Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.
Hann sagðist ekki hafa upplýsingar um hinn slasaða eða líðan viðkomandi, en sagði þó að óskað hefði verið eftir aðstoð þyrlusveitarinnar á mesta forgangi.
Hinn slasaði var fluttur á Landspítalann í Fossvogi, en þyrlusveitin lenti þar nokkrum mínútum fyrir klukkan fimm.