hefur verið haldin síðan 2011 og verðlaunað ýmsa í tónlistarbransanum og má þar nefna Björk, Stormzy, Adele, The Prodigy, og marga fleiri. MarkmiðAIMsamtakanna er að jafna stöðu sjálfstæðra tónlistarmanna og sjálfstæðra útgáfufyrirtækja á Englandi. Björk gefur út hjá One little Indian.
Björk Bretland Tónlist Tengdar fréttir Björk verðlaunuð fyrir Cornucopiu Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september. 28. ágúst 2023 22:37 Fýluferð til Íslands endaði með einkatónleikum Erlendir aðdáendur söngkonunnar Bjarkar sem áttu miða á Cornucopia tónleika hennar duttu heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar blásið var til einkatónleika handa þeim sem höfðu skipulagt ferð til landsins fyrir tónleikana. Tilkynnt var í maí um að Cornucopia tónleikum Bjarkar yrði aflýst. 19. júní 2023 14:57 Biðst afsökunar og skipuleggur sárabót Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir biður aðdáendur sínar afsökunar á að aflýsa þremur tónleikum á Íslandi í sumar. Hún segist ætla að skipuleggja sárabótaviðburð. 5. maí 2023 23:50 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Björk verðlaunuð fyrir Cornucopiu Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september. 28. ágúst 2023 22:37
Fýluferð til Íslands endaði með einkatónleikum Erlendir aðdáendur söngkonunnar Bjarkar sem áttu miða á Cornucopia tónleika hennar duttu heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar blásið var til einkatónleika handa þeim sem höfðu skipulagt ferð til landsins fyrir tónleikana. Tilkynnt var í maí um að Cornucopia tónleikum Bjarkar yrði aflýst. 19. júní 2023 14:57
Biðst afsökunar og skipuleggur sárabót Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir biður aðdáendur sínar afsökunar á að aflýsa þremur tónleikum á Íslandi í sumar. Hún segist ætla að skipuleggja sárabótaviðburð. 5. maí 2023 23:50
Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27