Laugin tóm í tvær vikur Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. september 2023 20:26 Árni Jónsson er framkvæmdastjóri Laugardalslaugar. Vísir/Elísabet Inga Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera. „Við erum að gera heilan helling núna. Við getum loksins tæmt laugina, í fyrsta skipti í sjö ár,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í beinni útsendingu frá tómri Laugardalslaug í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Til standi að skipta út 15 kýraugum, sem skipti miklu máli varðandi öryggi laugargesta. „Bæði varðandi eftirlitsmyndavélar og ljós, til þess að við sjáum vel ofan í,“ segir Árni. Þá er verið að skipta út millivegg milli aðallaugarinnar og barnalaugarinnar. Það er gert svo hægt sé að skipta hitastigi betur á milli lauganna tveggja. Barnalaugin ætti því að vera hlýrri en gestir hafa átt að venjast hingað til. „Ég vona svo sannarlega að við náum að gera hana það heita að hún verði þægileg í veðrinu. Við vitum náttúrulega ekki hvernig veturinn þróast, en eins og hann var síðasta vetur, þá hefði verið gott hjá okkur að geta hækkað hitastigið upp í 34 til 36 gráður. En þú getur ekki synt í því, það er allt of heitt,“ segir Árni og vísar þar til þess að hitastig beggja lauga hafi hingað til stýrst af kjörhitastigi fyrir aðallaugina, þar sem fólk syndir fram og til baka. Fornminjar koma upp úr kafi Ofan í tómri lauginni kenndi ýmissa grasa. Þar mátti meðal annars sjá gömul sundgleraugu og annað smálegt sem fólk hefur með sér í sund. „Við höfum ekki getað tæmt í sjö ár, og við höfum heldur ekki komist inn í þennan vegg í 26 ár. Hann átti að standa hér í eitt ár, í tilefni Smáþjóðaleikanna 97. Svo er bara sumt sem er gert til bráðabirgða, það endist stundum lengur en við gerum ráð fyrir.“ Veggurinn hafi hins vegar verið algjörlega kominn á tíma, og því fjarlægður. Upp úr dúrnum komu meðal annars sundgleraugu sem Árni áætlar að séu um 20 ára. Eigendur geti vitjað hlutanna, þó vafi sé uppi um nytsemi þeirra eftir þetta langan tíma í kafi. „Ég skal alveg halda þessu til hliðar einhversstaðar inni hjá mér. Það er minnsta málið,“ segir Árni. Ýmislegt smálegt kom upp úr dúrnum þegar milliveggurinn var rifinn. Til að mynda sundgleraugu og öndunarpípa.Vísir/Elísabet Inga Allt á áætlun Útlit er fyrir að laugin verði lokuð í um tvær vikur. „Allt sem við höfum gert hingað til, hefur verið á áætlun,“ segir Árni. Tæmingin hafi gengið vel og nú sé vinna farin á fullt. Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
„Við erum að gera heilan helling núna. Við getum loksins tæmt laugina, í fyrsta skipti í sjö ár,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í beinni útsendingu frá tómri Laugardalslaug í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Til standi að skipta út 15 kýraugum, sem skipti miklu máli varðandi öryggi laugargesta. „Bæði varðandi eftirlitsmyndavélar og ljós, til þess að við sjáum vel ofan í,“ segir Árni. Þá er verið að skipta út millivegg milli aðallaugarinnar og barnalaugarinnar. Það er gert svo hægt sé að skipta hitastigi betur á milli lauganna tveggja. Barnalaugin ætti því að vera hlýrri en gestir hafa átt að venjast hingað til. „Ég vona svo sannarlega að við náum að gera hana það heita að hún verði þægileg í veðrinu. Við vitum náttúrulega ekki hvernig veturinn þróast, en eins og hann var síðasta vetur, þá hefði verið gott hjá okkur að geta hækkað hitastigið upp í 34 til 36 gráður. En þú getur ekki synt í því, það er allt of heitt,“ segir Árni og vísar þar til þess að hitastig beggja lauga hafi hingað til stýrst af kjörhitastigi fyrir aðallaugina, þar sem fólk syndir fram og til baka. Fornminjar koma upp úr kafi Ofan í tómri lauginni kenndi ýmissa grasa. Þar mátti meðal annars sjá gömul sundgleraugu og annað smálegt sem fólk hefur með sér í sund. „Við höfum ekki getað tæmt í sjö ár, og við höfum heldur ekki komist inn í þennan vegg í 26 ár. Hann átti að standa hér í eitt ár, í tilefni Smáþjóðaleikanna 97. Svo er bara sumt sem er gert til bráðabirgða, það endist stundum lengur en við gerum ráð fyrir.“ Veggurinn hafi hins vegar verið algjörlega kominn á tíma, og því fjarlægður. Upp úr dúrnum komu meðal annars sundgleraugu sem Árni áætlar að séu um 20 ára. Eigendur geti vitjað hlutanna, þó vafi sé uppi um nytsemi þeirra eftir þetta langan tíma í kafi. „Ég skal alveg halda þessu til hliðar einhversstaðar inni hjá mér. Það er minnsta málið,“ segir Árni. Ýmislegt smálegt kom upp úr dúrnum þegar milliveggurinn var rifinn. Til að mynda sundgleraugu og öndunarpípa.Vísir/Elísabet Inga Allt á áætlun Útlit er fyrir að laugin verði lokuð í um tvær vikur. „Allt sem við höfum gert hingað til, hefur verið á áætlun,“ segir Árni. Tæmingin hafi gengið vel og nú sé vinna farin á fullt.
Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent