Gegn matarsóun Svandís Svavarsdóttir skrifar 29. september 2023 08:00 Í dag, 29. september, er Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn matarsóun. Þriðjungi alls matar sem framleiddur er í heiminum er sóað, samkvæmt gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Það eru um 1,3 milljarðar tonna af mat sem ekki eru nýtt en hafa verið framleidd með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum í framleiðsluferlinu. Stór hluti matar sem ekki er nýttur er svo urðaður, sem krefst mikils landsvæðis og leiðir til losunar gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsvandinn og áskoranir tengdar vernd líffræðilegrar fjölbreytni eru risastórar áskoranir og hluti af lausninni við þeim felst í sjálfbærari matvælaframleiðslu og ábyrgari nýtingu auðlinda, sem sagt: minni sóun. Meðal Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er markmið um ábyrga neyslu og framleiðslu, þar sem stefnt er að því að eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming. Þar segir einnig að bæta skuli nýtingu í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum, þ.m.t. við uppskeru. Stjórnvöld gegna mikilvægu hlutverki í þessu stóra verkefni. Á fundi norrænu ráðherranefndinnar í vor gáfu sjávarútvegs-, landbúnaðar-, matvæla- og skógræktarráðherrar Norðurlandanna út yfirlýsingu um að löndin stefndu að því sameiginlega markmiði að minnka matarsóun á Norðurlöndum um helming fyrir árið 2030. Þar kom einnig fram að ráðherrarnir undirstrikuðu að minnkun matarsóunar væri mikilvæg fyrir framkvæmd sjálfbærra og samkeppnishæfra matvælakerfa. Undir matvælaráðuneytið heyra margar stórar matvælaframleiðslugreinar og ljóst er að við verðum að stefna að betri nýtingu hráefnis í allri framleiðslukeðjunni. Það er ekki einfalt verkefni en það er gríðarlega mikilvægt. Í ráðuneyti mínu er unnið að ýmsum verkefnum sem ætlað er að stuðla að markmiðinu um minni matarsóun. Fyrst nefni ég að 15. nóvember verður haldið matvælaþing. Yfirskrift þingsins í ár er hringrásarhagkerfið, en í nýsamþykktri matvælastefnu til ársins 2040 kemur fram það markmið að hringrásarhagkerfið verði stutt með rannsóknum og þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða og stuðlað verði að minni matarsóun og minna kolefnisspori matvælaframleiðslu. Svipað markmið er að finna í landbúnaðarstefnu til 2040, þar sem lagt er til að lögð verði áhersla á þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða, ásamt nýtingu á lífrænum efnum, og þannig stuðlað að minni sóun og minna kolefnisspori. Einnig má má nefna að samantekt um nýtingu lífbrjótanlegra efna í landbúnaði og landgræðslu, ásamt tillögum að aðgerðum, var nýlega unnin fyrir matvælaráðuneytið. Lífbrjótanleg efni eru til dæmis úrgangur úr fiskeldi og húsdýraeldi og meðal markmiða þeirrar vinnu var að draga úr sóun og fullnýta verðmæti sem eru til staðar. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um þessar staðreyndir og þau áhrif sem við getum haft. Við þurfum að gera breytingar á okkar neyslumynstrum og framleiðendur matvæla þurfa að huga að því að minnka sóun eins og mögulegt er við framleiðsluna. Þó verkefnið sé stórt skipta öll skref í rétta átt máli. Með því að taka þau skref verndum við umhverfið, minnkum gróðurhúsaáhrif og tryggjum að framleiðslukerfi matvæla verði sjálfbærari. Það eru verðug markmið. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dag, 29. september, er Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn matarsóun. Þriðjungi alls matar sem framleiddur er í heiminum er sóað, samkvæmt gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Það eru um 1,3 milljarðar tonna af mat sem ekki eru nýtt en hafa verið framleidd með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum í framleiðsluferlinu. Stór hluti matar sem ekki er nýttur er svo urðaður, sem krefst mikils landsvæðis og leiðir til losunar gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsvandinn og áskoranir tengdar vernd líffræðilegrar fjölbreytni eru risastórar áskoranir og hluti af lausninni við þeim felst í sjálfbærari matvælaframleiðslu og ábyrgari nýtingu auðlinda, sem sagt: minni sóun. Meðal Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er markmið um ábyrga neyslu og framleiðslu, þar sem stefnt er að því að eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming. Þar segir einnig að bæta skuli nýtingu í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum, þ.m.t. við uppskeru. Stjórnvöld gegna mikilvægu hlutverki í þessu stóra verkefni. Á fundi norrænu ráðherranefndinnar í vor gáfu sjávarútvegs-, landbúnaðar-, matvæla- og skógræktarráðherrar Norðurlandanna út yfirlýsingu um að löndin stefndu að því sameiginlega markmiði að minnka matarsóun á Norðurlöndum um helming fyrir árið 2030. Þar kom einnig fram að ráðherrarnir undirstrikuðu að minnkun matarsóunar væri mikilvæg fyrir framkvæmd sjálfbærra og samkeppnishæfra matvælakerfa. Undir matvælaráðuneytið heyra margar stórar matvælaframleiðslugreinar og ljóst er að við verðum að stefna að betri nýtingu hráefnis í allri framleiðslukeðjunni. Það er ekki einfalt verkefni en það er gríðarlega mikilvægt. Í ráðuneyti mínu er unnið að ýmsum verkefnum sem ætlað er að stuðla að markmiðinu um minni matarsóun. Fyrst nefni ég að 15. nóvember verður haldið matvælaþing. Yfirskrift þingsins í ár er hringrásarhagkerfið, en í nýsamþykktri matvælastefnu til ársins 2040 kemur fram það markmið að hringrásarhagkerfið verði stutt með rannsóknum og þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða og stuðlað verði að minni matarsóun og minna kolefnisspori matvælaframleiðslu. Svipað markmið er að finna í landbúnaðarstefnu til 2040, þar sem lagt er til að lögð verði áhersla á þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða, ásamt nýtingu á lífrænum efnum, og þannig stuðlað að minni sóun og minna kolefnisspori. Einnig má má nefna að samantekt um nýtingu lífbrjótanlegra efna í landbúnaði og landgræðslu, ásamt tillögum að aðgerðum, var nýlega unnin fyrir matvælaráðuneytið. Lífbrjótanleg efni eru til dæmis úrgangur úr fiskeldi og húsdýraeldi og meðal markmiða þeirrar vinnu var að draga úr sóun og fullnýta verðmæti sem eru til staðar. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um þessar staðreyndir og þau áhrif sem við getum haft. Við þurfum að gera breytingar á okkar neyslumynstrum og framleiðendur matvæla þurfa að huga að því að minnka sóun eins og mögulegt er við framleiðsluna. Þó verkefnið sé stórt skipta öll skref í rétta átt máli. Með því að taka þau skref verndum við umhverfið, minnkum gróðurhúsaáhrif og tryggjum að framleiðslukerfi matvæla verði sjálfbærari. Það eru verðug markmið. Höfundur er matvælaráðherra.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun