„Við ætlum að berjast með hverjum blóðdropa“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 28. september 2023 19:25 Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV Vísir/Hulda Margrét „Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik, mér fannst við hrikalega góðir hér í kvöld. Hugfarið og karakterin var upp á tíu og það sást langar leiðir að okkur langaði í þrjú stig,“ sagði Hermann Hreiðarson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tap á móti KA á Greifavellinum í dag. „Við gerðum allt í okkar valdi til að ná í þessi þrjú stig á móti sterku liði KA manna. Við vorum sjálfum okkur verstir hér í kvöld. Við afhendum þeim mörkin á silfurfati en fáum okkar dauðafæri sem við nýtum ekki. Ég met þetta sem svo að við vorum heilt yfir sterkara liðið.“ KA skoraði sitt fyrsta mark úr eina færi leiksins á þeim tímapunkti en það kom á 18. mínútu leiksins. „Það var ekkert að gerast í leiknum á því augnabliki, hvorki hjá okkur né þeim en svona gerast bara hlutir. Við vorum ekkert að dvelja við það, við keyrðum okkur í gang strax og skoruðum fljótlega. Þegar þeir skora þetta þriðja mark að þá fannst mér við detta of langt niður. Það var þungt að taka þessu marki númer tvö því aftur var þetta klaufagangur hjá okkur.“ Síðustu tuttugu mínútur leiksins voru ÍBV með yfirhöndina en náðu ekki að nýta sér þau færi og sénsa sem þeir fengu. „Síðustu 20 mínútur fór hins vegar allt í gang hjá okkur og það var mikill hugur í okkur en það var bara ekki nóg. Mér fannst við klaufar hér í lokin, við vorum stundum ekki að klára hlaupin okkar en ég beið samt eftir að við myndum skora. Mér fannst vera það mikil orka í liðinu. Ég held að allir skynji það að við ætlum að berjast með hverjum einasta blóðdropa sem við höfum til að ná í nógu mörg stig til að halda okkur uppi.“ Hermann var þrátt fyrir tapið ánægður með leik sinna manna í dag. „Það er fullt hrós á hópinn, það skiluðu allir sínu og rúmlega það hvort sem þeir byrjuðu eða komu inn af bekknum. Það er gott að sjá hvað er mikil samstaða hjá okkur, við vitum alveg að það styttist í lok mót. Það eru tveir leikir eftir og þar eru sex stig sem við ætlum að ná í.“ Í lok leiks kom léleg sending niður á Steinþór Már Auðunsson í marki KA, Sverrir Páll Hjalsted hljóp á eftir boltanum en þeir tveir skullu saman sem varð til þess að Sverrir fór meiddur af velli. Dómari leiksins dæmi aukaspyrnu á Sverrir en það var mjög umdeilt hvort um vítaspyrnu væri að ræða sem ÍBV fékk þá ekki. „Ég sá þetta ekki nógu vel þannig ég get ekki dæmt um það en við höfum svo sem ekki verið að fá víti yfir höfuð þegar við höfum átt það skilið þannig það er engin breyting þar á.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson, Alex Freyr Hilmarsson og Sverrir Páll Hjalsted fóru allir af velli meiddir. „Ég veit ekki hvernig staðan er á Sverri en það er möguleiki að Alex og Eiður spili næsta leik. Það er mjög stutt í næsta leik. Sverrir fer í myndatöku, þetta var rosalegt högg. Þetta er mjög fúlt og endurspeglar sumarið svolítið því það hafa verið mikið um meiðsli hjá okkur. Það kom hins vegar maður í mann stað í dag og við vitum að það eru sex stig í pottinum og við ætlum að ná í þau.“ ÍBV KA Besta deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Sjá meira
„Við gerðum allt í okkar valdi til að ná í þessi þrjú stig á móti sterku liði KA manna. Við vorum sjálfum okkur verstir hér í kvöld. Við afhendum þeim mörkin á silfurfati en fáum okkar dauðafæri sem við nýtum ekki. Ég met þetta sem svo að við vorum heilt yfir sterkara liðið.“ KA skoraði sitt fyrsta mark úr eina færi leiksins á þeim tímapunkti en það kom á 18. mínútu leiksins. „Það var ekkert að gerast í leiknum á því augnabliki, hvorki hjá okkur né þeim en svona gerast bara hlutir. Við vorum ekkert að dvelja við það, við keyrðum okkur í gang strax og skoruðum fljótlega. Þegar þeir skora þetta þriðja mark að þá fannst mér við detta of langt niður. Það var þungt að taka þessu marki númer tvö því aftur var þetta klaufagangur hjá okkur.“ Síðustu tuttugu mínútur leiksins voru ÍBV með yfirhöndina en náðu ekki að nýta sér þau færi og sénsa sem þeir fengu. „Síðustu 20 mínútur fór hins vegar allt í gang hjá okkur og það var mikill hugur í okkur en það var bara ekki nóg. Mér fannst við klaufar hér í lokin, við vorum stundum ekki að klára hlaupin okkar en ég beið samt eftir að við myndum skora. Mér fannst vera það mikil orka í liðinu. Ég held að allir skynji það að við ætlum að berjast með hverjum einasta blóðdropa sem við höfum til að ná í nógu mörg stig til að halda okkur uppi.“ Hermann var þrátt fyrir tapið ánægður með leik sinna manna í dag. „Það er fullt hrós á hópinn, það skiluðu allir sínu og rúmlega það hvort sem þeir byrjuðu eða komu inn af bekknum. Það er gott að sjá hvað er mikil samstaða hjá okkur, við vitum alveg að það styttist í lok mót. Það eru tveir leikir eftir og þar eru sex stig sem við ætlum að ná í.“ Í lok leiks kom léleg sending niður á Steinþór Már Auðunsson í marki KA, Sverrir Páll Hjalsted hljóp á eftir boltanum en þeir tveir skullu saman sem varð til þess að Sverrir fór meiddur af velli. Dómari leiksins dæmi aukaspyrnu á Sverrir en það var mjög umdeilt hvort um vítaspyrnu væri að ræða sem ÍBV fékk þá ekki. „Ég sá þetta ekki nógu vel þannig ég get ekki dæmt um það en við höfum svo sem ekki verið að fá víti yfir höfuð þegar við höfum átt það skilið þannig það er engin breyting þar á.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson, Alex Freyr Hilmarsson og Sverrir Páll Hjalsted fóru allir af velli meiddir. „Ég veit ekki hvernig staðan er á Sverri en það er möguleiki að Alex og Eiður spili næsta leik. Það er mjög stutt í næsta leik. Sverrir fer í myndatöku, þetta var rosalegt högg. Þetta er mjög fúlt og endurspeglar sumarið svolítið því það hafa verið mikið um meiðsli hjá okkur. Það kom hins vegar maður í mann stað í dag og við vitum að það eru sex stig í pottinum og við ætlum að ná í þau.“
ÍBV KA Besta deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Sjá meira