Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Þar segir að búið hafi verið að koma segli undir dýrið og festa við belgi, sem lyftu dýrinu upp í sjónum.
„Teyma þurfti hvalinn talsvert langa leið að brúnni, og sæta færis á háflóði til að koma honum undir brúna. Búnaðurinn virkaði vel, hvalurinn flaut hátt í sjó, og ágætlega gekk að færa hann til í sjónum,“ segir í tilkynningunni.
Hins vegar hafi komið upp vélarbilun í sjóþotu og léttum gúmíbát sem nota átti til að draga hvalinn undir brúna.
Þegar ljóst hafi orðið að sá gluggu sem í boði var á háflóði myndi ekki nýtast, hafi verið ákveðið að hætta aðgerðum í kvöld, með velferð dýrsins í huga. Staðan verði metin að nýju á morgun, þegar birtir.