Svar til lögmanns Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 29. september 2023 17:01 Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans. Þessi málflutningur er auðvitað afbökun á efni greinar minnar. Ég var að gagnrýna fréttaflutning RÚV. Þar var fjallað um afgreiðslu dómsins á refsikröfu á hendur sakborningnum. Gagnrýni mín laut að því að í fr,ett RÚV hefði við þessa umfjöllun um dóminn ekki verið vikið að ítarlegum rökstuðningi héraðsdómarans um ástæður þess að refsingin var felld niður. Sérfræðilæknir mat þennan sakborning ósakhæfan og var það meginástæða dómsins um niðurfellingu refsingarinnar, eins og dómarinn gerði grein fyrir í forsendum sínum. Í grein minni var spurt: „Hvernig getur fréttastofa ríkisútvarpsins sagt frétt þar sem sérstaklega er fjallað um refsiákvörðun dómarans án þess að víkja einu orði að forsendum dómsins fyrir því að felld sé niður refsing á hendur manninum eins og skylt var samkvæmt lögum?“ Í forsendum dómsins var vísað til ákvæðis í 15. gr almennra hegningarlaga þar sem segir: „Þeim mönnum skal eigi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum.“ Með þessum skrifum var ég ekki að taka upp neinn hanska fyrir efnislega niðurstöðu dómarans einfaldlega vegna þess að ég gat auðvitað ekki lagt neinn dóm á réttmæti þeirrar niðurstöðu hans að telja manninn ósakhæfan. Ég var að gagnrýna fréttaflutninginn um dóminn, þar sem ekki var gerð nein grein fyrir þessu. Höfundur greinarinnar í Vísi er starfandi lögmaður. Hann virðist vilja breyta almennum hegningarlögum á þann veg að refsa megi mönnum sem eru ósakhæfir vegna óskar brotaþola um það. Um þetta var ég ekki að fjalla, en get af þessu tilefni látið í ljósi þá skoðun mína að mér finnst slík breyting á lögunum ekki koma til greina. Vill lögmaðurinn afnema þessa reglu, sem gildir hvarvetna í hinum vestræna heimi? Hann hefur auðvitað fulla heimild til þeirrar afstöðut, þó að ég efist um að hann fái marga kunnáttumenn til að taka undir það sjónarmið. Óþarfi er að hafa mörg orð um þá staðreynd að ofbeldi sem fólk er beitt inni á heimilum þess er með því auvirðislegasta sem þekkist. Á heimilum sínum eiga allir að geta notið öryggis fyrir ofbeldismönnum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Dómsmál Fjölmiðlar Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans. Þessi málflutningur er auðvitað afbökun á efni greinar minnar. Ég var að gagnrýna fréttaflutning RÚV. Þar var fjallað um afgreiðslu dómsins á refsikröfu á hendur sakborningnum. Gagnrýni mín laut að því að í fr,ett RÚV hefði við þessa umfjöllun um dóminn ekki verið vikið að ítarlegum rökstuðningi héraðsdómarans um ástæður þess að refsingin var felld niður. Sérfræðilæknir mat þennan sakborning ósakhæfan og var það meginástæða dómsins um niðurfellingu refsingarinnar, eins og dómarinn gerði grein fyrir í forsendum sínum. Í grein minni var spurt: „Hvernig getur fréttastofa ríkisútvarpsins sagt frétt þar sem sérstaklega er fjallað um refsiákvörðun dómarans án þess að víkja einu orði að forsendum dómsins fyrir því að felld sé niður refsing á hendur manninum eins og skylt var samkvæmt lögum?“ Í forsendum dómsins var vísað til ákvæðis í 15. gr almennra hegningarlaga þar sem segir: „Þeim mönnum skal eigi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum.“ Með þessum skrifum var ég ekki að taka upp neinn hanska fyrir efnislega niðurstöðu dómarans einfaldlega vegna þess að ég gat auðvitað ekki lagt neinn dóm á réttmæti þeirrar niðurstöðu hans að telja manninn ósakhæfan. Ég var að gagnrýna fréttaflutninginn um dóminn, þar sem ekki var gerð nein grein fyrir þessu. Höfundur greinarinnar í Vísi er starfandi lögmaður. Hann virðist vilja breyta almennum hegningarlögum á þann veg að refsa megi mönnum sem eru ósakhæfir vegna óskar brotaþola um það. Um þetta var ég ekki að fjalla, en get af þessu tilefni látið í ljósi þá skoðun mína að mér finnst slík breyting á lögunum ekki koma til greina. Vill lögmaðurinn afnema þessa reglu, sem gildir hvarvetna í hinum vestræna heimi? Hann hefur auðvitað fulla heimild til þeirrar afstöðut, þó að ég efist um að hann fái marga kunnáttumenn til að taka undir það sjónarmið. Óþarfi er að hafa mörg orð um þá staðreynd að ofbeldi sem fólk er beitt inni á heimilum þess er með því auvirðislegasta sem þekkist. Á heimilum sínum eiga allir að geta notið öryggis fyrir ofbeldismönnum. Höfundur er lögmaður.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun