Skotárás í Rotterdam: Þrír látnir og byssumaður handtekinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2023 16:22 Starfsfólk sjúkrahússins slúði út. EPA/BAS CZERWINSKI 32 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um tvær skotárásir í hollensku hafnarborginni Rotterdam í dag. Þrír voru skotnir til bana. 42 ára kennari við Erasmus háskólann og 39 ára kona, nágranni byssumannsins auk fjórtán ára dóttur hennar. Hinn handtekni var nemandi við háskólasjúkrahúsið. Samkvæmt hollenskum miðlum mun byssumaðurinn hafa hleypt af skotum í húsi, þar sem tveir slösuðust, áður en hann kveikti í húsinu. Talsmaður lögreglunnar í Rotterdam segir þann grunaða í framhaldinu hafa farið á Erasmus sjúkrahúsið í borginni þar sem seinni skotárásin átti sér stað. Hollenskir miðlar segja aðeins einn vera grunaðan um ódæðið. Fyrrnefndan byssumann sem var handtekinn á sjúkrahúsinu. Lögregla segir manninn mögulega hafa ekið um á mótorhjóli. Þá hafi hann verið í herklæðnaði, með svart hár, bakpoka, heyrnartól og skammbyssu. Starfsmenn sjúkrahússins á hlaupum.EPA/BAS CZERWINSKI Lögreglumenn við sjúkrahúsið í dag.BAS CZERWINSKI Hafði áður komið við sögu lögreglu Á blaðamannafundi í kvöld sagði lögreglan að maðurinn hefði áður komið við sögu lögreglu. Hann hafði verið dæmdur fyrir dýraníð fyrir tveimur árum síðan. Hinn seki heitir Fouad L að sögn hollenskra miðla. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Ekki er ljóst hvers vegna hann stóð fyrir árásinni á þessari stundu. Fréttin hefur verið uppfærð. Frétt BBC. Holland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Samkvæmt hollenskum miðlum mun byssumaðurinn hafa hleypt af skotum í húsi, þar sem tveir slösuðust, áður en hann kveikti í húsinu. Talsmaður lögreglunnar í Rotterdam segir þann grunaða í framhaldinu hafa farið á Erasmus sjúkrahúsið í borginni þar sem seinni skotárásin átti sér stað. Hollenskir miðlar segja aðeins einn vera grunaðan um ódæðið. Fyrrnefndan byssumann sem var handtekinn á sjúkrahúsinu. Lögregla segir manninn mögulega hafa ekið um á mótorhjóli. Þá hafi hann verið í herklæðnaði, með svart hár, bakpoka, heyrnartól og skammbyssu. Starfsmenn sjúkrahússins á hlaupum.EPA/BAS CZERWINSKI Lögreglumenn við sjúkrahúsið í dag.BAS CZERWINSKI Hafði áður komið við sögu lögreglu Á blaðamannafundi í kvöld sagði lögreglan að maðurinn hefði áður komið við sögu lögreglu. Hann hafði verið dæmdur fyrir dýraníð fyrir tveimur árum síðan. Hinn seki heitir Fouad L að sögn hollenskra miðla. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Ekki er ljóst hvers vegna hann stóð fyrir árásinni á þessari stundu. Fréttin hefur verið uppfærð. Frétt BBC.
Holland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira